Dustin Johnson tveimur milljörðum ríkari eftir gærdaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2020 10:30 Dustin Johnson brosti auðvitað út að eyrum eftir þennan frábæra sigur. Getty/Sam Greenwood Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson er svo sannarlega á toppi heimsins þessa dagana. Það er ekki nóg með að vera í efsta sæti heimslistans þá sýndi hann af hverju á Tour Championship sem lauk í gær. Dustin Johnson tryggði sér sigur á Tour Championship í gær og er þar með handhafi FedEx bikarsins í ár. Dustin Johnson var með fimm högga forskot fyrir lokadaginn og endaði á því að vinna mótið með þremur höggum. Í öðru sæti voru síðan landar hans Justin Thomas og Xander Schauffele. @DJohnsonPGA speaks with the media after winning the @PlayoffFinale and the #FedExCup. https://t.co/m86AL6Q7X6— PGA TOUR (@PGATOUR) September 7, 2020 Þessi 36 ára gamli kylfingur var búinn að leggja grunninn að sigrinum með góðri frammistöðu í úrslitakeppninni en hann byrjaði mótið á tíu höggum undir pari. Dustin Johnson gaf ekkert eftir og endaði á 21 höggi undir pari. Dustin Johnson þarf ekki að kvarta mikið yfir verðlaunafénu. Hann fær fimmtán milljónir Bandaríkjadala fyrir sigurinn eða meira en tvo milljarða íslenskra króna. Final four finishes on the season for DJ:T21st2nd1stA deserving #FedExCup Champion. pic.twitter.com/l4PmOcLlQF— PGA TOUR (@PGATOUR) September 7, 2020 Það var einstakt að fylgjast með Dustin Johnson í úrslitakeppninni í bandarísku mótaröðinni í ár en í fjórum síðustu mótunum, eins og sjá má hér fyrir ofan, þá vann hann tvisvar og varð tvisvar í öðru sæti. Þetta er í fyrsta sinn sem Dustin Johnson vinnur FedEx bikarinn en hann klúðraði góðri stöðu fyrir fjórum árum. Another one. pic.twitter.com/mFinIpaQmm— PGA TOUR (@PGATOUR) September 8, 2020 „Þetta er erfiður golfvöllur þannig að maður er aldrei öruggur með neitt forskot. Ég vissi því að ég yrði að koma út og spila mjög vel,“ sagði Dustin Johnson. „Ég vildi verða FedEx meistari á ferlinum og stefndi á það. Ég er mjög stoltur af því hvernig ég spilaði ekki síst í undanförnum fjórum mótum,“ sagði Dustin Johnson sem fór á kostum í úrslitakeppninni. Final #FedExCup standings: 1. @DJohnsonPGA 2. @JustinThomas34 2. @XSchauffele 4. @JonRahmPGA 5. Scottie Scheffler 6. @Collin_Morikawa 7. @TyrrellHatton 8. @PReedGolf 8. @JSMunozGolf 8. @McIlroyRory 11. Sungjae Im 12. @Harris_English 12. @WebbSimpson1 14. @MacHughesGolf pic.twitter.com/WeVd0IhAkl— PGA TOUR (@PGATOUR) September 8, 2020 Golf Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson er svo sannarlega á toppi heimsins þessa dagana. Það er ekki nóg með að vera í efsta sæti heimslistans þá sýndi hann af hverju á Tour Championship sem lauk í gær. Dustin Johnson tryggði sér sigur á Tour Championship í gær og er þar með handhafi FedEx bikarsins í ár. Dustin Johnson var með fimm högga forskot fyrir lokadaginn og endaði á því að vinna mótið með þremur höggum. Í öðru sæti voru síðan landar hans Justin Thomas og Xander Schauffele. @DJohnsonPGA speaks with the media after winning the @PlayoffFinale and the #FedExCup. https://t.co/m86AL6Q7X6— PGA TOUR (@PGATOUR) September 7, 2020 Þessi 36 ára gamli kylfingur var búinn að leggja grunninn að sigrinum með góðri frammistöðu í úrslitakeppninni en hann byrjaði mótið á tíu höggum undir pari. Dustin Johnson gaf ekkert eftir og endaði á 21 höggi undir pari. Dustin Johnson þarf ekki að kvarta mikið yfir verðlaunafénu. Hann fær fimmtán milljónir Bandaríkjadala fyrir sigurinn eða meira en tvo milljarða íslenskra króna. Final four finishes on the season for DJ:T21st2nd1stA deserving #FedExCup Champion. pic.twitter.com/l4PmOcLlQF— PGA TOUR (@PGATOUR) September 7, 2020 Það var einstakt að fylgjast með Dustin Johnson í úrslitakeppninni í bandarísku mótaröðinni í ár en í fjórum síðustu mótunum, eins og sjá má hér fyrir ofan, þá vann hann tvisvar og varð tvisvar í öðru sæti. Þetta er í fyrsta sinn sem Dustin Johnson vinnur FedEx bikarinn en hann klúðraði góðri stöðu fyrir fjórum árum. Another one. pic.twitter.com/mFinIpaQmm— PGA TOUR (@PGATOUR) September 8, 2020 „Þetta er erfiður golfvöllur þannig að maður er aldrei öruggur með neitt forskot. Ég vissi því að ég yrði að koma út og spila mjög vel,“ sagði Dustin Johnson. „Ég vildi verða FedEx meistari á ferlinum og stefndi á það. Ég er mjög stoltur af því hvernig ég spilaði ekki síst í undanförnum fjórum mótum,“ sagði Dustin Johnson sem fór á kostum í úrslitakeppninni. Final #FedExCup standings: 1. @DJohnsonPGA 2. @JustinThomas34 2. @XSchauffele 4. @JonRahmPGA 5. Scottie Scheffler 6. @Collin_Morikawa 7. @TyrrellHatton 8. @PReedGolf 8. @JSMunozGolf 8. @McIlroyRory 11. Sungjae Im 12. @Harris_English 12. @WebbSimpson1 14. @MacHughesGolf pic.twitter.com/WeVd0IhAkl— PGA TOUR (@PGATOUR) September 8, 2020
Golf Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Sjá meira