Múlalundur ósáttur við grímukönnun ASÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 15:12 Múlalundur er vinnustofa SÍBS og er staðsettur við Reykjalund í Mosfellsbæ. Þar starfar fólk með skerta starfsorku. vísir/vilhelm Framkvæmdastóri vinnustofunnar Múlalundar segir nýlega verðkönnun ASÍ á grímum vera ranga. Verðið sem ASÍ greindi frá standist ekki skoðun, það sé í raun helmingi lægra. Talsmaður verðlagseftirlits ASÍ segir hins vegar ánægjulegt að sjá að Múlalundur hafi lækkað verðið á grímunum sínum - eftir heimsókn verðlagseftirlitsins. ASÍ kynnti niðurstöður verðkönnunar sinnar í gær. Hún ber með sér töluverðan verðmun á einnota þriggja laga grímum milli fyrirtækja, en erfitt geti þó reynst að gera nákvæman samanburð vegna þess hve grímurnar eru mismunandi. Það væri þó engu að síður mat verðlagseftirlitsins að ódýrstu grímurnar sé finna í Costco, 42 krónur gríman, en það hæsta í Eirberg, 298 krónur gríman. Í sömu könnun kom fram að Múlalundur byði 50 grímu pakka á 9498 krónur, eða 190 krónur fyrir hverja grímu. Sigurður Viktor Úlfarsson, framkvæmdastjóri Múlalundar, segir þessar tölur þó ekki halda vatni. „Verð á sóttvarnargrímum á Múlalundi vinnustofu SÍBS er 950 kr. fyrir 10 grímur og 3.790 kr (95 kr. stk.) fyrir 50 grímur (75,2 kr. pr. stk.) og því ekkert svipað því sem fram kemur í verðalagskönnun ASÍ,“ skrifar Sigurður í yfirlýsingu til fjölmiðla. Verð frá birgjum Múlalundar hafi „lækkað mjög undanfarna daga“ að sögn Sigurðar - „og vonandi tekst okkur að lækka okkar verð enn frekar á næstu dögum.“ Verðlækkunin ánægjuleg Af svari Auðar Ölfu Ólafsdóttur, sem fer fyrir verðlagseftirliti ASÍ, til fréttastofu að dæma virðist eftirlitið hins vegar standa við sína könnun. „Það er gott að heyra að Múlalundur hefur tækifæri til að lækka verð á grímunum sínum frá því sem það var þegar könnunin var framkvæmd,“ segir Auður og bætir við það væri ekkert einsdæmi. „Við höfum séð að fleiri söluaðilar hafa lækkað verð á sínum grímum eftir könnunina og er það auðvitað ekkert nema jákvætt. Við hvetjum neytendur áfram til að vera vakandi fyrir verðlagi á grímum og gera verðsamanburð áður en þeir kaupa grímur.“ Auður ræddi könnunina meðal annars í Reykjavík síðdegis í gær og má hlusta á það hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Taugrímur geti verið betri en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur þó ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni. 13. ágúst 2020 11:22 Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Framkvæmdastóri vinnustofunnar Múlalundar segir nýlega verðkönnun ASÍ á grímum vera ranga. Verðið sem ASÍ greindi frá standist ekki skoðun, það sé í raun helmingi lægra. Talsmaður verðlagseftirlits ASÍ segir hins vegar ánægjulegt að sjá að Múlalundur hafi lækkað verðið á grímunum sínum - eftir heimsókn verðlagseftirlitsins. ASÍ kynnti niðurstöður verðkönnunar sinnar í gær. Hún ber með sér töluverðan verðmun á einnota þriggja laga grímum milli fyrirtækja, en erfitt geti þó reynst að gera nákvæman samanburð vegna þess hve grímurnar eru mismunandi. Það væri þó engu að síður mat verðlagseftirlitsins að ódýrstu grímurnar sé finna í Costco, 42 krónur gríman, en það hæsta í Eirberg, 298 krónur gríman. Í sömu könnun kom fram að Múlalundur byði 50 grímu pakka á 9498 krónur, eða 190 krónur fyrir hverja grímu. Sigurður Viktor Úlfarsson, framkvæmdastjóri Múlalundar, segir þessar tölur þó ekki halda vatni. „Verð á sóttvarnargrímum á Múlalundi vinnustofu SÍBS er 950 kr. fyrir 10 grímur og 3.790 kr (95 kr. stk.) fyrir 50 grímur (75,2 kr. pr. stk.) og því ekkert svipað því sem fram kemur í verðalagskönnun ASÍ,“ skrifar Sigurður í yfirlýsingu til fjölmiðla. Verð frá birgjum Múlalundar hafi „lækkað mjög undanfarna daga“ að sögn Sigurðar - „og vonandi tekst okkur að lækka okkar verð enn frekar á næstu dögum.“ Verðlækkunin ánægjuleg Af svari Auðar Ölfu Ólafsdóttur, sem fer fyrir verðlagseftirliti ASÍ, til fréttastofu að dæma virðist eftirlitið hins vegar standa við sína könnun. „Það er gott að heyra að Múlalundur hefur tækifæri til að lækka verð á grímunum sínum frá því sem það var þegar könnunin var framkvæmd,“ segir Auður og bætir við það væri ekkert einsdæmi. „Við höfum séð að fleiri söluaðilar hafa lækkað verð á sínum grímum eftir könnunina og er það auðvitað ekkert nema jákvætt. Við hvetjum neytendur áfram til að vera vakandi fyrir verðlagi á grímum og gera verðsamanburð áður en þeir kaupa grímur.“ Auður ræddi könnunina meðal annars í Reykjavík síðdegis í gær og má hlusta á það hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Taugrímur geti verið betri en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur þó ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni. 13. ágúst 2020 11:22 Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Taugrímur geti verið betri en ekki neitt ef aðstæður leyfa ekki annað Notkun taugríma til að verja sig og aðra fyrir kórónuveirunni kemur þó ekki í staðinn fyrir aðrar einstaklingsbundnar smitvarnir eins halda tveggja metra fjarlægð, handþvottur, almenn smitgát og forðast margmenni. 13. ágúst 2020 11:22
Grímur gætu orðið til þess að fólk innbyrði minna af veirunni Grímunotkun getur orðið til þess að fólk sem smitast af kórónuveirunni innbyrði minna af henni en þeir sem ekki nota grímur. 8. ágúst 2020 21:55
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent