Keane valdi aðeins tvo leikmenn Liverpool | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2020 11:30 Carragher og Keane börðust oft inn á vellinum hér áður fyrr. Vísir/Football365 Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United, og Jaime Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, voru saman í stúdíóinu hjá Sky Sports í Monday Night Football í gær þegar leikur Chelsea og Manchester United var sýndur. Reyndu þeir að setja saman sameiginlegt lið Manchester United frá 1999 og Liverpool í dag. Roy Keane valdi á endanum aðeins tvo leikmenn Liverpool í sitt lið. Raunar eftir langa umhugsun var hann kominn niður í einn. Sameiginlegt lið Roy Keane Það fór því eðlilega allt í háaloft í kjölfarið. Gallinn við samanburðinn er að sjálfsögðu sá að Manchester United liðið spilaði nær eingöngu 4-4-2 á meðan Liverpool leikur 4-3-3. Skemmtileg umræða myndaðist í kringum hægri bakvarðarstöðuna en Gary Neville er að sjálfsögðu venjulega með Carragher í Monday Night Football.Carragher vildi þó meina að Trent Alexander-Arnold hefði vinninginn einfaldlega vegna þess hve gífurlega mikilvægur hann er Liverpool liðinu í dag og hversu mikil áhrif hann hefur á spilamennsku liðsins. Keane var á endanum sammála, en samt ekki. Miðverðirnir völdu sig nánast sjálfir og var Virgil van Dijk eini leikmaður Liverpool sem Keane var viss um að kæmist í Man Utd liðið frá 1999. Hann var þó ekki sammála að Van Dijk væri betri en Jaap Stam. Þá voru þeir báðir sammála um að setja Keane sjálfan inn í liðið en Carragher sagði að fjögurra manna miðja Man Utd á þessum tíma (1999) líklega þá bestu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Carragher vildi þó stilla liðinu upp í 4-3-3 á meðan Keane valdi miðjuna eins og hún lagði sig í sitt lið. Carragher valdi á endanum aðeins fjóra leikmenn Liverpool í sitt lið. „Ég veit bara ekki hvar við komum hinum Man Utd leikmönnunum fyrir. Til dæmis Ryan Giggs,“ sagði Keane eftir að hafa fyllt miðjuna af leikmönnum sem spiluðu 1999. „Ryan Giggs kemst ekki í mitt lið,“ svaraði Carragher snögglega. Þá fyrst fór að hitna í kolunum. Keane vildi halda Dwight Yorke og Andy Cole saman frammi og notaði rökin að ef það væri bara verið að dæma leikmenn yfir þetta staka tímabil þá yrðu þeir að vera saman frammi. Írinn sagði að ef Liverpool myndi vinna þrennuna, líkt og United gerði, þá myndi hann mögulega íhuga að skipta um skoðun. Hann sagði þó að hann myndi aðeins bæta við tveimur Liverpool mönnum ef þeim tækist að vinna alla þrjá bikarana sem eru í boði. Að lokum var stigafjöldi liðanna ræddur en Man Utd endaði með 79 stig þegar tímabilinu lauk, Liverpool er með 76 núna og fer nánast örugglega yfir 100 stiga múrinn. „Þegar þú vinnur deildina færðu eina medalíu, þú snýrð henni ekki við og það stendur hvað þú vannst deildina með mörgum stigum,“ var svar Keane við þeim ummælum. Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Todd Cantwell eftirsóttur | Liverpool líklegast Talið er að ríkjandi Evrópu- og verðandi Englandsmeistarar Liverpool séu líklegasti áfangastaður hins unga Todd Cantwell þegar félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeildarinnar opnar aftur í sumar. 17. febrúar 2020 17:00 Liverpool mætti tapa síðustu þrettán leikjum sínum en United gæti samt ekki náð þeim Þótt að Liverpool fengi ekki stig í viðbót í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þá yrði liðið samt fyrir ofan Manchester United. Það eru liðin 29 ár síðan að Liverpool endaði ofar en United á tveimur tímabilum í röð. 17. febrúar 2020 15:30 Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00 Solskjær saknar þess enn að spila Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, fór yfir víðan völl í viðtal við Sky Sports á dögunum. 17. febrúar 2020 06:30 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United, og Jaime Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, voru saman í stúdíóinu hjá Sky Sports í Monday Night Football í gær þegar leikur Chelsea og Manchester United var sýndur. Reyndu þeir að setja saman sameiginlegt lið Manchester United frá 1999 og Liverpool í dag. Roy Keane valdi á endanum aðeins tvo leikmenn Liverpool í sitt lið. Raunar eftir langa umhugsun var hann kominn niður í einn. Sameiginlegt lið Roy Keane Það fór því eðlilega allt í háaloft í kjölfarið. Gallinn við samanburðinn er að sjálfsögðu sá að Manchester United liðið spilaði nær eingöngu 4-4-2 á meðan Liverpool leikur 4-3-3. Skemmtileg umræða myndaðist í kringum hægri bakvarðarstöðuna en Gary Neville er að sjálfsögðu venjulega með Carragher í Monday Night Football.Carragher vildi þó meina að Trent Alexander-Arnold hefði vinninginn einfaldlega vegna þess hve gífurlega mikilvægur hann er Liverpool liðinu í dag og hversu mikil áhrif hann hefur á spilamennsku liðsins. Keane var á endanum sammála, en samt ekki. Miðverðirnir völdu sig nánast sjálfir og var Virgil van Dijk eini leikmaður Liverpool sem Keane var viss um að kæmist í Man Utd liðið frá 1999. Hann var þó ekki sammála að Van Dijk væri betri en Jaap Stam. Þá voru þeir báðir sammála um að setja Keane sjálfan inn í liðið en Carragher sagði að fjögurra manna miðja Man Utd á þessum tíma (1999) líklega þá bestu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Carragher vildi þó stilla liðinu upp í 4-3-3 á meðan Keane valdi miðjuna eins og hún lagði sig í sitt lið. Carragher valdi á endanum aðeins fjóra leikmenn Liverpool í sitt lið. „Ég veit bara ekki hvar við komum hinum Man Utd leikmönnunum fyrir. Til dæmis Ryan Giggs,“ sagði Keane eftir að hafa fyllt miðjuna af leikmönnum sem spiluðu 1999. „Ryan Giggs kemst ekki í mitt lið,“ svaraði Carragher snögglega. Þá fyrst fór að hitna í kolunum. Keane vildi halda Dwight Yorke og Andy Cole saman frammi og notaði rökin að ef það væri bara verið að dæma leikmenn yfir þetta staka tímabil þá yrðu þeir að vera saman frammi. Írinn sagði að ef Liverpool myndi vinna þrennuna, líkt og United gerði, þá myndi hann mögulega íhuga að skipta um skoðun. Hann sagði þó að hann myndi aðeins bæta við tveimur Liverpool mönnum ef þeim tækist að vinna alla þrjá bikarana sem eru í boði. Að lokum var stigafjöldi liðanna ræddur en Man Utd endaði með 79 stig þegar tímabilinu lauk, Liverpool er með 76 núna og fer nánast örugglega yfir 100 stiga múrinn. „Þegar þú vinnur deildina færðu eina medalíu, þú snýrð henni ekki við og það stendur hvað þú vannst deildina með mörgum stigum,“ var svar Keane við þeim ummælum. Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Todd Cantwell eftirsóttur | Liverpool líklegast Talið er að ríkjandi Evrópu- og verðandi Englandsmeistarar Liverpool séu líklegasti áfangastaður hins unga Todd Cantwell þegar félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeildarinnar opnar aftur í sumar. 17. febrúar 2020 17:00 Liverpool mætti tapa síðustu þrettán leikjum sínum en United gæti samt ekki náð þeim Þótt að Liverpool fengi ekki stig í viðbót í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þá yrði liðið samt fyrir ofan Manchester United. Það eru liðin 29 ár síðan að Liverpool endaði ofar en United á tveimur tímabilum í röð. 17. febrúar 2020 15:30 Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00 Solskjær saknar þess enn að spila Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, fór yfir víðan völl í viðtal við Sky Sports á dögunum. 17. febrúar 2020 06:30 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Sjá meira
Todd Cantwell eftirsóttur | Liverpool líklegast Talið er að ríkjandi Evrópu- og verðandi Englandsmeistarar Liverpool séu líklegasti áfangastaður hins unga Todd Cantwell þegar félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeildarinnar opnar aftur í sumar. 17. febrúar 2020 17:00
Liverpool mætti tapa síðustu þrettán leikjum sínum en United gæti samt ekki náð þeim Þótt að Liverpool fengi ekki stig í viðbót í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þá yrði liðið samt fyrir ofan Manchester United. Það eru liðin 29 ár síðan að Liverpool endaði ofar en United á tveimur tímabilum í röð. 17. febrúar 2020 15:30
Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00
Solskjær saknar þess enn að spila Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, fór yfir víðan völl í viðtal við Sky Sports á dögunum. 17. febrúar 2020 06:30
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn