Framkvæmdastjórinn hefur trú á að Cintamani opni aftur Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. janúar 2020 16:30 Það var tómlegt um að litast í verslun Cintamani á Laugavegi í dag. Vísir/arnar Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani, segist vongóð um að verslanir fyrirtækisins opni aftur innan tíðar. Stjórn Cintamani sendi frá sér tilkynningu fyrir hádegi í dag þar sem fram kom að fataframleiðandinn hafi verið gefinn upp til gjaldþrotaskipta. Reksturinn hafi gengið brösuglega undanfarin ár og hefur reglulega verið reynt að selja hann. Dagný Guðmundsdóttir reiknar með því að verslanirnar verði keyptar en mikill áhugi sé á þeim.Aðsend Í samtali við Vísi segist Dagný lítið mega tjá sig um framvindu dagsins. Íslandsbanki sé búinn að leysa til sín allar eignir félagsins og hefur nú sett þær á sölu, eins og greint var frá á heimasíðu bankans í hádeginu. Dagný segist vita til þess að áhugi sé á sölunni og að nokkur tilboð hafi borist í eignirnar. Sjá einnig: Sjá fram á betri tíma eftir mögur ár Því segist Dagný ekki gera ráð fyrir öðru en að verslanir Cintamani verði keyptar og opni fljótlega aftur. Fólk sem á gjafakort í versluninni ætti því að geta leyst þau út áður en langt um líður. Aðspurð um hvað þetta þýði fyrir starfsfólk Cintamani segir Dagný ekki geta fullyrt neitt í þeim efnum. Það muni ráðast af söluferlinu. Upplýsingarnar sem fengust frá Íslandsbanka voru á almennum nótum: Eignir Cintamani séu í opnu söluferli í samræmi við verklagsreglur bankans og er ferlið enn yfirstandandi. Tilboðsfrestur er til 3. febrúar næstkomandi og verður tekin afstaða til tilboða eftir 5. febrúar. Frekari upplýsingar sé því ekki hægt að veita á þessari stundu. Gjaldþrot Tíska og hönnun Verslun Tengdar fréttir Hlutafé Cintamani aukið um 300 milljónir Cintamani tapaði tæplega 127 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi fataframleiðandans, borið saman við 13 milljóna króna hagnað árið áður. 3. október 2018 07:30 Sjá fram á betrí tíma eftir mögur ár Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega undanfarin tvö ár. Félagið hefur tvívegis verið sett í söluferli en tilboðum var hafnað. Dagný Guðmundsdóttir tók því nýverið aftur við rekstri fataframleiðandans og hefur ráðist í umtalsverðar breytingar á rekstrinum. 5. desember 2018 08:49 Cintamani er gjaldþrota Stjórn Cintamani hefur gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. 29. janúar 2020 11:46 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani, segist vongóð um að verslanir fyrirtækisins opni aftur innan tíðar. Stjórn Cintamani sendi frá sér tilkynningu fyrir hádegi í dag þar sem fram kom að fataframleiðandinn hafi verið gefinn upp til gjaldþrotaskipta. Reksturinn hafi gengið brösuglega undanfarin ár og hefur reglulega verið reynt að selja hann. Dagný Guðmundsdóttir reiknar með því að verslanirnar verði keyptar en mikill áhugi sé á þeim.Aðsend Í samtali við Vísi segist Dagný lítið mega tjá sig um framvindu dagsins. Íslandsbanki sé búinn að leysa til sín allar eignir félagsins og hefur nú sett þær á sölu, eins og greint var frá á heimasíðu bankans í hádeginu. Dagný segist vita til þess að áhugi sé á sölunni og að nokkur tilboð hafi borist í eignirnar. Sjá einnig: Sjá fram á betri tíma eftir mögur ár Því segist Dagný ekki gera ráð fyrir öðru en að verslanir Cintamani verði keyptar og opni fljótlega aftur. Fólk sem á gjafakort í versluninni ætti því að geta leyst þau út áður en langt um líður. Aðspurð um hvað þetta þýði fyrir starfsfólk Cintamani segir Dagný ekki geta fullyrt neitt í þeim efnum. Það muni ráðast af söluferlinu. Upplýsingarnar sem fengust frá Íslandsbanka voru á almennum nótum: Eignir Cintamani séu í opnu söluferli í samræmi við verklagsreglur bankans og er ferlið enn yfirstandandi. Tilboðsfrestur er til 3. febrúar næstkomandi og verður tekin afstaða til tilboða eftir 5. febrúar. Frekari upplýsingar sé því ekki hægt að veita á þessari stundu.
Gjaldþrot Tíska og hönnun Verslun Tengdar fréttir Hlutafé Cintamani aukið um 300 milljónir Cintamani tapaði tæplega 127 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi fataframleiðandans, borið saman við 13 milljóna króna hagnað árið áður. 3. október 2018 07:30 Sjá fram á betrí tíma eftir mögur ár Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega undanfarin tvö ár. Félagið hefur tvívegis verið sett í söluferli en tilboðum var hafnað. Dagný Guðmundsdóttir tók því nýverið aftur við rekstri fataframleiðandans og hefur ráðist í umtalsverðar breytingar á rekstrinum. 5. desember 2018 08:49 Cintamani er gjaldþrota Stjórn Cintamani hefur gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. 29. janúar 2020 11:46 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Hlutafé Cintamani aukið um 300 milljónir Cintamani tapaði tæplega 127 milljónum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi fataframleiðandans, borið saman við 13 milljóna króna hagnað árið áður. 3. október 2018 07:30
Sjá fram á betrí tíma eftir mögur ár Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega undanfarin tvö ár. Félagið hefur tvívegis verið sett í söluferli en tilboðum var hafnað. Dagný Guðmundsdóttir tók því nýverið aftur við rekstri fataframleiðandans og hefur ráðist í umtalsverðar breytingar á rekstrinum. 5. desember 2018 08:49
Cintamani er gjaldþrota Stjórn Cintamani hefur gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. 29. janúar 2020 11:46