Lampard: Harry Maguire hefði átt að fá rauða spjaldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 08:00 Harry Maguire og Michy Batshuayi liggja í grasinu eftir atvikið en bekkurinn hjá Chelsea trompast. Getty/Chris Lee Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, skilur ekki hvernig enski landsliðsmiðvörðurinn Harry Maguire fékk að klára fyrr hálfleikinn þegar Manchester United sótti þrjú stig á Stamford Bridge í gær. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, slapp með skrekkinn í fyrri hálfleik á móti Chelsea og Maguire gerði síðan út um leikinn með því að koma Manchester United í 2-0 í þeim síðari. United's Harry Maguire should have been sent off, says Frank Lampard | By @jonathanliewhttps://t.co/a3eWPfgKXV— Guardian sport (@guardian_sport) February 17, 2020 Það var atvik milli Harry Maguire og Michy Batshuayi í fyrri hálfleiknum sem virtist gefa tilefni til að senda Maguire snemma í sturtu. Harry Maguire sparkaði þá í klofið á Batshuayi eftir að þeir höfðu lent í árekstri við hliðarlínuna. Varsjáin tók það hins vegar fyrir og Harry Maguire fékk enga refsingu. „Maguire hefði átt að fá rauða spjaldið. Það er klárt og auðvitað breytir það leiknum. Þetta var röng ákvörðun og allir sem ég hef talað við hafa sagt það sama,“ sagði Frank Lampard. Harry Maguire stays on after this challenge and then scores vs. Chelsea pic.twitter.com/inrj86JFSI— ESPN FC (@ESPNFC) February 17, 2020 „Það er erfiðara að sætta sig við svona mistök nú þegar við erum með VAR. Svona ákvarðanir skipta öllu máli. Við erum komin með VAR til að það sé hægt að taka á svona hlutum. Skoða þetta aftur og frá fleiri sjónarhornum. Ég skil heldur ekki af hverju dómararnir skoða ekki skjáinn sjálfir,“ sagði Lampard. Maguire kom sjálfum sér til varnar eftir leikinn og sagði að hann að þetta hafi verið fyrirbyggjandi hjá sér. „Ég veit að ég fór í hann. Mér fannst hann ætla að detta ofan á mig og náttúruleg viðbrögð mín voru að rétta úr fætinum til að stoppa hann. Ég var ekki að sparka í hann og ég ætlaði ekki að meiða hann. Ég bað hann afsökunar og það var gott að sjá að dómarinn tók skynsamlega á þessu,“ sagði Harry Maguire. Staðan var markalaus þegar atvikið gerðist. Manchester United kom í 1-0 fyrir hálfleik og Harry Maguire innsiglaði síðan sigurinn með skallamarki í seinni hálfleiknum. Harry Maguire didn’t get sent off for this pic.twitter.com/PW0x7nZozn— B/R Football (@brfootball) February 17, 2020 Enski boltinn Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Í beinni: Valur - Haukar | Nýkrýndir Evrópubikarmeistarar leika til úrslita Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Í beinni: Man. City - Bournemouth | De Bruyne kveður Etihad Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Sjá meira
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, skilur ekki hvernig enski landsliðsmiðvörðurinn Harry Maguire fékk að klára fyrr hálfleikinn þegar Manchester United sótti þrjú stig á Stamford Bridge í gær. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, slapp með skrekkinn í fyrri hálfleik á móti Chelsea og Maguire gerði síðan út um leikinn með því að koma Manchester United í 2-0 í þeim síðari. United's Harry Maguire should have been sent off, says Frank Lampard | By @jonathanliewhttps://t.co/a3eWPfgKXV— Guardian sport (@guardian_sport) February 17, 2020 Það var atvik milli Harry Maguire og Michy Batshuayi í fyrri hálfleiknum sem virtist gefa tilefni til að senda Maguire snemma í sturtu. Harry Maguire sparkaði þá í klofið á Batshuayi eftir að þeir höfðu lent í árekstri við hliðarlínuna. Varsjáin tók það hins vegar fyrir og Harry Maguire fékk enga refsingu. „Maguire hefði átt að fá rauða spjaldið. Það er klárt og auðvitað breytir það leiknum. Þetta var röng ákvörðun og allir sem ég hef talað við hafa sagt það sama,“ sagði Frank Lampard. Harry Maguire stays on after this challenge and then scores vs. Chelsea pic.twitter.com/inrj86JFSI— ESPN FC (@ESPNFC) February 17, 2020 „Það er erfiðara að sætta sig við svona mistök nú þegar við erum með VAR. Svona ákvarðanir skipta öllu máli. Við erum komin með VAR til að það sé hægt að taka á svona hlutum. Skoða þetta aftur og frá fleiri sjónarhornum. Ég skil heldur ekki af hverju dómararnir skoða ekki skjáinn sjálfir,“ sagði Lampard. Maguire kom sjálfum sér til varnar eftir leikinn og sagði að hann að þetta hafi verið fyrirbyggjandi hjá sér. „Ég veit að ég fór í hann. Mér fannst hann ætla að detta ofan á mig og náttúruleg viðbrögð mín voru að rétta úr fætinum til að stoppa hann. Ég var ekki að sparka í hann og ég ætlaði ekki að meiða hann. Ég bað hann afsökunar og það var gott að sjá að dómarinn tók skynsamlega á þessu,“ sagði Harry Maguire. Staðan var markalaus þegar atvikið gerðist. Manchester United kom í 1-0 fyrir hálfleik og Harry Maguire innsiglaði síðan sigurinn með skallamarki í seinni hálfleiknum. Harry Maguire didn’t get sent off for this pic.twitter.com/PW0x7nZozn— B/R Football (@brfootball) February 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Í beinni: Valur - Haukar | Nýkrýndir Evrópubikarmeistarar leika til úrslita Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Í beinni: Man. City - Bournemouth | De Bruyne kveður Etihad Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn