Klopp: Liverpool getur ekki hagað sér eins og Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2020 10:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, setur á sig verðlaunapeninginn fyrir sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2019-20. EPA-EFE/Paul Ellis Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð sig um rólegheit ensku meistaranna á leikmannamarkaðnum í sumar. Liverpool hefur aðeins keypt gríska bakvörðinn Kostas Tsimikas sem kostaði félagið 11,7 milljónir punda. Á sama tíma hefur Chelsea eytt um 200 milljónum punda í nýja leikmenn. Jürgen Klopp segir að óvissan vegna kórónuveirunnar skipti greinilega sum félög minna máli. „Liverpool hefur náð árangri með því að vera það félag sem við erum. Við getum ekki breytt því yfir nótt og ákveða að við ætlum núna að haga okkur eins og Chelsea,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali við BBC Radio 5 Live. Jurgen Klopp says Liverpool 'cannot behave like Chelsea' in the transfer window and says he is focused on improving the players in his squad rather than bringing new ones in.Find out more: https://t.co/YelKvflj3R pic.twitter.com/zBn29wX4wV— BBC Sport (@BBCSport) September 10, 2020 „Félög eru í ólíkum aðstæðum og við búum núna við mikla óvissu í heiminum,“ sagði Klopp. „Hjá sumum félögum virðast það skipta minna máli hversu óútreiknanleg framtíðin er og það er af því að þau eru í eigu þjóða eða valdhafa í olíuríkjum. Það er bara sannleikurinn,“ sagði Jürgen Klopp. „Við erum öðruvísi félag. Við komust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum, unnum Meistaradeildina árið eftir og unnum svo ensku úrvalsdeildina í ár og allt með því að vera félagið sem við erum,“ sagði Jürgen Klopp. "We're a different kind of club" #LFC manager Jurgen Klopp defends the club's caution in the transfer market compared to title rivals "owned by countries and oligarchs". https://t.co/QfaBGi407M#bbcfootball pic.twitter.com/NYKYUkRMkN— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 9, 2020 Þetta er annar sumarglugginn í röð sem Liverpool eyðir nánast ekki neinu í nýja leikmenn. Í fyrrasumar eyddi Liverpooll 1,3 milljón punda í hollenska miðvörðinn Sepp van den Berg og fékk síðan markverðina Adrian og Andy Lonerganá frjálsri sölu. Liverpool keypti síðan Japanann Takumi Minamino fyrir 7,5 milljónir punda í janúar. Þrátt fyrir þennan litla liðsstyrk þá vann Liverpool ensku deildina með átján stiga mun en þetta var eins og flestir vita fyrsti Englandsmeistaratitill félagsins í þrjátíu ár. Enski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð sig um rólegheit ensku meistaranna á leikmannamarkaðnum í sumar. Liverpool hefur aðeins keypt gríska bakvörðinn Kostas Tsimikas sem kostaði félagið 11,7 milljónir punda. Á sama tíma hefur Chelsea eytt um 200 milljónum punda í nýja leikmenn. Jürgen Klopp segir að óvissan vegna kórónuveirunnar skipti greinilega sum félög minna máli. „Liverpool hefur náð árangri með því að vera það félag sem við erum. Við getum ekki breytt því yfir nótt og ákveða að við ætlum núna að haga okkur eins og Chelsea,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali við BBC Radio 5 Live. Jurgen Klopp says Liverpool 'cannot behave like Chelsea' in the transfer window and says he is focused on improving the players in his squad rather than bringing new ones in.Find out more: https://t.co/YelKvflj3R pic.twitter.com/zBn29wX4wV— BBC Sport (@BBCSport) September 10, 2020 „Félög eru í ólíkum aðstæðum og við búum núna við mikla óvissu í heiminum,“ sagði Klopp. „Hjá sumum félögum virðast það skipta minna máli hversu óútreiknanleg framtíðin er og það er af því að þau eru í eigu þjóða eða valdhafa í olíuríkjum. Það er bara sannleikurinn,“ sagði Jürgen Klopp. „Við erum öðruvísi félag. Við komust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum, unnum Meistaradeildina árið eftir og unnum svo ensku úrvalsdeildina í ár og allt með því að vera félagið sem við erum,“ sagði Jürgen Klopp. "We're a different kind of club" #LFC manager Jurgen Klopp defends the club's caution in the transfer market compared to title rivals "owned by countries and oligarchs". https://t.co/QfaBGi407M#bbcfootball pic.twitter.com/NYKYUkRMkN— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 9, 2020 Þetta er annar sumarglugginn í röð sem Liverpool eyðir nánast ekki neinu í nýja leikmenn. Í fyrrasumar eyddi Liverpooll 1,3 milljón punda í hollenska miðvörðinn Sepp van den Berg og fékk síðan markverðina Adrian og Andy Lonerganá frjálsri sölu. Liverpool keypti síðan Japanann Takumi Minamino fyrir 7,5 milljónir punda í janúar. Þrátt fyrir þennan litla liðsstyrk þá vann Liverpool ensku deildina með átján stiga mun en þetta var eins og flestir vita fyrsti Englandsmeistaratitill félagsins í þrjátíu ár.
Enski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira