Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2020 10:14 Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Aðalvarðstjóri í almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir þá stund runna upp að Íslendingar hætti öllum handaböndum og kossaflensi vegna kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast frá Tenerife. Greint hefur verið frá því að ítalskur læknir sem var á Tenerife sé smitaður af Covid-19 sjúkdómnum og hafi verið á hóteli á Tenerife sem Íslendingar voru á. Um er að ræða hótelið H10 Costa Adeje Palace-hótelið en þar eru sjö Íslendingar sagðir í sóttkví. Rögnvaldur segir borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins nú vinna að því að fá þessar fregnir staðfestar. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Vita sagði við Vísi fyrr í morgun að sjö Íslendingar væru í sóttkví á hótelinu.Sjá einnig: Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Ekki hefur verið gripið til sérstakra ráðstafana á Keflavíkurflugvelli að sögn Rögnvaldar umfram það að huga að handþvotti og almennu hreinlæti til að forðast smit. Meðan formleg staðfesting fæst ekki á fréttunum þá verður ekki gripið til frekari viðbragða, en það gæti breyst eftir því sem líður á daginn. Rögnvaldur segir faraldurinn kominn á þann stað að nú ættu Íslendingar að hætta öllum handaböndum og kossaflensi. Handþvottur ætti að vera reglulegur ásamt öðrum þrifum meðan þetta gengur yfir. Búið er að koma upp sérstökum gám við bráðamóttökuna í Fossvogi sem nýttur verður til að meðhöndla sjúklinga sem grunaðir eru um að vera smitaðir af Covid-19.Vísir/vilhelm Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendingar á Ítalíu og Tenerife til að fylgjast með fyrirmælum stjórnvalda á svæðinu og jafnframt fylgjast með fréttum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu vegna fregna af nýjum tilfellum COVID-19 veirunnar. „Íslendingar erlendis geta skráð sig í gagnagrunn borgaraþjónustunnar til að láta vita af sér og fá sendar upplýsingar ef aðstæður breytast. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið help@mfa.is. Utanríkisráðuneytið gefur almennt ekki út ferðaviðvaranir en bendir í staðinn á ferðaviðvaranir utanríkisráðuneyta grannríkjanna, sérstaklega Norðurlandanna og Bretlands. Sóttvarnalæknir ræður ferðamönnum frá ónauðsynlegum ferðum til Kína og ítölsku héraðanna Lombardia, Veneto, Emilia-Romagna og Piedmont.“ Leiðbeiningar til almennings Handhreinsun og hreinlæti kringum augu, nef og munn ásamt öruggri meðhöndlun fæðu eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum í þeim tilgangi að draga úr líkum á alvarlegum veikindum. Kórónuveiran sem veldur Covid-19 sjúkdómnum hagar sér í sumu eins og inflúensa, einkenni eru svipuð og smitleiðir áþekkar. Einkenni líkjast helst inflúensusýkingu, hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta o.s.frv. Kórónaveiran Novel getur einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingum og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4.-8. degi veikinda. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmar +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Þessir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Aðalvarðstjóri í almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir þá stund runna upp að Íslendingar hætti öllum handaböndum og kossaflensi vegna kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast frá Tenerife. Greint hefur verið frá því að ítalskur læknir sem var á Tenerife sé smitaður af Covid-19 sjúkdómnum og hafi verið á hóteli á Tenerife sem Íslendingar voru á. Um er að ræða hótelið H10 Costa Adeje Palace-hótelið en þar eru sjö Íslendingar sagðir í sóttkví. Rögnvaldur segir borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins nú vinna að því að fá þessar fregnir staðfestar. Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Vita sagði við Vísi fyrr í morgun að sjö Íslendingar væru í sóttkví á hótelinu.Sjá einnig: Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Ekki hefur verið gripið til sérstakra ráðstafana á Keflavíkurflugvelli að sögn Rögnvaldar umfram það að huga að handþvotti og almennu hreinlæti til að forðast smit. Meðan formleg staðfesting fæst ekki á fréttunum þá verður ekki gripið til frekari viðbragða, en það gæti breyst eftir því sem líður á daginn. Rögnvaldur segir faraldurinn kominn á þann stað að nú ættu Íslendingar að hætta öllum handaböndum og kossaflensi. Handþvottur ætti að vera reglulegur ásamt öðrum þrifum meðan þetta gengur yfir. Búið er að koma upp sérstökum gám við bráðamóttökuna í Fossvogi sem nýttur verður til að meðhöndla sjúklinga sem grunaðir eru um að vera smitaðir af Covid-19.Vísir/vilhelm Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendingar á Ítalíu og Tenerife til að fylgjast með fyrirmælum stjórnvalda á svæðinu og jafnframt fylgjast með fréttum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu vegna fregna af nýjum tilfellum COVID-19 veirunnar. „Íslendingar erlendis geta skráð sig í gagnagrunn borgaraþjónustunnar til að láta vita af sér og fá sendar upplýsingar ef aðstæður breytast. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið help@mfa.is. Utanríkisráðuneytið gefur almennt ekki út ferðaviðvaranir en bendir í staðinn á ferðaviðvaranir utanríkisráðuneyta grannríkjanna, sérstaklega Norðurlandanna og Bretlands. Sóttvarnalæknir ræður ferðamönnum frá ónauðsynlegum ferðum til Kína og ítölsku héraðanna Lombardia, Veneto, Emilia-Romagna og Piedmont.“ Leiðbeiningar til almennings Handhreinsun og hreinlæti kringum augu, nef og munn ásamt öruggri meðhöndlun fæðu eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum í þeim tilgangi að draga úr líkum á alvarlegum veikindum. Kórónuveiran sem veldur Covid-19 sjúkdómnum hagar sér í sumu eins og inflúensa, einkenni eru svipuð og smitleiðir áþekkar. Einkenni líkjast helst inflúensusýkingu, hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta o.s.frv. Kórónaveiran Novel getur einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingum og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4.-8. degi veikinda. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmar +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Þessir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55