Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2020 12:48 Það er oft fámennt í miðborginni eftir miðnætti um helgar. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mikið hefur verið fjallað um harkaleg hópslagsmál sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið. Talið er mögulegt að um einhvers konar uppgjör hafi verið að ræða á milli hópanna og segir Ásgeir Þór í samtali við Vísi að svo virðist sem að hóparnir hafi verið búnir að ákveða að slást þar sem slagsmálin fóru fram. Því sé ekki hægt að tengja hópslagsmálin við einhvers konar ófremdarástand sem myndist í miðborginni um helgar eftir að skemmti- og veitingastaðir loka klukkan ellefu, og þeir sem þar hafa setið streyma út. Þvert á móti sé ástandið í miðborginni að kvöldi til um helgar með hinu bærilegasta móti fyrir lögreglumenn. „Ég er búinn að fá hverja myndina á fætur hver annari eftir þessi föstudags- og laugardagskvöld þar sem að lögreglumenn eru einir í miðbænum um tólf-leytið,“ segir Ásgeir Þór. Máli sínu til stuðnings vísar hann í tölfræði sem lögreglan hefur tekið saman um fjölda brota í miðborginni frá miðnætti til klukkan sex á morgna á virkum dögum og um helgar það sem af er ári, samanborið við sama tímabil árin 2017 til 2019. Líkt og sjá má hefur brotum um helgar fækkað mjög, en hafa þarf í huga að skemmti- og veitingastaðir hafa ýmist verið lokaðir eða verið með skertan opnunartíma á talsverðum hluta þess árs vegna kórónuveirufaraldursins. Aðspurður um hverjar hann telji ástæður þess að bærinn tæmist svo fljótt telur Ásgeir mögulegt að auðveldara sé fyrir þá sem skelli sér í bæinn á kvöldin að komast heim klukkan ellefu, en um miðja nótt í venjulegu árferði. „Kannski er þetta fýsilegur kostur að einhverjir fara að djamma eftir vinnu og svo hringja þeir í krakkann eða maka og viðkomandi kemur og sækir þá bara. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Þarna eru almenningssamgöngurnar líka í fullum gangi. Bærinn tæmist bara yfirleitt fljótt. Ég tala nú ekki um þegar við erum að fara inn í haustið og veturinn þegar fer að kólna þá á hann eftir að tæmast enn þá hraðar. Við erum búin að fara í gegnum sumarið og samt hefur þetta verið svona,“ segir Ásgeir Þór. Samfélagið þurfi að spyrja sig hvernig menningin eigi að vera Telur Ásgeir Þór að það verði fróðlegt að gera upp afbrotatölfræði fyrir þetta tímabil þegar faraldurinn verði yfirstaðinn. „Það er kannski eitthvað sem við sem samfélag þurfum aðeins að velta fyrir okkur. Þegar það verður gert upp, hvaða brotum fjölgar, hvaða brotum fækkar og hvernig er menningin? Er þetta betra fyrir okkur sem heild eða er þetta verra? Breytingar í þessum efnum séu hins vegar ekki eitthvað sem lögreglan eigi að ákveða, og ekki heldur eigendur skemmti- og veitingastaða. Samfélagið þurfi að spyrja sig þeirrar spurningar hvernig það vilji að menningin á næturlífinu sé. „Hvernig viljum við hafa miðbæinn? Viljum við hafa þarna standandi partý, líkamsárásir og nauðganir inn á börum eða viljum við sleppa því?“ Hér að neðan má sjá innslag kvöldfrétta Stöðvar 2 um hópslagsmálin. Myndefnið af slagsmálunum er fengið frá Fréttablaðinu. Lögreglumál Lögreglan Næturlíf Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05 Fjórir handteknir og þrír á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbænum Fjórir eru í haldi lögreglu eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slagsmálin. 30. ágúst 2020 13:38 Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mikið hefur verið fjallað um harkaleg hópslagsmál sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið. Talið er mögulegt að um einhvers konar uppgjör hafi verið að ræða á milli hópanna og segir Ásgeir Þór í samtali við Vísi að svo virðist sem að hóparnir hafi verið búnir að ákveða að slást þar sem slagsmálin fóru fram. Því sé ekki hægt að tengja hópslagsmálin við einhvers konar ófremdarástand sem myndist í miðborginni um helgar eftir að skemmti- og veitingastaðir loka klukkan ellefu, og þeir sem þar hafa setið streyma út. Þvert á móti sé ástandið í miðborginni að kvöldi til um helgar með hinu bærilegasta móti fyrir lögreglumenn. „Ég er búinn að fá hverja myndina á fætur hver annari eftir þessi föstudags- og laugardagskvöld þar sem að lögreglumenn eru einir í miðbænum um tólf-leytið,“ segir Ásgeir Þór. Máli sínu til stuðnings vísar hann í tölfræði sem lögreglan hefur tekið saman um fjölda brota í miðborginni frá miðnætti til klukkan sex á morgna á virkum dögum og um helgar það sem af er ári, samanborið við sama tímabil árin 2017 til 2019. Líkt og sjá má hefur brotum um helgar fækkað mjög, en hafa þarf í huga að skemmti- og veitingastaðir hafa ýmist verið lokaðir eða verið með skertan opnunartíma á talsverðum hluta þess árs vegna kórónuveirufaraldursins. Aðspurður um hverjar hann telji ástæður þess að bærinn tæmist svo fljótt telur Ásgeir mögulegt að auðveldara sé fyrir þá sem skelli sér í bæinn á kvöldin að komast heim klukkan ellefu, en um miðja nótt í venjulegu árferði. „Kannski er þetta fýsilegur kostur að einhverjir fara að djamma eftir vinnu og svo hringja þeir í krakkann eða maka og viðkomandi kemur og sækir þá bara. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Þarna eru almenningssamgöngurnar líka í fullum gangi. Bærinn tæmist bara yfirleitt fljótt. Ég tala nú ekki um þegar við erum að fara inn í haustið og veturinn þegar fer að kólna þá á hann eftir að tæmast enn þá hraðar. Við erum búin að fara í gegnum sumarið og samt hefur þetta verið svona,“ segir Ásgeir Þór. Samfélagið þurfi að spyrja sig hvernig menningin eigi að vera Telur Ásgeir Þór að það verði fróðlegt að gera upp afbrotatölfræði fyrir þetta tímabil þegar faraldurinn verði yfirstaðinn. „Það er kannski eitthvað sem við sem samfélag þurfum aðeins að velta fyrir okkur. Þegar það verður gert upp, hvaða brotum fjölgar, hvaða brotum fækkar og hvernig er menningin? Er þetta betra fyrir okkur sem heild eða er þetta verra? Breytingar í þessum efnum séu hins vegar ekki eitthvað sem lögreglan eigi að ákveða, og ekki heldur eigendur skemmti- og veitingastaða. Samfélagið þurfi að spyrja sig þeirrar spurningar hvernig það vilji að menningin á næturlífinu sé. „Hvernig viljum við hafa miðbæinn? Viljum við hafa þarna standandi partý, líkamsárásir og nauðganir inn á börum eða viljum við sleppa því?“ Hér að neðan má sjá innslag kvöldfrétta Stöðvar 2 um hópslagsmálin. Myndefnið af slagsmálunum er fengið frá Fréttablaðinu.
Lögreglumál Lögreglan Næturlíf Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05 Fjórir handteknir og þrír á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbænum Fjórir eru í haldi lögreglu eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slagsmálin. 30. ágúst 2020 13:38 Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05
Fjórir handteknir og þrír á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbænum Fjórir eru í haldi lögreglu eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slagsmálin. 30. ágúst 2020 13:38
Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55