„Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 09:37 Donald Trump, forseti, fór um víðan völl í ræðu sinni, sem í grunninn snerist um að allt færi til fjandans ef hann tapar forsetakosningunum. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. Hann gerði Biden og Demókrötum upp ýmsar skoðanir um lögregluna, orkuframleiðslu, fóstureyðingar og fleira og sakaði þá jafnvel um að vilja „rústa“ úthverfum Bandaríkjanna. Fjölmiðlar vestanhafs sem hafa kannað sannleiksgildi ræðu forsetans hafa meðal annars lýst henni sem „flóðbylgju ósanninda“. Trump er einnig sagður hafa eignað sér afrek annarra og hefur hann jafnvel verið kallaður „raðlygari“. Hér má sjá blaðamanninn Daniel Dale, sem vinnur fyrir CNN, hlaupa yfir ósannindi Trump í ræðunni með Anderson Cooper. Hann hefur fylgst með Trump, frá því hann opinberaði framboð sitt, hlustað á og lesið ræður hans og nánast öll hans ummæli og borið þau saman við raunveruleikann. Lengri útgáfu má sjá hér. Hell of a thing to watch CNN's @ddale8 fact-check the cascade of lies from Trump's speech. pic.twitter.com/aRQuHf0qE5— Oliver Darcy (@oliverdarcy) August 28, 2020 Trump flutti ræðu sína frá lóð Hvíta hússins en hann hefur verið sakaður um að beita ríkinu og opinberu fé í kosningabaráttu sinni og hunsa alfarið venjur og reglur sem eiga að koma í veg fyrir það. Hann storkaði þar að auki viðmiðum eigin ríkisstjórnar um sóttvarnir þar sem hann flutti ræðu fyrir fyrir allt að 1.500 manns sem sátu þétt saman og voru ekki með grímur. Skimun hafði ekki farið fram, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í ræðu sinni fór forsetinn um víðan völl en grunnurinn í ræðu hans, eins og í svo mörgum ræðum í vikunni, var að ef Bandaríkjamenn hleypa Biden í Hvíta húsið, muni allt fara til fjandans. Það var sömuleiðis grunnur flestra ræðna Demókrata í síðustu viku. Að fjögur ár til viðbótar af forsetatíð Trump, myndi fara verulega illa með Bandaríkin. Trump, sem fyrir fjórum árum staðhæfði að hann einn gæti lagað Bandaríkin, sagðist hafa varið fyrsta kjörtímabili sínu í að bæta þann skaða sem Biden hafði valdið á sínum tæpu fimm áratugum í Washington DC. Þetta væru mikilvægustu kosningar í sögu Bandaríkjanna. Hann hét því að bóluefni við Covid-19 væri handan við hornið og lofaði sigri gegn veirunni, sem hefur dregið rúmlega 180 þúsund manns til dauða, svo vitað sé, meira en í nokkru öðru ríki. Sjá einnig: Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Alla vikuna hafa Repúblikanar talað eins og faraldrinum sé þegar lokið. Trump, með syni sínum og nafna og Melaniu eiginkonu sinni.AP/Evan Vucci Reyndi ekki að lægja öldurnar Það vakti mikla athygli að í ræðu sinni gerði Trump ekki minnst tilraun til að lægja öldurnar sem ganga yfir Bandaríkin í formi mótmæla gegn kerfisbundnum rasisma og lögregluofbeldi. Hann kallaði ekki eftir sameiningu og gagnrýndi þess í stað borgar- og ríkisstjóra Demókrata og kenndi þeim um ástandið. „Ykkar atkvæði munu ákveða hvort við verjum löghlýðinna borgara eða gefum ofbeldisfullum anarkistum og glæpamönnum sem ógna borgurum okkar frjálsar hendur. Þessar kosningar munu ákveða hvort við verjum bandaríska lifnaðarhætti eða leyfum róttækum öflum að rústa þeim,“ sagði Trump. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að fara um of víðan völl í of langri ræðu sinni. Politico vitnar meðal annars í stuðningsmenn hans sem segja ræðuna hafa misst marks og hann hafi flakkað um of á milli málefna. Ræðu Trump í heild sinni má sjá hér. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. Hann gerði Biden og Demókrötum upp ýmsar skoðanir um lögregluna, orkuframleiðslu, fóstureyðingar og fleira og sakaði þá jafnvel um að vilja „rústa“ úthverfum Bandaríkjanna. Fjölmiðlar vestanhafs sem hafa kannað sannleiksgildi ræðu forsetans hafa meðal annars lýst henni sem „flóðbylgju ósanninda“. Trump er einnig sagður hafa eignað sér afrek annarra og hefur hann jafnvel verið kallaður „raðlygari“. Hér má sjá blaðamanninn Daniel Dale, sem vinnur fyrir CNN, hlaupa yfir ósannindi Trump í ræðunni með Anderson Cooper. Hann hefur fylgst með Trump, frá því hann opinberaði framboð sitt, hlustað á og lesið ræður hans og nánast öll hans ummæli og borið þau saman við raunveruleikann. Lengri útgáfu má sjá hér. Hell of a thing to watch CNN's @ddale8 fact-check the cascade of lies from Trump's speech. pic.twitter.com/aRQuHf0qE5— Oliver Darcy (@oliverdarcy) August 28, 2020 Trump flutti ræðu sína frá lóð Hvíta hússins en hann hefur verið sakaður um að beita ríkinu og opinberu fé í kosningabaráttu sinni og hunsa alfarið venjur og reglur sem eiga að koma í veg fyrir það. Hann storkaði þar að auki viðmiðum eigin ríkisstjórnar um sóttvarnir þar sem hann flutti ræðu fyrir fyrir allt að 1.500 manns sem sátu þétt saman og voru ekki með grímur. Skimun hafði ekki farið fram, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í ræðu sinni fór forsetinn um víðan völl en grunnurinn í ræðu hans, eins og í svo mörgum ræðum í vikunni, var að ef Bandaríkjamenn hleypa Biden í Hvíta húsið, muni allt fara til fjandans. Það var sömuleiðis grunnur flestra ræðna Demókrata í síðustu viku. Að fjögur ár til viðbótar af forsetatíð Trump, myndi fara verulega illa með Bandaríkin. Trump, sem fyrir fjórum árum staðhæfði að hann einn gæti lagað Bandaríkin, sagðist hafa varið fyrsta kjörtímabili sínu í að bæta þann skaða sem Biden hafði valdið á sínum tæpu fimm áratugum í Washington DC. Þetta væru mikilvægustu kosningar í sögu Bandaríkjanna. Hann hét því að bóluefni við Covid-19 væri handan við hornið og lofaði sigri gegn veirunni, sem hefur dregið rúmlega 180 þúsund manns til dauða, svo vitað sé, meira en í nokkru öðru ríki. Sjá einnig: Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Alla vikuna hafa Repúblikanar talað eins og faraldrinum sé þegar lokið. Trump, með syni sínum og nafna og Melaniu eiginkonu sinni.AP/Evan Vucci Reyndi ekki að lægja öldurnar Það vakti mikla athygli að í ræðu sinni gerði Trump ekki minnst tilraun til að lægja öldurnar sem ganga yfir Bandaríkin í formi mótmæla gegn kerfisbundnum rasisma og lögregluofbeldi. Hann kallaði ekki eftir sameiningu og gagnrýndi þess í stað borgar- og ríkisstjóra Demókrata og kenndi þeim um ástandið. „Ykkar atkvæði munu ákveða hvort við verjum löghlýðinna borgara eða gefum ofbeldisfullum anarkistum og glæpamönnum sem ógna borgurum okkar frjálsar hendur. Þessar kosningar munu ákveða hvort við verjum bandaríska lifnaðarhætti eða leyfum róttækum öflum að rústa þeim,“ sagði Trump. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að fara um of víðan völl í of langri ræðu sinni. Politico vitnar meðal annars í stuðningsmenn hans sem segja ræðuna hafa misst marks og hann hafi flakkað um of á milli málefna. Ræðu Trump í heild sinni má sjá hér.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira