Höskuldur skoraði degi eftir að bróðir hans lést: „Fótboltinn var okkar tenging“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2020 07:00 Höskuldur tileinkaði bróður sínum glæsilegt mark sem hann skoraði í sigri Breiðabliks á ÍA á Akranesi síðasta sumar. vísir/bára Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks, missti bróður sinn síðasta sumar. Hann var aðeins 28 ára þegar hann féll frá. Höskuldur spilaði leik gegn ÍA á Akranesi daginn eftir að bróðir hans lést og skoraði í 1-2 sigri Breiðabliks. Markið má sjá hér fyrir neðan. Höskuldur ræddi um bróðurmissinn í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X977 á laugardaginn. „Þetta er það erfiðasta sem maður hefur lent í og mesta áfallið. Maður er enn að vinna úr þessu,“ sagði Höskuldur. Höskuldur segir að bróðir sinn hafi verið stærsta ástæðan fyrir því að hann byrjaði að æfa fótbolta. „Mig langaði að spila fyrir hann og ég ákvað að fylgja innsæinu. Fótboltinn var okkar tenging. Ég fór í fótbolta út af honum. Við fórum saman út á sparkvöll og hann þjálfaði mig,“ sagði Höskuldur. „Mér fannst voða gott að vinna í sorgarferlinu í gegnum fótboltann og heiðra minningu hans í gegnum þann hlut sem tengdi okkur mest; fótboltann. Þetta var mjög mikilvægt fyrir mig, fjölskyldu mína og alla sem þekktu hann, að skora þetta mark og tileinka honum það.“ Höskuldur ákvað að spila leikinn gegn ÍA þrátt fyrir áfallið daginn áður. „Mig langaði svo að gera það um nóttina þegar ég hugsaði hvort ég ætti að spila leikinn eða ekki. Maður var í sjokk ástandi en mér fannst ég eiga að spila leikinn,“ sagði Höskuldur. „Mörgum fannst þetta skrítið. Ég svaf ekkert um nóttina, borðaði ekkert og það var ekki áskjósanlegt að spila fótboltaleik. En mig langaði svakalega að spila fyrir hann og fjölskylduna. Mér fannst það gott og það var styrkur fyrir fjölskylduna. Þetta er dýrmæt minning.“ Höskuldur var lánaður til Breiðabliks frá Halmstad síðasta vor. Hann skoraði sjö mörk í 20 leikjum í Pepsi Max-deild karla í fyrra og sex mörk í fjórum bikarleikjum. Höskuldur hefur alls leikið 88 leiki fyrir Blika í efstu deild og skorað 18 mörk. Höskuldur er í íslenska A-landsliðinu sem mætir El Salvador og Kanada í tveimur vináttulandsleikjum í þessari viku. Viðtalið við Höskuld má hlusta á hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks, missti bróður sinn síðasta sumar. Hann var aðeins 28 ára þegar hann féll frá. Höskuldur spilaði leik gegn ÍA á Akranesi daginn eftir að bróðir hans lést og skoraði í 1-2 sigri Breiðabliks. Markið má sjá hér fyrir neðan. Höskuldur ræddi um bróðurmissinn í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X977 á laugardaginn. „Þetta er það erfiðasta sem maður hefur lent í og mesta áfallið. Maður er enn að vinna úr þessu,“ sagði Höskuldur. Höskuldur segir að bróðir sinn hafi verið stærsta ástæðan fyrir því að hann byrjaði að æfa fótbolta. „Mig langaði að spila fyrir hann og ég ákvað að fylgja innsæinu. Fótboltinn var okkar tenging. Ég fór í fótbolta út af honum. Við fórum saman út á sparkvöll og hann þjálfaði mig,“ sagði Höskuldur. „Mér fannst voða gott að vinna í sorgarferlinu í gegnum fótboltann og heiðra minningu hans í gegnum þann hlut sem tengdi okkur mest; fótboltann. Þetta var mjög mikilvægt fyrir mig, fjölskyldu mína og alla sem þekktu hann, að skora þetta mark og tileinka honum það.“ Höskuldur ákvað að spila leikinn gegn ÍA þrátt fyrir áfallið daginn áður. „Mig langaði svo að gera það um nóttina þegar ég hugsaði hvort ég ætti að spila leikinn eða ekki. Maður var í sjokk ástandi en mér fannst ég eiga að spila leikinn,“ sagði Höskuldur. „Mörgum fannst þetta skrítið. Ég svaf ekkert um nóttina, borðaði ekkert og það var ekki áskjósanlegt að spila fótboltaleik. En mig langaði svakalega að spila fyrir hann og fjölskylduna. Mér fannst það gott og það var styrkur fyrir fjölskylduna. Þetta er dýrmæt minning.“ Höskuldur var lánaður til Breiðabliks frá Halmstad síðasta vor. Hann skoraði sjö mörk í 20 leikjum í Pepsi Max-deild karla í fyrra og sex mörk í fjórum bikarleikjum. Höskuldur hefur alls leikið 88 leiki fyrir Blika í efstu deild og skorað 18 mörk. Höskuldur er í íslenska A-landsliðinu sem mætir El Salvador og Kanada í tveimur vináttulandsleikjum í þessari viku. Viðtalið við Höskuld má hlusta á hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó