Hetja Liverpool í gær er alvöru Scouser og markið hans minnir marga á byrjun Rooney Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 08:30 Curtis Jones fagnar markiinu sínu í gær. Getty/Clive Brunskill Hver er þessi Curtis Jones sem tryggði Liverpool 1-0 sigur á Everton í enska bikarnum í gær? Fyrsta mark Curtis Jones fyrir æskuklúbbinn sinn var sigurmark á móti nágrönnunum í Everton. Það er erfitt að byrja betur hjá Liverpoolo og ekki síst þegar markið þitt er jafn glæsilegt og raun ber vitni. Knattspyrnusérfræðingar voru strax búnir að finna líkindi með þessari innkomu Curtis Jones og þeirri þegar Wayne Rooney skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton á móti Arsenal á sínum tíma. Curtis Jones var aðeins átján ára og 40 daga gamall í gær og er yngsti markaskorari Liverpool í leik á móti Everton síðan að Robbie Fowler skoraði í Merseyside derby leiknum árið 1994. A Liverpool-born teenager scoring a screamer from 20 yards in a game featuring Everton. Was this Curtis Jones' 'Rooney moment'? Feature https://t.co/JMWIroCoOrpic.twitter.com/FvWFWt5Qwe— BBC Sport (@BBCSport) January 5, 2020 Wayne Rooney var uppalinn hjá Everton og stimplaði sig einn í enska boltann með frábæru marki á móti Arsenal árið 2002. Með markinu endaði hann 30 leikja sigurgöngu Arsenal sem var þá allra besta lið deildarinnar. „Mannstu eftir fyrsta marki Wayne Rooney fyrir Everton? Við erum með sérstakan strák hérna,“ sagði Dion Dublin, fyrrum framherji í ensku úrvalsdeildinni, í þætti á BBC Radio 5 Live. „Ég verð að taka hattinn ofan fyrir þessum strák. Þvílík afgreiðsla og þvílíkt fyrsta mark fyrir sinn æskuklúbb,“ bætti Dublin við. What a crazy day, WOW! Unbelievable feeling scoring my first goal for @LFC but most importantly a great team performance. On to the next.... pic.twitter.com/kUQAaoxsqq— Curtis Jones (@curtisjr_10) January 5, 2020 Varalið Liverpool tókst að slá út Everton og biðin eftir sigri á Anfield lengist því enn. Curtis Jones var ekki einu sinni fæddur þeger Everton vann síðst á Anfield. Alan Shearer var ánægður með viðtal við strákinn eftir leikinn þar sem Curtis Jones sagðist vera pirraður yfir því að fá ekki fleiri tækifæri. Hann nýtti tækifærið sitt í gær. Curtis Jones fæddist í Toxteth hverfinu sem er í miðri Liverpool borg. Hann varð fyrst leikmaður níu ára liðsins og hefur síðan spilað með öllum yngri liðum Liverpool. "I think for me, being a young lad, a local lad and playing for the team that I love and the fans that I love, it’s massive."@curtisjr_10 on battling through illness to score #MerseysideDerby winner...https://t.co/xFxqcM451h— Liverpool FC (@LFC) January 5, 2020 Jones skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamning sinn við Liverpool árið 2018 og kom nokkuð við sögu á undirbúningstímabilinu fyrir 2018-19. Jürgen Klopp talaði þá um það í viðtölum að Curtis Jones væri alvöru Scouser en það er gælunafn mann frá Liverpool svæðinu. Jones fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Liverpool á sama tíma fyrir ári síðan og var þá í byrjunarliðinu í bikartapi á móti Úlfunum. Curtis Jones hefur ekki fengið mörg tækifæri síðan þá en skrifaði undir langtímasamning við Liverpool í ágúst síðastliðnum. Hann var síðan valinn maður leiksins í sigri á MK Dons í enska deildabikarnum og skoraði líka úr vítaspyrnu í vítakeppninni á móti Arsenal í sömu keppni. Fyrsti leikur hans í ensku úrvalsdeildinni kom á móti Bournemouth í desember og hann skoraði síðan fyrsta markið með eftirminnilegum hætti í gær. Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær. Enski boltinn Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Hver er þessi Curtis Jones sem tryggði Liverpool 1-0 sigur á Everton í enska bikarnum í gær? Fyrsta mark Curtis Jones fyrir æskuklúbbinn sinn var sigurmark á móti nágrönnunum í Everton. Það er erfitt að byrja betur hjá Liverpoolo og ekki síst þegar markið þitt er jafn glæsilegt og raun ber vitni. Knattspyrnusérfræðingar voru strax búnir að finna líkindi með þessari innkomu Curtis Jones og þeirri þegar Wayne Rooney skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton á móti Arsenal á sínum tíma. Curtis Jones var aðeins átján ára og 40 daga gamall í gær og er yngsti markaskorari Liverpool í leik á móti Everton síðan að Robbie Fowler skoraði í Merseyside derby leiknum árið 1994. A Liverpool-born teenager scoring a screamer from 20 yards in a game featuring Everton. Was this Curtis Jones' 'Rooney moment'? Feature https://t.co/JMWIroCoOrpic.twitter.com/FvWFWt5Qwe— BBC Sport (@BBCSport) January 5, 2020 Wayne Rooney var uppalinn hjá Everton og stimplaði sig einn í enska boltann með frábæru marki á móti Arsenal árið 2002. Með markinu endaði hann 30 leikja sigurgöngu Arsenal sem var þá allra besta lið deildarinnar. „Mannstu eftir fyrsta marki Wayne Rooney fyrir Everton? Við erum með sérstakan strák hérna,“ sagði Dion Dublin, fyrrum framherji í ensku úrvalsdeildinni, í þætti á BBC Radio 5 Live. „Ég verð að taka hattinn ofan fyrir þessum strák. Þvílík afgreiðsla og þvílíkt fyrsta mark fyrir sinn æskuklúbb,“ bætti Dublin við. What a crazy day, WOW! Unbelievable feeling scoring my first goal for @LFC but most importantly a great team performance. On to the next.... pic.twitter.com/kUQAaoxsqq— Curtis Jones (@curtisjr_10) January 5, 2020 Varalið Liverpool tókst að slá út Everton og biðin eftir sigri á Anfield lengist því enn. Curtis Jones var ekki einu sinni fæddur þeger Everton vann síðst á Anfield. Alan Shearer var ánægður með viðtal við strákinn eftir leikinn þar sem Curtis Jones sagðist vera pirraður yfir því að fá ekki fleiri tækifæri. Hann nýtti tækifærið sitt í gær. Curtis Jones fæddist í Toxteth hverfinu sem er í miðri Liverpool borg. Hann varð fyrst leikmaður níu ára liðsins og hefur síðan spilað með öllum yngri liðum Liverpool. "I think for me, being a young lad, a local lad and playing for the team that I love and the fans that I love, it’s massive."@curtisjr_10 on battling through illness to score #MerseysideDerby winner...https://t.co/xFxqcM451h— Liverpool FC (@LFC) January 5, 2020 Jones skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamning sinn við Liverpool árið 2018 og kom nokkuð við sögu á undirbúningstímabilinu fyrir 2018-19. Jürgen Klopp talaði þá um það í viðtölum að Curtis Jones væri alvöru Scouser en það er gælunafn mann frá Liverpool svæðinu. Jones fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Liverpool á sama tíma fyrir ári síðan og var þá í byrjunarliðinu í bikartapi á móti Úlfunum. Curtis Jones hefur ekki fengið mörg tækifæri síðan þá en skrifaði undir langtímasamning við Liverpool í ágúst síðastliðnum. Hann var síðan valinn maður leiksins í sigri á MK Dons í enska deildabikarnum og skoraði líka úr vítaspyrnu í vítakeppninni á móti Arsenal í sömu keppni. Fyrsti leikur hans í ensku úrvalsdeildinni kom á móti Bournemouth í desember og hann skoraði síðan fyrsta markið með eftirminnilegum hætti í gær. Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær.
Enski boltinn Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira