Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. september 2020 20:42 Hörður Guðmundsson er forstjóri Ernis. Vísir/Sigurjón Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. Þetta kom fram í viðtali við Hörð í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var Hörður spurður hvað þyrfti að gerast svo ákvörðun félagsins yrði dregin til baka. Hann sagði ýmislegt þurfa að koma til. „Samgöngurnar eru samkeppnismarkaður. Við erum bara lítið fjölskyldufyrirtæki sem heldur úti almenningssamgöngum um landið, þar á meðal til Eyja og í samkeppni við niðurgreiddan bát, ásamt náttúrulega flugi. Skattlagning og gjöld á flugið eru það há að það er ekkert hægt að koma niður fargjöldum. Þó höfum við verið að bjóða fargjöld síðastliðna þrjá mánuði með 50 prósent afslætti,“ segir Hörður. Hann segir að ríkið verði að taka ákvörðun um hvort niðurgreiða eigi flug til Vestmannaeyja. „Ég skil það að Vestmanneyingar þurfa, eins og aðrir landsmenn, að hafa samgöngur. Ég er ekki að segja að ríkið eigi að gera eitt eða neitt í því. Ef það er talið nauðsynlegt að halda úti flugsamgöngum á einhverja staði verður hið opinbera að koma til með það,“ segir Hörður. Hann bendir á að flug á Bíldudal, Gjögur og Hornafjörð sé niðurgreitt. Hann segir að þrátt fyrir meðgjöf sé erfitt að halda úti flugi til þessara staða. Hörður segist, þrátt fyrir allt, sé fyrir hendi vilji stjórnvalda til að koma til móts við þau félög sem sinna innanlandsflugi. „Jú, ég held það. Þeim aðilum sem hafa með fjárveitingarvaldið að gera, þeim er náttúrulega þröngur stakkur skorinn,“ segir Hörður og bendir á stöðuna sem nú er uppi hjá Icelandair. Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjáraukalaga er lagt til að félaginu verði veitt lán með ríkisábyrgð upp á 16,5 milljarða króna. Eins bendir Hörður á að Air Iceland Connect, dótturfélag Icelandair og umsvifamesti aðilinn á innanlandsflugmarkaði, horfi fram á erfiða tíma. „Flugfélagið Ernir er kannski í dag eitt best stadda félagið í landinu, þrátt fyrir allt,“ segir Hörður. Hann segir það stafa af því að frá upphafi faraldursins hafi félagið notið þess að vera með frambærilegar vélar sem hefi getað flogið verktökum, skipsáhöfnum og annað slíkt. Slíkir farþegar hefðu að öðrum kosti nýtt sér áætlunarflug til og frá Keflavík, en það dróst mikið saman þegar faraldurinn tók að láta á sér kræla hérlendis. Viðtalið við Hörð í heild sinni má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Vestmannaeyjar Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. Þetta kom fram í viðtali við Hörð í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var Hörður spurður hvað þyrfti að gerast svo ákvörðun félagsins yrði dregin til baka. Hann sagði ýmislegt þurfa að koma til. „Samgöngurnar eru samkeppnismarkaður. Við erum bara lítið fjölskyldufyrirtæki sem heldur úti almenningssamgöngum um landið, þar á meðal til Eyja og í samkeppni við niðurgreiddan bát, ásamt náttúrulega flugi. Skattlagning og gjöld á flugið eru það há að það er ekkert hægt að koma niður fargjöldum. Þó höfum við verið að bjóða fargjöld síðastliðna þrjá mánuði með 50 prósent afslætti,“ segir Hörður. Hann segir að ríkið verði að taka ákvörðun um hvort niðurgreiða eigi flug til Vestmannaeyja. „Ég skil það að Vestmanneyingar þurfa, eins og aðrir landsmenn, að hafa samgöngur. Ég er ekki að segja að ríkið eigi að gera eitt eða neitt í því. Ef það er talið nauðsynlegt að halda úti flugsamgöngum á einhverja staði verður hið opinbera að koma til með það,“ segir Hörður. Hann bendir á að flug á Bíldudal, Gjögur og Hornafjörð sé niðurgreitt. Hann segir að þrátt fyrir meðgjöf sé erfitt að halda úti flugi til þessara staða. Hörður segist, þrátt fyrir allt, sé fyrir hendi vilji stjórnvalda til að koma til móts við þau félög sem sinna innanlandsflugi. „Jú, ég held það. Þeim aðilum sem hafa með fjárveitingarvaldið að gera, þeim er náttúrulega þröngur stakkur skorinn,“ segir Hörður og bendir á stöðuna sem nú er uppi hjá Icelandair. Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjáraukalaga er lagt til að félaginu verði veitt lán með ríkisábyrgð upp á 16,5 milljarða króna. Eins bendir Hörður á að Air Iceland Connect, dótturfélag Icelandair og umsvifamesti aðilinn á innanlandsflugmarkaði, horfi fram á erfiða tíma. „Flugfélagið Ernir er kannski í dag eitt best stadda félagið í landinu, þrátt fyrir allt,“ segir Hörður. Hann segir það stafa af því að frá upphafi faraldursins hafi félagið notið þess að vera með frambærilegar vélar sem hefi getað flogið verktökum, skipsáhöfnum og annað slíkt. Slíkir farþegar hefðu að öðrum kosti nýtt sér áætlunarflug til og frá Keflavík, en það dróst mikið saman þegar faraldurinn tók að láta á sér kræla hérlendis. Viðtalið við Hörð í heild sinni má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Vestmannaeyjar Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira