Sér eftir því hvernig Liverpool tæklaði kynþáttaníð Suarez á sínum tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 09:00 Patrice Evra fagnar sigri Man Utd á Liverpool fyrir framan Suarez. Vísir/Getty Damien Comolli, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, segist sjá eftir því hvernig félagið höndlaði atvikið þegar Luis Suarez gerðist sekur um kynþáttaníð í garð Patrice Evra, þáverandi leikmanns Manchester United. Comolli var í starfi hjá Liverpool frá árinu 2010 til 2012. Fór hann yfir tíma sinn hjá félaginu í hlaðvarpsþætti David Ornstein sem starfar á The Athletic. Comolli, sem er franskur ríkisborgari líkt og Evra, segir að dómgreind allra sem tengdust Liverpool á þessum tíma hafi litast af rígnum á milli félaganna. Í kjölfar atviksins hafi Liverpool mætt út í upphitun gegn Wigan Athletic í sérstökum bolum sem sýndu að þeir studdu allir við bakið á Suarez. Þá hélt Liverpool áfram að verja framherjann þó svo að enska knattspyrnusambandið væri búið að dæma hann vegna málsins. Fresh detail from Damien Comolli on: - Suarez/Evra storm - FSG takeover (says in podcast Gordon tried to buy #LFC previously) - Henry, Werner + rise of Edwards - Inside Henderson signing - How Torres/Carrol happened With @JamesPearceLFC for @TheAthleticUKhttps://t.co/hR6MbapsrH— David Ornstein (@David_Ornstein) February 27, 2020 „Viðbrögð okkar voru þúsund sinnum verri en þau hefðu átt að vera þar sem þetta var Manchester United,“ sagði Comolli til að mynda um viðbrögð Liverpool við atvikinu. Sjá einnig: Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Suarez var á endanum dæmdur í átta leikja bann. Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, fékk sömu refsingu nú á dögunum en hann var dæmdur í átta leikja bann eftir að hafa gerst sekur um kynþáttaníð í garð Jonathan Leko, leikmanns Charlton Athletic, í september á síðasta ári. „Ég sé eftir öllu. Ég sé eftir hugarfari okkar, hvernig við nálguðumst atvikið í fjölmiðlum.“ sagði Comolli við Ornstein áður en hann hélt áfram. „Þetta var það versta sem ég hef upplifað í starfi. Við einangruðum okkur frá umheiminum og það var það versta sem við gátum gert. Við hefðum átt að fá utanaðkomandi aðila til að aðstoða okkur. Bæði sviði lögfræðinnar sem og með ímynd okkar,“ sagði Comolli enn fremur. Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool og varafyrirliði liðsins á þessari örlagaríku leiktíð, bað Evra opinberlega afsökunar fyrr í vetur og lýsti stuttermabolunum sem „skelfilegum mistökum.“ Evra fékk einnig skriflega afsökunarbeiðni frá Peter Moore, núverandi framkvæmdastjóra Liverpool. „Eina afsökunin sem ég finn, ef afsökun skyldi kalla, er sú að enginn okkar hafði lent í atviki sem þessu áður og við vissum því ekki hvernig við áttum að bregðast við. Við höfðum ekkert til að byggja á. Meira að segja eigendurnir stóðu með Suarez. Þetta var rangt í alla staði,"“ sagði Comolli að lokum. Comolli átti vissulega erfitt uppdráttar hjá Liverpool en hann var þó í starfi þegar liðið keypti Suarez sem var frábær fyrir félagið þrátt fyrir þetta umdeilda atvik. Þá var Comolli einnig einn af þeim sem gaf grænt ljós á að kaupa Jordan Henderson frá Sunderland. Enski miðjumaðurinn var lengi vel í ónáð stuðningsmanna félagsins en nú er hann fyrirliði og stefnir í að hann lyfti enska meistaratitlinum á komandi vikum. Enski boltinn Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Fleiri fréttir „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Damien Comolli, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, segist sjá eftir því hvernig félagið höndlaði atvikið þegar Luis Suarez gerðist sekur um kynþáttaníð í garð Patrice Evra, þáverandi leikmanns Manchester United. Comolli var í starfi hjá Liverpool frá árinu 2010 til 2012. Fór hann yfir tíma sinn hjá félaginu í hlaðvarpsþætti David Ornstein sem starfar á The Athletic. Comolli, sem er franskur ríkisborgari líkt og Evra, segir að dómgreind allra sem tengdust Liverpool á þessum tíma hafi litast af rígnum á milli félaganna. Í kjölfar atviksins hafi Liverpool mætt út í upphitun gegn Wigan Athletic í sérstökum bolum sem sýndu að þeir studdu allir við bakið á Suarez. Þá hélt Liverpool áfram að verja framherjann þó svo að enska knattspyrnusambandið væri búið að dæma hann vegna málsins. Fresh detail from Damien Comolli on: - Suarez/Evra storm - FSG takeover (says in podcast Gordon tried to buy #LFC previously) - Henry, Werner + rise of Edwards - Inside Henderson signing - How Torres/Carrol happened With @JamesPearceLFC for @TheAthleticUKhttps://t.co/hR6MbapsrH— David Ornstein (@David_Ornstein) February 27, 2020 „Viðbrögð okkar voru þúsund sinnum verri en þau hefðu átt að vera þar sem þetta var Manchester United,“ sagði Comolli til að mynda um viðbrögð Liverpool við atvikinu. Sjá einnig: Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Suarez var á endanum dæmdur í átta leikja bann. Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, fékk sömu refsingu nú á dögunum en hann var dæmdur í átta leikja bann eftir að hafa gerst sekur um kynþáttaníð í garð Jonathan Leko, leikmanns Charlton Athletic, í september á síðasta ári. „Ég sé eftir öllu. Ég sé eftir hugarfari okkar, hvernig við nálguðumst atvikið í fjölmiðlum.“ sagði Comolli við Ornstein áður en hann hélt áfram. „Þetta var það versta sem ég hef upplifað í starfi. Við einangruðum okkur frá umheiminum og það var það versta sem við gátum gert. Við hefðum átt að fá utanaðkomandi aðila til að aðstoða okkur. Bæði sviði lögfræðinnar sem og með ímynd okkar,“ sagði Comolli enn fremur. Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool og varafyrirliði liðsins á þessari örlagaríku leiktíð, bað Evra opinberlega afsökunar fyrr í vetur og lýsti stuttermabolunum sem „skelfilegum mistökum.“ Evra fékk einnig skriflega afsökunarbeiðni frá Peter Moore, núverandi framkvæmdastjóra Liverpool. „Eina afsökunin sem ég finn, ef afsökun skyldi kalla, er sú að enginn okkar hafði lent í atviki sem þessu áður og við vissum því ekki hvernig við áttum að bregðast við. Við höfðum ekkert til að byggja á. Meira að segja eigendurnir stóðu með Suarez. Þetta var rangt í alla staði,"“ sagði Comolli að lokum. Comolli átti vissulega erfitt uppdráttar hjá Liverpool en hann var þó í starfi þegar liðið keypti Suarez sem var frábær fyrir félagið þrátt fyrir þetta umdeilda atvik. Þá var Comolli einnig einn af þeim sem gaf grænt ljós á að kaupa Jordan Henderson frá Sunderland. Enski miðjumaðurinn var lengi vel í ónáð stuðningsmanna félagsins en nú er hann fyrirliði og stefnir í að hann lyfti enska meistaratitlinum á komandi vikum.
Enski boltinn Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Fleiri fréttir „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn