Íbúar Beirút krefjast réttlætis eftir sprenginguna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2020 06:35 Sprengingin olli gríðarlegi eyðileggingu. EPA/IBRAHIM DIRANI Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. Einhver telja sprenginguna vera afleiðingu vanrækslu og spillingar stjórnvalda. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst 135 eru látin eftir sprenginguna og yfir 4.000 særðust. Samkvæmt Michel Aoun, forseta Líbanon, sprungu 2.750 tonn af ammóníum-nítrati sem var ótryggilega geymt í vöruskemmu á höfninni. Breska ríkisútvarpið hefur eftir íbúum í Beirút að stjórnvöld hafi gerst sek um spillingu, vanrækslu og óstjórn. „Beirút grætur, Beirút öskrar, fólk er haldið ofsahræðslu og fólk er þreytt,“ hefur BBC eftir Jude Chehab, kvikmyndagerðarmanni í Beirút. Þá kallaði hann eftir því að réttlæti yrði náð og þeim sem ábyrg eru fyrir sprengingunni verði refsað. Þá er haft eftir Chadiu Elmeouchi Noun, íbúa Beirút sem liggur á spítala eftir sprenginguna, að ríkisstjórnin væri vanhæf. „Ég vissi allan tímann að okkur væri stjórnað af vanhæfu fólki, vanhæfri ríkisstjórn,“ sagði Noun og bætti við að nú tæki steininn úr. „Það sem þau hafa gert núna er algjörlega glæpsamlegt.“ Heimavarnarráð Líbanon hefur þá kallað eftir því að hinir ábyrgu verði látnir sæta „þyngstu mögulegu refsingu“ vegna málsins. Í gær tilkynnti ríkisstjórnin að þó nokkrir yfirmenn hafnarinnar í Beirút hefðu verið hnepptir í stofufangelsi meðan rannsókn á aðdraganda og ástæðu sprengingarinnar stendur yfir. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Íbúar í Beirút, höfuðborg Líbanon, hafa lýst reiði sinni í garð ríkisstjórnar landsins vegna sprengingarinnar sem varð við höfn borgarinnar á þriðjudag. Einhver telja sprenginguna vera afleiðingu vanrækslu og spillingar stjórnvalda. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst 135 eru látin eftir sprenginguna og yfir 4.000 særðust. Samkvæmt Michel Aoun, forseta Líbanon, sprungu 2.750 tonn af ammóníum-nítrati sem var ótryggilega geymt í vöruskemmu á höfninni. Breska ríkisútvarpið hefur eftir íbúum í Beirút að stjórnvöld hafi gerst sek um spillingu, vanrækslu og óstjórn. „Beirút grætur, Beirút öskrar, fólk er haldið ofsahræðslu og fólk er þreytt,“ hefur BBC eftir Jude Chehab, kvikmyndagerðarmanni í Beirút. Þá kallaði hann eftir því að réttlæti yrði náð og þeim sem ábyrg eru fyrir sprengingunni verði refsað. Þá er haft eftir Chadiu Elmeouchi Noun, íbúa Beirút sem liggur á spítala eftir sprenginguna, að ríkisstjórnin væri vanhæf. „Ég vissi allan tímann að okkur væri stjórnað af vanhæfu fólki, vanhæfri ríkisstjórn,“ sagði Noun og bætti við að nú tæki steininn úr. „Það sem þau hafa gert núna er algjörlega glæpsamlegt.“ Heimavarnarráð Líbanon hefur þá kallað eftir því að hinir ábyrgu verði látnir sæta „þyngstu mögulegu refsingu“ vegna málsins. Í gær tilkynnti ríkisstjórnin að þó nokkrir yfirmenn hafnarinnar í Beirút hefðu verið hnepptir í stofufangelsi meðan rannsókn á aðdraganda og ástæðu sprengingarinnar stendur yfir.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46
Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13