Blaðamönnum frá DV fjölgar á Fréttablaðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2020 13:30 Fréttablaðið hefur undanfarið ár sankað að sér blaðamönnum frá DV. Vísir/Vilhelm Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. Í burðarliðnum er sameining Fréttablaðsins og DV þar sem aðeins er beðið samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Segja má að Fréttablaðið taki forskot á samrunann með ráðningu Einars Þórs sem hittir fyrir fjölmarga fyrrum kollega af DV á Fréttablaðinu. Ari Brynjólfsson, Björn Þorfinnsson, Kristinn Haukur Guðnason og Aníta Estíva hafa þegar horfið frá DV til Fréttablaðsins og Hringbrautar auk Kristjóns Kormáks Guðjónssonar. Tilkynnt var um stórar breytingar í ritstjórateyminu hjá Fréttablaðinu og Hringbraut. Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, og Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, ritstjóra vefs Fréttablaðsins, var sagt upp störfum. Kristján Kormákur var tilkynntur sem einn ritstjóri vefs Hringbrautar og Fréttablaðsins. Einar Þór Sigurðsson er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. „Það eru spennandi tímar í vændum hjá Torgi og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið. Mitt hlutverk verður að taka þátt í frekari uppbyggingu á vefmiðlum Torgs, Fréttablaðinu og Hringbraut, undir stjórn Kristjóns Kormáks sem ég þekki vel frá því að við vorum saman á DV. Hjá Torgi starfa margir af bestu blaðamönnum landsins og það er heiður að slást í lið með svo öflugum hópi fólks.“ Einar hafði starfað á DV samfleytt frá árinu 2007 þar sem hann var blaðamaður, fréttastjóri og síðar aðstoðarritstjóri. Hann er með B.A gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Kristjón segir að Einar muni fyrst um sinn gegna stöðu blaðamanns á vefsíðum Hringbrautar og Fréttablaðsins. Hann sé mikill fengur og reynslubolti. Einar Þór er ekki sá eini sem yfirgefur herbúðir DV þessa dagana. Guðmundur R. Einarsson, markaðs- og þróunarstjóri DV, er sömuleiðis hættur störfum. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. Í burðarliðnum er sameining Fréttablaðsins og DV þar sem aðeins er beðið samþykkis Samkeppniseftirlitsins. Segja má að Fréttablaðið taki forskot á samrunann með ráðningu Einars Þórs sem hittir fyrir fjölmarga fyrrum kollega af DV á Fréttablaðinu. Ari Brynjólfsson, Björn Þorfinnsson, Kristinn Haukur Guðnason og Aníta Estíva hafa þegar horfið frá DV til Fréttablaðsins og Hringbrautar auk Kristjóns Kormáks Guðjónssonar. Tilkynnt var um stórar breytingar í ritstjórateyminu hjá Fréttablaðinu og Hringbraut. Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, og Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, ritstjóra vefs Fréttablaðsins, var sagt upp störfum. Kristján Kormákur var tilkynntur sem einn ritstjóri vefs Hringbrautar og Fréttablaðsins. Einar Þór Sigurðsson er genginn til liðs við Fréttablaðið og Hringbraut. „Það eru spennandi tímar í vændum hjá Torgi og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið. Mitt hlutverk verður að taka þátt í frekari uppbyggingu á vefmiðlum Torgs, Fréttablaðinu og Hringbraut, undir stjórn Kristjóns Kormáks sem ég þekki vel frá því að við vorum saman á DV. Hjá Torgi starfa margir af bestu blaðamönnum landsins og það er heiður að slást í lið með svo öflugum hópi fólks.“ Einar hafði starfað á DV samfleytt frá árinu 2007 þar sem hann var blaðamaður, fréttastjóri og síðar aðstoðarritstjóri. Hann er með B.A gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Kristjón segir að Einar muni fyrst um sinn gegna stöðu blaðamanns á vefsíðum Hringbrautar og Fréttablaðsins. Hann sé mikill fengur og reynslubolti. Einar Þór er ekki sá eini sem yfirgefur herbúðir DV þessa dagana. Guðmundur R. Einarsson, markaðs- og þróunarstjóri DV, er sömuleiðis hættur störfum.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira