„Það þurfti að taka andlitið af mér í aðgerðinni“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2020 10:30 Ward er hann meiddist í landsleiknum afdrifaríka. vísir/getty Líf íþróttamannsins Sam Ward breyttist fyrir lífstíð í leik á síðasta ári. Þá mátti hann þakka fyrir að halda auga sem hann reyndar sér ekki með í dag. Ward spilar bandí með breska landsliðinu og hann var að spila landsleik gegn Malasíu í undankeppni ÓL í nóvember er áfallið dundi yfir. Hann hafði skorað tvisvar í leiknum er hann varð fyrir hræðilegum meiðslum. Liðsfélagi hans var að taka skot og ekki tókst betur til en svo að boltinn fór beint í vinstra augað á Ward. „Það eru fjórur járnplötur og 31 ein skrúfa sem halda andlitinu á mér saman,“ segir Ward en hann er blindur á vinstra auganu og augnbotninn brotnaði þess utan. „Vinstri hlið andlitsins brotnaði bara. Sársaukinn var rosalegur og ég komst ekki í aðgerð í tíu daga út af bólgunum. Þar var bara andlitið tekið af mér. Ég var skorinn frá eyra í eyra og andlitið tekið af mér svo hægt væri að koma öllu þessu dóti fyrir. Svo var ég bara heftaður saman. Myndirnar af þessu eru viðbjóðslegar en þeir skiluðu frábæru verki.“ Á þessum tímapunkti hélt Ward að ferlinum væri lokið en hann snéri aftur í síðasta mánuði og ætlar að reyna að komast aftur í landsliðið þar sem hann var lykilmaður. „Ekkert væri sætara en að komast aftur í landsliðið eftir þetta og með mína fötlun. Ég er betri en ég átti von á en það er mikil vinna fram undan.“ Íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira
Líf íþróttamannsins Sam Ward breyttist fyrir lífstíð í leik á síðasta ári. Þá mátti hann þakka fyrir að halda auga sem hann reyndar sér ekki með í dag. Ward spilar bandí með breska landsliðinu og hann var að spila landsleik gegn Malasíu í undankeppni ÓL í nóvember er áfallið dundi yfir. Hann hafði skorað tvisvar í leiknum er hann varð fyrir hræðilegum meiðslum. Liðsfélagi hans var að taka skot og ekki tókst betur til en svo að boltinn fór beint í vinstra augað á Ward. „Það eru fjórur járnplötur og 31 ein skrúfa sem halda andlitinu á mér saman,“ segir Ward en hann er blindur á vinstra auganu og augnbotninn brotnaði þess utan. „Vinstri hlið andlitsins brotnaði bara. Sársaukinn var rosalegur og ég komst ekki í aðgerð í tíu daga út af bólgunum. Þar var bara andlitið tekið af mér. Ég var skorinn frá eyra í eyra og andlitið tekið af mér svo hægt væri að koma öllu þessu dóti fyrir. Svo var ég bara heftaður saman. Myndirnar af þessu eru viðbjóðslegar en þeir skiluðu frábæru verki.“ Á þessum tímapunkti hélt Ward að ferlinum væri lokið en hann snéri aftur í síðasta mánuði og ætlar að reyna að komast aftur í landsliðið þar sem hann var lykilmaður. „Ekkert væri sætara en að komast aftur í landsliðið eftir þetta og með mína fötlun. Ég er betri en ég átti von á en það er mikil vinna fram undan.“
Íþróttir Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira