Serena tapaði uppgjörinu hjá mömmunum og missti af úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2020 10:00 Victoria Azarenka og Serena Williams voru báðar að keppast við að vinna fyrsta risatitil sinn sem mæður. Samsett/AP/Seth Wenig Það verða þær Victoria Azarenka og Naomi Osaka sem spila til úrslita í kvennaflokki á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. Hvít-Rússinn Victoria Azarenka tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að slá út hina bandarísku Serenu Willams. Serena Williams byrjaði frábærlega og vann fyrsta settið 6-1 en Azarenka svaraði með því að vinna tvö hin seinni 6-3 og 6-3. Hin japanska Naomi Osaka vann sinn undanúrslitaleik á móti Jennifer Brady 7-6 (7-1), 3-6 og 6-3. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun laugardag en Bandaríkjamenn eiga þar ekki fulltrúa því þeirra konur töpuðu báðar í undanúrslitunum. VICTORIA AZARENKA HAS DONE IT!She comes back to defeat Serena Williams for the final spot in the #USOpen championship match.This will be Azarenka's first major final in seven years. pic.twitter.com/T8depXUMLO— ESPN (@espn) September 11, 2020 Augu margra voru á uppgjörinu hjá mömmunum tveimur. Báðar eiga þær Victoria Azarenka og Serena Willams það nefnilega sameiginlegt að eiga ungt barn og eru að elta fyrsta risamótstitil sinn eftir barnaeignafrí. Tíminn er ekki að vinna með Serenu Williams sem ætlar sér að vinna risatitil sem móðir en hún orðin 38 ára gömul. Henni ekki tekist ennþá að vinna risatitil á síðustu árum þrátt fyrir að komast í úrslitaleikinn á fjórum risamótum og nú í undanúrslitin á því fimmta. Serena eignaðist dótturina Olympia í september árið 2017. Serena Williams lenti í vandræðum með hásina sína snemma í þriðja settinu á móti Victoriu Azarenka í nótt og var ekki líkleg til afreka eftir það. Williams þarf því að bíða enn lengur eftir því að vinna sinn 24. risatitil á ferlinum. Serena Williams falls to Victoria Azarenka in the US Open semifinals This is Azarenka s first win in a major against Serena pic.twitter.com/de4KNgT35O— Bleacher Report (@BleacherReport) September 11, 2020 Victoria Azarenka er aftur á móti kominn aftur í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu eftir sjö ára fjarveru. Þetta var líka tímamótasigur fyrir hana því hún hafði aldrei áður unnið Serenu á risamóti. Azarenka eignaðist soninn Leó í lok desember árið 2016 en þetta var í fyrsta sinn síðan hún komst í undanúrslit risamóts síðan þá. Reyndar var hún að komast svo langt í fyrsta sinn síðan árið 2013 þegar Azarenka var í úrslitum á tveimur risamótum og vann Opna ástralska. Hún hefur staðið í sambandsslitum og forræðisdeilu en virðist loksins vera búin að finna taktinn aftur sem á sínum tíma skilaði henni í efsta sæti heimslistans. .@NaomiOsaka in the stands wearing a Kobe jersey after advancing to the #USOpen final pic.twitter.com/SZmUoXfyYt— ESPN (@espn) September 11, 2020 Mótherji Victoriu Azarenka í úrslitaleiknum á laugardaginn er hin Japanska Naomi Osaka. Naomi Osaka er bara 22 ára gömul en er að komast í annað skiptið í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu. Mótherjinn er níu árum eldri en hún. Naomi Osaka vann Opna bandaríska mjög óvænt árið 2018 og fylgdi því eftir með sigri á opna ástralska. Hún náði ekki að fylgja því alveg eftir og þetta er fyrsti úrslitaleikur hennar á risamóti síðan í janúar 2019. Tennis Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Það verða þær Victoria Azarenka og Naomi Osaka sem spila til úrslita í kvennaflokki á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í ár. Hvít-Rússinn Victoria Azarenka tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að slá út hina bandarísku Serenu Willams. Serena Williams byrjaði frábærlega og vann fyrsta settið 6-1 en Azarenka svaraði með því að vinna tvö hin seinni 6-3 og 6-3. Hin japanska Naomi Osaka vann sinn undanúrslitaleik á móti Jennifer Brady 7-6 (7-1), 3-6 og 6-3. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun laugardag en Bandaríkjamenn eiga þar ekki fulltrúa því þeirra konur töpuðu báðar í undanúrslitunum. VICTORIA AZARENKA HAS DONE IT!She comes back to defeat Serena Williams for the final spot in the #USOpen championship match.This will be Azarenka's first major final in seven years. pic.twitter.com/T8depXUMLO— ESPN (@espn) September 11, 2020 Augu margra voru á uppgjörinu hjá mömmunum tveimur. Báðar eiga þær Victoria Azarenka og Serena Willams það nefnilega sameiginlegt að eiga ungt barn og eru að elta fyrsta risamótstitil sinn eftir barnaeignafrí. Tíminn er ekki að vinna með Serenu Williams sem ætlar sér að vinna risatitil sem móðir en hún orðin 38 ára gömul. Henni ekki tekist ennþá að vinna risatitil á síðustu árum þrátt fyrir að komast í úrslitaleikinn á fjórum risamótum og nú í undanúrslitin á því fimmta. Serena eignaðist dótturina Olympia í september árið 2017. Serena Williams lenti í vandræðum með hásina sína snemma í þriðja settinu á móti Victoriu Azarenka í nótt og var ekki líkleg til afreka eftir það. Williams þarf því að bíða enn lengur eftir því að vinna sinn 24. risatitil á ferlinum. Serena Williams falls to Victoria Azarenka in the US Open semifinals This is Azarenka s first win in a major against Serena pic.twitter.com/de4KNgT35O— Bleacher Report (@BleacherReport) September 11, 2020 Victoria Azarenka er aftur á móti kominn aftur í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu eftir sjö ára fjarveru. Þetta var líka tímamótasigur fyrir hana því hún hafði aldrei áður unnið Serenu á risamóti. Azarenka eignaðist soninn Leó í lok desember árið 2016 en þetta var í fyrsta sinn síðan hún komst í undanúrslit risamóts síðan þá. Reyndar var hún að komast svo langt í fyrsta sinn síðan árið 2013 þegar Azarenka var í úrslitum á tveimur risamótum og vann Opna ástralska. Hún hefur staðið í sambandsslitum og forræðisdeilu en virðist loksins vera búin að finna taktinn aftur sem á sínum tíma skilaði henni í efsta sæti heimslistans. .@NaomiOsaka in the stands wearing a Kobe jersey after advancing to the #USOpen final pic.twitter.com/SZmUoXfyYt— ESPN (@espn) September 11, 2020 Mótherji Victoriu Azarenka í úrslitaleiknum á laugardaginn er hin Japanska Naomi Osaka. Naomi Osaka er bara 22 ára gömul en er að komast í annað skiptið í úrslitaleikinn á Opna bandaríska meistaramótinu. Mótherjinn er níu árum eldri en hún. Naomi Osaka vann Opna bandaríska mjög óvænt árið 2018 og fylgdi því eftir með sigri á opna ástralska. Hún náði ekki að fylgja því alveg eftir og þetta er fyrsti úrslitaleikur hennar á risamóti síðan í janúar 2019.
Tennis Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira