Reglugerðabreytingar verða ekki gerðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. september 2020 16:58 Áslaug Arna segir að reglugerðum verði ekki breytt vegna máls egypsku fjölskyldunnar. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag. Áslaug segir í samtali við fréttastofu að fjölskyldunni hafi staðið til boða að fara úr landi með aðstoð stoðdeildar ríkislögreglustjóra eða að fara úr landi sjálf. Niðurstaða í málinu lá fyrir í nóvember og stendur aðilum þá til boða að velja að fara með aðstoð íslenska ríkisins eða að fara sjálft úr landi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ekki væri mannúðlegt að halda fólki svo lengi í óvissu, sérstaklega börnum. Í þessu tilviki sem um ræðir, þó að málsmeðferðartíminn sé innan marka, þá erum við samt, af einhverjum ástæðum, sem mér finnst auðvitað ekki boðlegt, með þetta fólk hér í raun og veru í allt of langan tíma sem er ómannúðlegt,“ sagði Katrín. Áslaug segist ósammála Katrínu um að tíminn sem líði frá því að niðurstaða kemur í málið þar til fólk fer úr landi eigi að vera hluti af heildarmálsmeðferðartíma. „Ég er ósammála því enda hefur fólk val um að fara sjálft til baka þegar niðurstaða hefur legið fyrir og það er auðvitað afar ólíklegt að einhverjir myndu nýta sér það sem fólk gerir í dag ef það væri betra fyrir þau ef þau vildu fá hér mannúðarleyfi að dvelja síðan hér áfram með ólöglegum hætti,“ segir Áslaug. Hins vegar hafi alltaf ríkt samstaða um að ómannúðlegt sé að dvelja hér í of langan tíma án svara frá stjórnvöldum. Vill að umræða um breytingar á atvinnuleyfi útlendinga komi til umræðu Telurðu að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu? „Nei, við höfum alltaf rætt þessi mál vandlega. Þetta eru viðkvæm mál enda er um að ræða fólk og við höfum öll samúð með þessum aðstæðum og erum alltaf að reyna að gera kerfið okkar betra. Ég held að við verðum að fara að ræða það hvort ekki sé þörf á að breyta atvinnuleyfum útlendinga hérlendis. Það eru margir sem hingað leita í leit að betri lífskjörum en falla ekki undir það að þurfa alþjóðlega vernd.“ „Atvinnuleyfin heyra undir félagsmálaráðherra og ég held að það sé mjög mikilvægt að fara að ræða það hvort við ætlum ekki að fara að rýmka þau skilyrði að fólk geti farið að koma hér og starfa og lifað með okkur í þessu góða samfélagi,“ segir Áslaug. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“ Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. 13. september 2020 12:28 „Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki mannúðlegt að halda fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd í óvissu jafn lengi og gert hefur verið í máli egypskrar fjölskyldu sem til stendur að senda úr landi næsta miðvikudag. 13. september 2020 11:55 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir ekki koma til greina að breyta reglugerðum um málsmeðferðartíma vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi á miðvikudag. Áslaug segir í samtali við fréttastofu að fjölskyldunni hafi staðið til boða að fara úr landi með aðstoð stoðdeildar ríkislögreglustjóra eða að fara úr landi sjálf. Niðurstaða í málinu lá fyrir í nóvember og stendur aðilum þá til boða að velja að fara með aðstoð íslenska ríkisins eða að fara sjálft úr landi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ekki væri mannúðlegt að halda fólki svo lengi í óvissu, sérstaklega börnum. Í þessu tilviki sem um ræðir, þó að málsmeðferðartíminn sé innan marka, þá erum við samt, af einhverjum ástæðum, sem mér finnst auðvitað ekki boðlegt, með þetta fólk hér í raun og veru í allt of langan tíma sem er ómannúðlegt,“ sagði Katrín. Áslaug segist ósammála Katrínu um að tíminn sem líði frá því að niðurstaða kemur í málið þar til fólk fer úr landi eigi að vera hluti af heildarmálsmeðferðartíma. „Ég er ósammála því enda hefur fólk val um að fara sjálft til baka þegar niðurstaða hefur legið fyrir og það er auðvitað afar ólíklegt að einhverjir myndu nýta sér það sem fólk gerir í dag ef það væri betra fyrir þau ef þau vildu fá hér mannúðarleyfi að dvelja síðan hér áfram með ólöglegum hætti,“ segir Áslaug. Hins vegar hafi alltaf ríkt samstaða um að ómannúðlegt sé að dvelja hér í of langan tíma án svara frá stjórnvöldum. Vill að umræða um breytingar á atvinnuleyfi útlendinga komi til umræðu Telurðu að ríkisstjórnarsamstarfið sé í hættu? „Nei, við höfum alltaf rætt þessi mál vandlega. Þetta eru viðkvæm mál enda er um að ræða fólk og við höfum öll samúð með þessum aðstæðum og erum alltaf að reyna að gera kerfið okkar betra. Ég held að við verðum að fara að ræða það hvort ekki sé þörf á að breyta atvinnuleyfum útlendinga hérlendis. Það eru margir sem hingað leita í leit að betri lífskjörum en falla ekki undir það að þurfa alþjóðlega vernd.“ „Atvinnuleyfin heyra undir félagsmálaráðherra og ég held að það sé mjög mikilvægt að fara að ræða það hvort við ætlum ekki að fara að rýmka þau skilyrði að fólk geti farið að koma hér og starfa og lifað með okkur í þessu góða samfélagi,“ segir Áslaug. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52 Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“ Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. 13. september 2020 12:28 „Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki mannúðlegt að halda fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd í óvissu jafn lengi og gert hefur verið í máli egypskrar fjölskyldu sem til stendur að senda úr landi næsta miðvikudag. 13. september 2020 11:55 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira
Rafræn samstaða með egypsku fjölskyldunni: „Ómannúðlegar aðgerðir stjórnvalda stangast á við vilja samfélagsins“ Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, boða til rafrænnar samstöðu í dag með egypsku fjölskyldunni sem vísa á úr landi á miðvikudag. 13. september 2020 13:52
Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“ Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. 13. september 2020 12:28
„Það er ekki mannúðlegt að halda fólki svona lengi í óvissu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki mannúðlegt að halda fólki sem sækir hér um alþjóðlega vernd í óvissu jafn lengi og gert hefur verið í máli egypskrar fjölskyldu sem til stendur að senda úr landi næsta miðvikudag. 13. september 2020 11:55