Dýrasti markvörður heims á útleið | Hver tekur stöðu hans? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 14:25 Kepa á bekknum gegn Wolves í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á dögunum. Craig Mercer/Getty Images Talið er að Frank Lampard ætli sér að stokka upp í leikmannahópi sínum fyrir næstu leiktíð. Fyrsti maðurinn sem virðist vera á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea er spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga en hann er dýrasti markvörður í heimi. Spánverjinn hefur hins vegar lítið heillað þau tvö ár sem hann hefur spilað í Englandi. Kepa var hvorki í marki Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins né í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ef Willy Caballero stendur milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins klukkan 16:30 í dag – í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport – er ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. Caballero verður samningslaus nú þegar leiktíðinni lýkur og Lampard því að senda skýr skilaboð ef Kepa hefur leik á varamannabekknum. Talið er að Lampard hafi augastað á landa sínum Dean Henderson hjá Manchester United, sem hefur þó verið á láni hjá Sheffield United undanfarin tvö ár. David Preece – fyrrum markvörður Keflavíkur og núverandi markmannsþjálfari Östersund – telur að aðrir ódýrari kostir séu einnig í stöðunni. Hann nefnir þar André Onana, markvörð Ajax í Hollandi. Honum líður vel með boltann við fætur sér og tekur mikinn þátt í uppspili. Einnig er hann góður að hreinsa upp fyrir aftan vörnina sem er eitthvað sem Lampard gæti viljað. Talið er að Onana gæti kostað 30 milljónir punda en Chelsea pungaði út 72 milljónum punda í Kepa fyrir aðeins tveimur árum síðan. Svo ef Kepa byrjar gegn Arsenal og á stórleik þá eru mögulega allar þessar vangaveltur óþarfi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Talið er að Frank Lampard ætli sér að stokka upp í leikmannahópi sínum fyrir næstu leiktíð. Fyrsti maðurinn sem virðist vera á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea er spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga en hann er dýrasti markvörður í heimi. Spánverjinn hefur hins vegar lítið heillað þau tvö ár sem hann hefur spilað í Englandi. Kepa var hvorki í marki Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins né í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ef Willy Caballero stendur milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins klukkan 16:30 í dag – í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport – er ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. Caballero verður samningslaus nú þegar leiktíðinni lýkur og Lampard því að senda skýr skilaboð ef Kepa hefur leik á varamannabekknum. Talið er að Lampard hafi augastað á landa sínum Dean Henderson hjá Manchester United, sem hefur þó verið á láni hjá Sheffield United undanfarin tvö ár. David Preece – fyrrum markvörður Keflavíkur og núverandi markmannsþjálfari Östersund – telur að aðrir ódýrari kostir séu einnig í stöðunni. Hann nefnir þar André Onana, markvörð Ajax í Hollandi. Honum líður vel með boltann við fætur sér og tekur mikinn þátt í uppspili. Einnig er hann góður að hreinsa upp fyrir aftan vörnina sem er eitthvað sem Lampard gæti viljað. Talið er að Onana gæti kostað 30 milljónir punda en Chelsea pungaði út 72 milljónum punda í Kepa fyrir aðeins tveimur árum síðan. Svo ef Kepa byrjar gegn Arsenal og á stórleik þá eru mögulega allar þessar vangaveltur óþarfi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira