Umræðan um Wuhan-veiruna ekki stormur í vatnsglasi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. febrúar 2020 13:13 Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Vísir/Baldur Hrafnkell Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. Hótelstjóri segir útbreiðslu veirunnar hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og ætla má að hún setji áform kínverskra flugfélaga í uppnám. Þrátt fyrir að engar vísbendingar séu uppi um að Wuhan-kórónaveiran sé komin hingað til lands eru íslensk stjórnvöld í viðbragðsstöðu. Þannig var Samhæfingarmiðstöð almannavarna virkjuð á föstudag, til vonar og vara, og Landspítalinn hefur hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af veirunni. Þannig stendur til að setja upp gámaeiningu upp með það fyrir augum að taka á móti smituðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir enda nauðsynlegt að taka faraldurinn alvarlega. „Þá eru þetta tölur sem svipar mjög til SARS faraldursins 2002. Tölur um útbreiðslu og smithæfni eru svipaðar eins og sást við spænsku veikina 1918, þó ég ætli ekki að líkja þeim saman. Þetta eru blákaldar tölur og það verður að taka þeim alvarlega,“ sagði Þórólfur. Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri hjá Almannavörnum tekur í sama streng. „Ég hef fengið spurninguna er þetta ekki allt of harkalegt, getum við ekki beðið, svar mitt við því er nei. Einfaldlega vegna þess að við erum viku-hálfum mánuði á undan. Þannig að þegar og ef hlutirnir gerast erum við reiðubúin,“ sagði Hjálmar. Ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri íslensk-kínverska viðskiptaráðsins óttast að þetta hafi áhrif á áætlanir kínverskra flugfélaga. „Þetta þýðir auðvitað að áætlanir um fjölgun kínverskra ferðamanna á árinu, sem margir í ferðaþjónustunni hafa bundið miklar vonir við, eru í uppnámi. Kínverskt flugfélag ætlaði að hefja flug hingað í mars, mér finnst sennilegt að það frestist,“ segir Ólafur.Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, segir Wuhan-veiruna þungt högg fyrir ferðaþjónustuna.„Skammtíma áhrifin eru mjög mikil, febrúar er mikill ferðamannamánuður. Ég tók saman á hótelinu hjá okkur að það eru um fimm hundruð manns en við erum ekki með hátt hlutfall af Kínverjum. Fyrir hótelin sem eru að gera út á þennan kínverska markað, þá er þetta bara gríðarlegt reiðarslag,“ sagði Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu. Viðtalið við þau fjögur má heyra í heild sinni á Vísi. Heilbrigðismál Kína Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. Hótelstjóri segir útbreiðslu veirunnar hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og ætla má að hún setji áform kínverskra flugfélaga í uppnám. Þrátt fyrir að engar vísbendingar séu uppi um að Wuhan-kórónaveiran sé komin hingað til lands eru íslensk stjórnvöld í viðbragðsstöðu. Þannig var Samhæfingarmiðstöð almannavarna virkjuð á föstudag, til vonar og vara, og Landspítalinn hefur hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af veirunni. Þannig stendur til að setja upp gámaeiningu upp með það fyrir augum að taka á móti smituðum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir enda nauðsynlegt að taka faraldurinn alvarlega. „Þá eru þetta tölur sem svipar mjög til SARS faraldursins 2002. Tölur um útbreiðslu og smithæfni eru svipaðar eins og sást við spænsku veikina 1918, þó ég ætli ekki að líkja þeim saman. Þetta eru blákaldar tölur og það verður að taka þeim alvarlega,“ sagði Þórólfur. Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri hjá Almannavörnum tekur í sama streng. „Ég hef fengið spurninguna er þetta ekki allt of harkalegt, getum við ekki beðið, svar mitt við því er nei. Einfaldlega vegna þess að við erum viku-hálfum mánuði á undan. Þannig að þegar og ef hlutirnir gerast erum við reiðubúin,“ sagði Hjálmar. Ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri íslensk-kínverska viðskiptaráðsins óttast að þetta hafi áhrif á áætlanir kínverskra flugfélaga. „Þetta þýðir auðvitað að áætlanir um fjölgun kínverskra ferðamanna á árinu, sem margir í ferðaþjónustunni hafa bundið miklar vonir við, eru í uppnámi. Kínverskt flugfélag ætlaði að hefja flug hingað í mars, mér finnst sennilegt að það frestist,“ segir Ólafur.Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, segir Wuhan-veiruna þungt högg fyrir ferðaþjónustuna.„Skammtíma áhrifin eru mjög mikil, febrúar er mikill ferðamannamánuður. Ég tók saman á hótelinu hjá okkur að það eru um fimm hundruð manns en við erum ekki með hátt hlutfall af Kínverjum. Fyrir hótelin sem eru að gera út á þennan kínverska markað, þá er þetta bara gríðarlegt reiðarslag,“ sagði Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu. Viðtalið við þau fjögur má heyra í heild sinni á Vísi.
Heilbrigðismál Kína Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira