Svíar komnir á blað í milliriðlinum eftir sigur á Ungverjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2020 21:15 Varnarleikur beggja liða var til fyrirmyndar í kvöld. Vísir/EPA Svíþjóð landaði loks sigri í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta er liðið lagði Ungverja af velli með sex marka mun í Malmö í kvöld. Lokatölur leiksins 24-18 sem þýðir að Noregur hefur þar með tryggt sér sæti í undanúrslitum en Norðmenn lögðu okkur Íslendinga af velli fyrr í dag, 31-28. Svíar voru án sigurs og án stiga fyrir leik sinn gegn Ungverjalandi í kvöld en þeir sænsku höfðu tapað fyrir Portúgal og Noregi. Á sama tíma voru Ungverjar að berjast um sæti í undanúrslitum mótsins. Sóknarleikur beggja liða gekk brösuglega framan af leik í kvöld en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður voru aðeins átta mörk komin í leikinn, fjögur á hvort lið. Það virtist sem liðin yrðu jöfn þegar flautað yrði til hálfleiks en Lucas Pelle skoraði síðasta mark hálfleiksins í blálokin sem þýddi að Svíar voru einu marki yfir þegar flautan gall, staðan þá 10-9. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik en Svíar þó alltaf hænuskrefi á undan Ungverjum. Bence Banhidi tókst þó að jafna metin í stöðunni 18-18 þegar 13 mínútur voru til leiksloka. Eftir það gekk ekkert upp hjá Ungverjum en þeir skoruðu ekki mark síðustu 13 mínútur leiksins á meðan Svíar skoruðu sex. Lauk leiknum því með sex marka sigri Svía, 24-18. Þeirra fyrsti í milliriðlinum. Jim Gottfridson [sjá mynd] og Lucas Pellas skoruðu sex mörk hvor fyrir heimamenn í Svíþjóð. Þá skoraði Zoltán Szita fjögur fyrir Ungverjaland. Svíþjóð mætir Íslandi klukkan 19:30 annað kvöld í lokaleik beggja liða á mótinu. Ungverjar halda enn í von um sæti í undanúrslitum en þeir þurfa sigur gegn Portúgal á morgun sem og að treysta á Norðmenn gegn Slóvenum. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Uppgjör Henrys: Norskt kjaftshögg en guttarnir lýstu upp daginn "Þessi byrjun var okkur til skammar,“ sagði foxillur Guðmundur Guðmundsson við mig eftir leikinn gegn Noregi áðan sem tapaðist, 31-28. Einu sinni sem oftar hitti landsliðsþjálfarinn naglann á höfuðið þar. 21. janúar 2020 20:00 Portúgalir eiga ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslit Slóvenar sigu fram úr undir lokin gegn Portúgölum. 21. janúar 2020 16:40 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Svíþjóð landaði loks sigri í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta er liðið lagði Ungverja af velli með sex marka mun í Malmö í kvöld. Lokatölur leiksins 24-18 sem þýðir að Noregur hefur þar með tryggt sér sæti í undanúrslitum en Norðmenn lögðu okkur Íslendinga af velli fyrr í dag, 31-28. Svíar voru án sigurs og án stiga fyrir leik sinn gegn Ungverjalandi í kvöld en þeir sænsku höfðu tapað fyrir Portúgal og Noregi. Á sama tíma voru Ungverjar að berjast um sæti í undanúrslitum mótsins. Sóknarleikur beggja liða gekk brösuglega framan af leik í kvöld en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður voru aðeins átta mörk komin í leikinn, fjögur á hvort lið. Það virtist sem liðin yrðu jöfn þegar flautað yrði til hálfleiks en Lucas Pelle skoraði síðasta mark hálfleiksins í blálokin sem þýddi að Svíar voru einu marki yfir þegar flautan gall, staðan þá 10-9. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik en Svíar þó alltaf hænuskrefi á undan Ungverjum. Bence Banhidi tókst þó að jafna metin í stöðunni 18-18 þegar 13 mínútur voru til leiksloka. Eftir það gekk ekkert upp hjá Ungverjum en þeir skoruðu ekki mark síðustu 13 mínútur leiksins á meðan Svíar skoruðu sex. Lauk leiknum því með sex marka sigri Svía, 24-18. Þeirra fyrsti í milliriðlinum. Jim Gottfridson [sjá mynd] og Lucas Pellas skoruðu sex mörk hvor fyrir heimamenn í Svíþjóð. Þá skoraði Zoltán Szita fjögur fyrir Ungverjaland. Svíþjóð mætir Íslandi klukkan 19:30 annað kvöld í lokaleik beggja liða á mótinu. Ungverjar halda enn í von um sæti í undanúrslitum en þeir þurfa sigur gegn Portúgal á morgun sem og að treysta á Norðmenn gegn Slóvenum.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45 Uppgjör Henrys: Norskt kjaftshögg en guttarnir lýstu upp daginn "Þessi byrjun var okkur til skammar,“ sagði foxillur Guðmundur Guðmundsson við mig eftir leikinn gegn Noregi áðan sem tapaðist, 31-28. Einu sinni sem oftar hitti landsliðsþjálfarinn naglann á höfuðið þar. 21. janúar 2020 20:00 Portúgalir eiga ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslit Slóvenar sigu fram úr undir lokin gegn Portúgölum. 21. janúar 2020 16:40 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Leik lokið: Noregur - Ísland 31-28 | Martraðarbyrjun varð okkar mönnum að falli Ísland lenti 7-0 undir gegn Noregi og var alltaf í eltingarleik eftir það. 21. janúar 2020 18:45
Uppgjör Henrys: Norskt kjaftshögg en guttarnir lýstu upp daginn "Þessi byrjun var okkur til skammar,“ sagði foxillur Guðmundur Guðmundsson við mig eftir leikinn gegn Noregi áðan sem tapaðist, 31-28. Einu sinni sem oftar hitti landsliðsþjálfarinn naglann á höfuðið þar. 21. janúar 2020 20:00
Portúgalir eiga ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslit Slóvenar sigu fram úr undir lokin gegn Portúgölum. 21. janúar 2020 16:40