Arnar Gunnlaugs: Dóum ekki eins og einhverjir aumingjar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2020 23:00 Arnar Gunnlaugsson fannst sitt lið ekki eiga skilið að detta út úr bikarnum í kvöld. Vísir/Bára „Þetta var bara - ég veit það ekki - þetta var bara hræðileg tilfinning. Fyrst vill ég óska Stjörnunni til hamingju. Mér fannst þetta æðislegur leikur. Engir áhorfendur og allt það en þetta var frábær fótboltaleikur að því leyti að bæði lið voru „all in.“ „Við gáfum þeim bara fyrsta markið. King Sölvi [Geir Ottesen] maður, ég hef aldrei séð þetta áður en ef einhver leikmaður fær fyrirgefningu hjá okkur er það hann. Fyrri hálfleikur jafn, bæði lið sterk, áttu spilkafla og færi. Seinni hálfleikur var bara eign okkar frá A til Ö og þetta var hrikalega súrt. Fyrst við eigum að falla út þá vill ég falla út eftir svona frammistöðu. Ég fer heim og vek tveggja ára dóttir mína og knúsa hana því pabbi á knús skilið,“ sagði Arnar um leik kvöldsins. Sölvi Geir Ottesen rann illa í fyrra marki Víkings. Skömmu áður hafði Halldór Smári Sigurðsson einnig runnið – allt á fyrstu mínútu leiksins. Arnar átti engar útskýringar á því. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta. Við bleytum völlinn fyrir allar æfingar og leiki. Þetta er bara eitthvað sem gerist. Þetta er það sem gerir fótboltann skemmtilegan, þetta óvænta. Leikmenn sem þú átt ekki von á að geri mistök gera mistök.“ Víkingar hófu leikinn í 5-3-2 eða 3-5-2 leikkerfi eftir að hafa leikið 4-4-2 með tígulmiðju í 1-1 jafntefli liðanna á dögunum. Þeir fóru yfir í sitt uppáhalds leikkerfi í hálfleik. „Við breyttum um taktík í hálfleik og herjuðum á þá en það dugði ekki til að þessu sinni. Stjarnan er með flott lið og stóð sig hrikalega vel en þegar tvö jöfn lið mætast skipta smátriðin máli.“ Nikolaj Andreas Hansen fékk annað gult spjald undir lok leiks fyrir litlar sakir. Arnar taldi þurfa ritskoðun á viðtalinu ef hann ætti að segja það sem hann væri að hugsa. „Kemur bíb hljóðið núna þegar ég byrja tala?“ spurði Arnar og hló. „Niko er tveir og tuttugu, prófa þú að hoppa upp og lenda á móti aðeins lægri manni. Þetta er bara ekkert rautt spjald. Leikurinn var búinn að vera harður frá upphafi og þetta var í ósamræmi við góðan leik. Þetta var dæmigerður enskur leikur þar sem dómarinn leyfði eitthvað. Hann leyfði og leyfði, svo kom gula spjaldið á okkur. Hann leyfði og leyfði, svo kom rautt. Það vantaði þetta samræmi því Þorvaldur (Árnason, dómari) stóð sig allt í lagi og fýla hvernig hann var að leyfa leiknum að ganga en þú verður að taka þá línu alla leið í 90 mínútur.“ Að lokum var Arnar spurður hvernig Víkingar myndu tækla þetta tap. „Það er þetta vanalega bara, þú sleikir sárin í 2-3 daga og núna örugglega alla helgina. Verslunarmannahelgin er ónýt bara, það var nógu mikið þunglyndi eftir fréttir dagsins með þetta Covid-rugl. Þú sleikir sárin, svo hættiru að vorkenna þér og mætir til leiks. Þetta eru atvinnumenn, þetta er ekkert flóknara en það." „Það er nóg eftir að keppa, við féllum út með sæmd. Við dóum ekki eins og einhverjir aumingjar, við gáfum allt í þetta og það verður að taka eitthvað jákvætt frá þessu. Við reynum að spila leikinn á réttan hátt, við reynum að gera þetta almennilega svo ég er svekktur fyrir hönd strákanan því þeir reyna að spila fótbolta á réttan hátt og mér finnst liðið eiga meira skilið fyrir fótboltann sem við spilum,“ sagði Arnar að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur - Stjarnan 1-2 | Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar Víkings eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. 30. júlí 2020 22:15 Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
„Þetta var bara - ég veit það ekki - þetta var bara hræðileg tilfinning. Fyrst vill ég óska Stjörnunni til hamingju. Mér fannst þetta æðislegur leikur. Engir áhorfendur og allt það en þetta var frábær fótboltaleikur að því leyti að bæði lið voru „all in.“ „Við gáfum þeim bara fyrsta markið. King Sölvi [Geir Ottesen] maður, ég hef aldrei séð þetta áður en ef einhver leikmaður fær fyrirgefningu hjá okkur er það hann. Fyrri hálfleikur jafn, bæði lið sterk, áttu spilkafla og færi. Seinni hálfleikur var bara eign okkar frá A til Ö og þetta var hrikalega súrt. Fyrst við eigum að falla út þá vill ég falla út eftir svona frammistöðu. Ég fer heim og vek tveggja ára dóttir mína og knúsa hana því pabbi á knús skilið,“ sagði Arnar um leik kvöldsins. Sölvi Geir Ottesen rann illa í fyrra marki Víkings. Skömmu áður hafði Halldór Smári Sigurðsson einnig runnið – allt á fyrstu mínútu leiksins. Arnar átti engar útskýringar á því. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta. Við bleytum völlinn fyrir allar æfingar og leiki. Þetta er bara eitthvað sem gerist. Þetta er það sem gerir fótboltann skemmtilegan, þetta óvænta. Leikmenn sem þú átt ekki von á að geri mistök gera mistök.“ Víkingar hófu leikinn í 5-3-2 eða 3-5-2 leikkerfi eftir að hafa leikið 4-4-2 með tígulmiðju í 1-1 jafntefli liðanna á dögunum. Þeir fóru yfir í sitt uppáhalds leikkerfi í hálfleik. „Við breyttum um taktík í hálfleik og herjuðum á þá en það dugði ekki til að þessu sinni. Stjarnan er með flott lið og stóð sig hrikalega vel en þegar tvö jöfn lið mætast skipta smátriðin máli.“ Nikolaj Andreas Hansen fékk annað gult spjald undir lok leiks fyrir litlar sakir. Arnar taldi þurfa ritskoðun á viðtalinu ef hann ætti að segja það sem hann væri að hugsa. „Kemur bíb hljóðið núna þegar ég byrja tala?“ spurði Arnar og hló. „Niko er tveir og tuttugu, prófa þú að hoppa upp og lenda á móti aðeins lægri manni. Þetta er bara ekkert rautt spjald. Leikurinn var búinn að vera harður frá upphafi og þetta var í ósamræmi við góðan leik. Þetta var dæmigerður enskur leikur þar sem dómarinn leyfði eitthvað. Hann leyfði og leyfði, svo kom gula spjaldið á okkur. Hann leyfði og leyfði, svo kom rautt. Það vantaði þetta samræmi því Þorvaldur (Árnason, dómari) stóð sig allt í lagi og fýla hvernig hann var að leyfa leiknum að ganga en þú verður að taka þá línu alla leið í 90 mínútur.“ Að lokum var Arnar spurður hvernig Víkingar myndu tækla þetta tap. „Það er þetta vanalega bara, þú sleikir sárin í 2-3 daga og núna örugglega alla helgina. Verslunarmannahelgin er ónýt bara, það var nógu mikið þunglyndi eftir fréttir dagsins með þetta Covid-rugl. Þú sleikir sárin, svo hættiru að vorkenna þér og mætir til leiks. Þetta eru atvinnumenn, þetta er ekkert flóknara en það." „Það er nóg eftir að keppa, við féllum út með sæmd. Við dóum ekki eins og einhverjir aumingjar, við gáfum allt í þetta og það verður að taka eitthvað jákvætt frá þessu. Við reynum að spila leikinn á réttan hátt, við reynum að gera þetta almennilega svo ég er svekktur fyrir hönd strákanan því þeir reyna að spila fótbolta á réttan hátt og mér finnst liðið eiga meira skilið fyrir fótboltann sem við spilum,“ sagði Arnar að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur - Stjarnan 1-2 | Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar Víkings eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. 30. júlí 2020 22:15 Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
Umfjöllun: Víkingur - Stjarnan 1-2 | Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar Víkings eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. 30. júlí 2020 22:15
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn