Júlíanahátíðin haldin í Stykkishólmi í áttunda sinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 14:22 Rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir situr hér í Gömlu kirkjunni í Stykkishólmi. Hún er ein fjölmargra rithöfunda sem tekið hafa þátt í Júlíönuhátíðinni í gegnum árin. Vísir/Júlíönuhátíðin Dagana 27.-29.febrúar næstkomandi verður bókahátíðin Júlíana hátíð sögu og bóka haldin í Stykkishólmi. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin en dagskráin einkennist af þátttöku bæjarbúa og gesta í dagskrá. Í fréttatilkynningu segir að hátíðin sé unnin af undirbúningsnefnd kvenna sem allar eigi það sameiginlegt að tengjast Hólminum sterkum böndum. Viðfangsefni hátíðarinnar í ár er „Hin hliðin fjölbreytileiki lífsins.“ Hátíðin hefst með formlegri opnun á fimmtudagskvöldið í Vatnasafninu. Á föstudeginum verður dagskrá víðs vegar um bæinn. Má þar nefna að í Grunnskóla Stykkishólms mun rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir vinna með nemendum eldri deilda að skapandi skrifum. Þá verður sögustund fyrir börnin á leikskólanum. Sýning á myndverkum nemenda yngri deilda Grunnskólans í Stykkishólmi verður í versluninni Skipavík. Í Bókaverzlun Breiðafjarðar verður boðið upp á sögustund og tónlist í tveimur betri stofum um kvöldin. Þá mun hópur fólks lesa bókina Mánasteinn eftir rithöfundinn Sjón. Á laugardeginum mun Sjón hitta fyrir leshópinn og halda erindi í gömlu kirkjunni í bænum. Þá mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjalla um maddömu Guðrúnu Sveinbjarnardóttur og eins mun Lilja Sigurðardóttir rithöfundur fjalla um verk sín. Á laugardagskvöldið verða tónleikar með hljómsveitinni Ylju. Júlíanahátíðin var valin á lista ásamt fimm öðrum hátíðum hjá Eyrarrósinni sem framúrskarandi menningarviðburður. ,,Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu,“ segir Gréta Sigurðardóttir, ein forsvarskvenna í undirbúningsnefnd. Með henni í nefndinni í ár eru einnig Dagbjört Höskuldsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Sólrún Sigurðardóttir og Þórunn Sigþórsdóttir. Öll vinna við hátíðina er unnin í sjálfboðastarfi. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á Facebooksíðu hátíðarinnar. Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Dagana 27.-29.febrúar næstkomandi verður bókahátíðin Júlíana hátíð sögu og bóka haldin í Stykkishólmi. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin en dagskráin einkennist af þátttöku bæjarbúa og gesta í dagskrá. Í fréttatilkynningu segir að hátíðin sé unnin af undirbúningsnefnd kvenna sem allar eigi það sameiginlegt að tengjast Hólminum sterkum böndum. Viðfangsefni hátíðarinnar í ár er „Hin hliðin fjölbreytileiki lífsins.“ Hátíðin hefst með formlegri opnun á fimmtudagskvöldið í Vatnasafninu. Á föstudeginum verður dagskrá víðs vegar um bæinn. Má þar nefna að í Grunnskóla Stykkishólms mun rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir vinna með nemendum eldri deilda að skapandi skrifum. Þá verður sögustund fyrir börnin á leikskólanum. Sýning á myndverkum nemenda yngri deilda Grunnskólans í Stykkishólmi verður í versluninni Skipavík. Í Bókaverzlun Breiðafjarðar verður boðið upp á sögustund og tónlist í tveimur betri stofum um kvöldin. Þá mun hópur fólks lesa bókina Mánasteinn eftir rithöfundinn Sjón. Á laugardeginum mun Sjón hitta fyrir leshópinn og halda erindi í gömlu kirkjunni í bænum. Þá mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjalla um maddömu Guðrúnu Sveinbjarnardóttur og eins mun Lilja Sigurðardóttir rithöfundur fjalla um verk sín. Á laugardagskvöldið verða tónleikar með hljómsveitinni Ylju. Júlíanahátíðin var valin á lista ásamt fimm öðrum hátíðum hjá Eyrarrósinni sem framúrskarandi menningarviðburður. ,,Við erum afar stolt af þessari viðurkenningu,“ segir Gréta Sigurðardóttir, ein forsvarskvenna í undirbúningsnefnd. Með henni í nefndinni í ár eru einnig Dagbjört Höskuldsdóttir, Nanna Guðmundsdóttir, Sólrún Sigurðardóttir og Þórunn Sigþórsdóttir. Öll vinna við hátíðina er unnin í sjálfboðastarfi. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á Facebooksíðu hátíðarinnar.
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“