Eftirlitsblæti sjálfskipaðra riddara frelsisins Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 15:30 Tillaga Sjálfstæðisflokksins um fjölgun eftirlitsmyndavéla í úthverfum borgarinnar var felld af meirihlutanum í borgarráði í gær. Sjálfstæðisflokknum í borginni er sérstaklega umhugað um að ala á óöryggi og óánægju. Þetta mál er hluti af þeirri pólitík. Notkun á eftirlitsmyndavélum getur haft í för með sér að fólk fer að upplifa sig sem hugsanlegt skotmark þeirra sem vilja fylgja öllum reglum með stálhnefa á meðan raunverulegir glæpir færast út fyrir sjónarsvið myndavélanna. Slíkt getur líka skapað vantraust milli íbúa og yfirvalda. Ef efla þarf öryggi eru margar betri leiðir í boði. Ofnotkun eftirlitsmyndavéla til að sefa stjórnmálamenn með eftirlitsblæti skapar falskt öryggi sem gagnast almenningi ekkert heldur þvert á móti gengur gegn hagsmunum fólks. Það er með Sjálfstæðisflokkinn í þessu máli eins og öðrum að verulegt ósamræmi er milli hljóðs og myndar. Þau segja eitt, gera annað og segja svo eitthvað allt annað og neita fyrir að hafa nokkurn tímann gert hitt. Telja sig hafa fundið upp frelsið en kalla svo ítrekað eftir að almenningur búi í eftirlitssamfélagi. Sama sagan gildir um samgöngumálin þar sem meirihluti borgarstjórnarflokksins talar gegn framtíðinni, umhverfinu og fjölbreyttari ferðamátum en vilja frekar ,,efla strætó” eins og það sé ekki nákvæmlega það sem verið er að gera. Þau vilja bara ekki kalla það borgarlínu. Og svo talar flokkurinn á þingi og í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur fyrir samgöngusamningi á höfuðborgarsvæðinu á meðan borgarstjórnarflokkurinn er á móti. Reykjavík er harðlega gagnrýnd af sama borgarstjórnarflokki fyrir mikla skuldasöfnun en ekkert er minnst á nágrannasveitarfélögin sem eru leidd af Sjálfstæðisflokknum og hafa hlutfallslega mun hærri skuldir. Þetta er ein ástæðan fyrir því að ekki er hægt að vinna með þessum flokki. Þú veist nefnilega ekkert hvað þú færð þegar þú kýst Sjálfstæðisflokkinn. Minnsti snefill af hugmyndafræði fær að víkja fyrir hentistefnu hverju sinni. Vandræðagangurinn er svo mikill að Sjálfstæðisflokkurinn endaði á því að sitja hjá við afgreiðslu eigin tillögu. Ætla ég annars að taka undir með orðum Áslaugar Örnu, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem ég tel eiga vel við: ,,Þeir sem tala fyrir (...) auknum eftirlitsiðnaði og auknu regluverki geta ekki skreytt sig með frjálslyndisfjöðrum. (...) Jafnvel þótt þeir detti öðru hvoru inn á eitt og eitt mál sem kalla mætti frelsismál, þá fellur það í skuggann af stjórnlyndinu sem þeir boða á hverjum degi.” Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Tillaga Sjálfstæðisflokksins um fjölgun eftirlitsmyndavéla í úthverfum borgarinnar var felld af meirihlutanum í borgarráði í gær. Sjálfstæðisflokknum í borginni er sérstaklega umhugað um að ala á óöryggi og óánægju. Þetta mál er hluti af þeirri pólitík. Notkun á eftirlitsmyndavélum getur haft í för með sér að fólk fer að upplifa sig sem hugsanlegt skotmark þeirra sem vilja fylgja öllum reglum með stálhnefa á meðan raunverulegir glæpir færast út fyrir sjónarsvið myndavélanna. Slíkt getur líka skapað vantraust milli íbúa og yfirvalda. Ef efla þarf öryggi eru margar betri leiðir í boði. Ofnotkun eftirlitsmyndavéla til að sefa stjórnmálamenn með eftirlitsblæti skapar falskt öryggi sem gagnast almenningi ekkert heldur þvert á móti gengur gegn hagsmunum fólks. Það er með Sjálfstæðisflokkinn í þessu máli eins og öðrum að verulegt ósamræmi er milli hljóðs og myndar. Þau segja eitt, gera annað og segja svo eitthvað allt annað og neita fyrir að hafa nokkurn tímann gert hitt. Telja sig hafa fundið upp frelsið en kalla svo ítrekað eftir að almenningur búi í eftirlitssamfélagi. Sama sagan gildir um samgöngumálin þar sem meirihluti borgarstjórnarflokksins talar gegn framtíðinni, umhverfinu og fjölbreyttari ferðamátum en vilja frekar ,,efla strætó” eins og það sé ekki nákvæmlega það sem verið er að gera. Þau vilja bara ekki kalla það borgarlínu. Og svo talar flokkurinn á þingi og í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur fyrir samgöngusamningi á höfuðborgarsvæðinu á meðan borgarstjórnarflokkurinn er á móti. Reykjavík er harðlega gagnrýnd af sama borgarstjórnarflokki fyrir mikla skuldasöfnun en ekkert er minnst á nágrannasveitarfélögin sem eru leidd af Sjálfstæðisflokknum og hafa hlutfallslega mun hærri skuldir. Þetta er ein ástæðan fyrir því að ekki er hægt að vinna með þessum flokki. Þú veist nefnilega ekkert hvað þú færð þegar þú kýst Sjálfstæðisflokkinn. Minnsti snefill af hugmyndafræði fær að víkja fyrir hentistefnu hverju sinni. Vandræðagangurinn er svo mikill að Sjálfstæðisflokkurinn endaði á því að sitja hjá við afgreiðslu eigin tillögu. Ætla ég annars að taka undir með orðum Áslaugar Örnu, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem ég tel eiga vel við: ,,Þeir sem tala fyrir (...) auknum eftirlitsiðnaði og auknu regluverki geta ekki skreytt sig með frjálslyndisfjöðrum. (...) Jafnvel þótt þeir detti öðru hvoru inn á eitt og eitt mál sem kalla mætti frelsismál, þá fellur það í skuggann af stjórnlyndinu sem þeir boða á hverjum degi.” Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun