Lögregla beitti mótmælendur í Beirút táragasi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2020 07:02 Hér má sjá mótmælendur forða sér eftir að lögregla hafði kastað táragashylki í átt að þeim. AP/Hassan Ammar Til átaka kom á milli lögreglunnar í Beirút og mótmælenda í nótt en fólk hópaðist út á götur borgarinnar til að mótmæla landlægri spillingu og óstjórn í Líbanon. Lögreglan beitti táragasi gegn hópi fólks sem hafði safnast saman nærri þinghúsi landsins. Reiði fólksins blossaði upp þegar hin gríðarlega sprenging varð á hafnarsvæðinu síðastliðinn þriðjudag þar sem að minnsta kosti 137 fórust og þúsundir slösuðust. Talið er að um 300 þúsund séu án heimilis eftir sprenginguna. Margir saka stjórnvöld um sinnuleysi í málinu en ítrekað hafði verið bent á hættuna af því að geyma 2750 tonn af ammóníum-nítrati í vöruhúsi við höfnina. Þrátt fyrir það var ekkert að gert og því fór sem fór. Emmanuel Macron Frakklandsforseti heimsótti Beirút í gær og við það tilefni sagði hann ljóst að breytinga væri þörf í Líbanon. Eins kallaði hann eftir innri rannsókn á málinu. Tveir embættismenn hafa sagt af sér í kjölfar sprengingarinnar. Þingmaðurinn Marwan Hamadeh sagði af sér á miðvikudag og Jordan Tracy Chamoun, sendiherra Líbanons í Jórdaníu sagði af sér í gær. Hann sagðist telja að tímabært væri að fólki í leiðtogastöðum yrði skipt út. Samkvæmt ríkisfjölmiðli Líbanons hafa 16 verið hneppt í varðhald í tengslum við rannsókn á málinu. Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Íbúar Beirút krefjast réttlætis eftir sprenginguna Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. 6. ágúst 2020 06:35 Án umbóta muni íbúar Líbanon þjást áfram Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum. 6. ágúst 2020 12:14 Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira
Til átaka kom á milli lögreglunnar í Beirút og mótmælenda í nótt en fólk hópaðist út á götur borgarinnar til að mótmæla landlægri spillingu og óstjórn í Líbanon. Lögreglan beitti táragasi gegn hópi fólks sem hafði safnast saman nærri þinghúsi landsins. Reiði fólksins blossaði upp þegar hin gríðarlega sprenging varð á hafnarsvæðinu síðastliðinn þriðjudag þar sem að minnsta kosti 137 fórust og þúsundir slösuðust. Talið er að um 300 þúsund séu án heimilis eftir sprenginguna. Margir saka stjórnvöld um sinnuleysi í málinu en ítrekað hafði verið bent á hættuna af því að geyma 2750 tonn af ammóníum-nítrati í vöruhúsi við höfnina. Þrátt fyrir það var ekkert að gert og því fór sem fór. Emmanuel Macron Frakklandsforseti heimsótti Beirút í gær og við það tilefni sagði hann ljóst að breytinga væri þörf í Líbanon. Eins kallaði hann eftir innri rannsókn á málinu. Tveir embættismenn hafa sagt af sér í kjölfar sprengingarinnar. Þingmaðurinn Marwan Hamadeh sagði af sér á miðvikudag og Jordan Tracy Chamoun, sendiherra Líbanons í Jórdaníu sagði af sér í gær. Hann sagðist telja að tímabært væri að fólki í leiðtogastöðum yrði skipt út. Samkvæmt ríkisfjölmiðli Líbanons hafa 16 verið hneppt í varðhald í tengslum við rannsókn á málinu.
Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Íbúar Beirút krefjast réttlætis eftir sprenginguna Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. 6. ágúst 2020 06:35 Án umbóta muni íbúar Líbanon þjást áfram Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum. 6. ágúst 2020 12:14 Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira
Íbúar Beirút krefjast réttlætis eftir sprenginguna Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. 6. ágúst 2020 06:35
Án umbóta muni íbúar Líbanon þjást áfram Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum. 6. ágúst 2020 12:14
Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46