Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 12:06 Áslaug Arna segir að lausnir séu í sjónmáli í máli Ólafs Helga og að fregna megi vænta frá ráðuneytinu á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið sé hörðum höndum að því að embættið verði starfhæft og vænta megi fregna frá ráðuneytinu á næstu dögum. „Við erum bara að vinna að þessu hörðum höndum að embættið sé starfhæft og erum í mjög góðu sambandi við fólkið og þetta er vinna í ráðuneytinu sem ég get ekki tjáð mig frekar um,“ segir Áslaug í samtali við fréttastofu. Þá segist hún ekki geta tjáð sig um það hvort Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi samþykkt eða neitað að fara til Vestmannaeyja. Óstaðfestar fréttir hafa verið um að Áslaug Arna hafi tilkynnt Ólafi Helga að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. Mikill óróleiki hefur verið vegna starfa Ólafs Helga á Suðurnesjum en hópur yfirmanna þar er sagður vlja losna við hann. Á móti hefur hópurinn verið sakaður um að grafa undan lögreglustjóranum. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fullyrt að fjórir af sjö æðstu embættismönnum embættisins undir stjórn Ólafs Helga vinni gegn honum og haldi meðal annars upplýsingum frá honum. Þá segir að Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur fari fyrir hópi fjórmenninganna sem vilji Ólaf Helga úr embætti og að Alda Hrönn eigi að taka við af honum. Ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með umkvartanir þar sem rakin hafi verið ýmis mál en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmennirnir hafi fundað með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra ráðuneytisins og tveimur aðstoðarmönnum ráðherra. Lýst er vonbrigðum með hvernig ráðuneytið hafi brugðist við. Nú sé þess vænst að dómsmálaráðherra grípi í taumana. Ólafur Helgi hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um hvort hann hafi verið beðinn um að flytja sig um set. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. 30. júlí 2020 12:12 „Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. 29. júlí 2020 19:00 Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Unnið sé hörðum höndum að því að embættið verði starfhæft og vænta megi fregna frá ráðuneytinu á næstu dögum. „Við erum bara að vinna að þessu hörðum höndum að embættið sé starfhæft og erum í mjög góðu sambandi við fólkið og þetta er vinna í ráðuneytinu sem ég get ekki tjáð mig frekar um,“ segir Áslaug í samtali við fréttastofu. Þá segist hún ekki geta tjáð sig um það hvort Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi samþykkt eða neitað að fara til Vestmannaeyja. Óstaðfestar fréttir hafa verið um að Áslaug Arna hafi tilkynnt Ólafi Helga að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. Mikill óróleiki hefur verið vegna starfa Ólafs Helga á Suðurnesjum en hópur yfirmanna þar er sagður vlja losna við hann. Á móti hefur hópurinn verið sakaður um að grafa undan lögreglustjóranum. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fullyrt að fjórir af sjö æðstu embættismönnum embættisins undir stjórn Ólafs Helga vinni gegn honum og haldi meðal annars upplýsingum frá honum. Þá segir að Alda Hrönn Jóhannesdóttir yfirlögfræðingur fari fyrir hópi fjórmenninganna sem vilji Ólaf Helga úr embætti og að Alda Hrönn eigi að taka við af honum. Ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með umkvartanir þar sem rakin hafi verið ýmis mál en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmennirnir hafi fundað með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra ráðuneytisins og tveimur aðstoðarmönnum ráðherra. Lýst er vonbrigðum með hvernig ráðuneytið hafi brugðist við. Nú sé þess vænst að dómsmálaráðherra grípi í taumana. Ólafur Helgi hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um hvort hann hafi verið beðinn um að flytja sig um set.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. 30. júlí 2020 12:12 „Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. 29. júlí 2020 19:00 Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. 30. júlí 2020 12:12
„Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. 29. júlí 2020 19:00
Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02