Stjórnarskrártillaga hefði stytt forsetatíð þriggja forseta Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2020 12:16 Sveinn Björnsson fyrsti forseti Íslands lést í embætti eftir átta ára setu í embætti. Af öðrum fyrrverandi forsetum er Kristján Eldjárn sá eini sem ekki bauð sig oftar fram en þrisvar og sat á Bessastöðum í tólf ár. Vísir/Vilhelm Í frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá er lagt til að enginn geti gengt embætti forseta Íslands lengur en í tólf ár og að kjörtímabil forseta verði lengt úr fjórum árum í sex. Aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum hefur setið í embættinu í tólf ár. Í einu þeirra fimm frumvarpa Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni eru lagðar til breytingar á þeim hluta hennar sem fjallar um forseta Íslands. Til að mynd að fjölga meðmælendum sem forsetaframbjóðendur þurfa til að geta boðið sig fram. En í dag þurfa þeir að lágmarki að vera 1.500 og að hámarki 3.000 skipt niður á landsfjórðunga og hefur sú tala verið óbreytt frá árinu 1945 þrátt fyrir mikla fjölgun þjóðarinnar. Önnur breyting er að sett verði takmörk á hversu lengi forseti getur setið í embætti. Það verði tólf ár og kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. Katrín segir embættið njóta töluverðar sérstöðu vegna þess að forsetinn sé eini embættismaðurinn sem kosinn sé beint af þjóðinni. „Af þeim sökum þótt embætti forseta sé ekki valdamikið embætti í sjálfu sér og meirihluti þjóðarinnar vilji halda embættinu nokkuð óbreyttu og skyldum þess. Þá eru ákveðin sjónarmið að það sé eðlilegt að það séu einhver tímatakmörk á því hversu lengi einn einstaklingur geti setið í embætti,“ segir forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hjólar frá Bessastöðum á kjörstað í forsetakosningunum hinn 27. júní síðast liðinn. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi ekki hug á að sitja lengur á Bessastöðum en tólf ár fái hann til þess brautargengi.Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson ítrekaði í kringum forsetakosningarnar í júní það sem hann hafði áður sagt fyrir kosningar þegar hann var fyrst kjörinn árið 2016, að honum hugnaðist ekki að sitja á Bessastöðum lengur en í tólf ár eða í þrjú kjörtímabil. Sveinn Björnsson fyrsti forseti lýðveldisins sat í átta ár en hann lést í embætti. Ásgeir Ásgeirsson sat í sextán ár, Kristján Eldjárn í tólf, Vigdís Finnbogadóttir í sextán ár og Ólafur Ragnar Grímsson í tuttugu ár. Þannig hefur aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum setið sjálfviljugur í embættinu í tólf ár. „Á kjörtímabilið að vera fjögur, fimm eða sex ár. Þetta var rætt töluvert í hópi formanna flokkanna og ég vonast til þess þegar við förum yfir umsagnir að við fáum einhverja sýn á hvað fólki finnst um þetta. En það er ekki óalgengt til að mynda ef við lítum til nágrannalanda okkar að það sé ekki sami árafjöldi á kjörtímabili þjóðhöfðingja og kjörtímabili þings. Svo dæmi sé tekið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Í frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá er lagt til að enginn geti gengt embætti forseta Íslands lengur en í tólf ár og að kjörtímabil forseta verði lengt úr fjórum árum í sex. Aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum hefur setið í embættinu í tólf ár. Í einu þeirra fimm frumvarpa Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni eru lagðar til breytingar á þeim hluta hennar sem fjallar um forseta Íslands. Til að mynd að fjölga meðmælendum sem forsetaframbjóðendur þurfa til að geta boðið sig fram. En í dag þurfa þeir að lágmarki að vera 1.500 og að hámarki 3.000 skipt niður á landsfjórðunga og hefur sú tala verið óbreytt frá árinu 1945 þrátt fyrir mikla fjölgun þjóðarinnar. Önnur breyting er að sett verði takmörk á hversu lengi forseti getur setið í embætti. Það verði tólf ár og kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. Katrín segir embættið njóta töluverðar sérstöðu vegna þess að forsetinn sé eini embættismaðurinn sem kosinn sé beint af þjóðinni. „Af þeim sökum þótt embætti forseta sé ekki valdamikið embætti í sjálfu sér og meirihluti þjóðarinnar vilji halda embættinu nokkuð óbreyttu og skyldum þess. Þá eru ákveðin sjónarmið að það sé eðlilegt að það séu einhver tímatakmörk á því hversu lengi einn einstaklingur geti setið í embætti,“ segir forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hjólar frá Bessastöðum á kjörstað í forsetakosningunum hinn 27. júní síðast liðinn. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi ekki hug á að sitja lengur á Bessastöðum en tólf ár fái hann til þess brautargengi.Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson ítrekaði í kringum forsetakosningarnar í júní það sem hann hafði áður sagt fyrir kosningar þegar hann var fyrst kjörinn árið 2016, að honum hugnaðist ekki að sitja á Bessastöðum lengur en í tólf ár eða í þrjú kjörtímabil. Sveinn Björnsson fyrsti forseti lýðveldisins sat í átta ár en hann lést í embætti. Ásgeir Ásgeirsson sat í sextán ár, Kristján Eldjárn í tólf, Vigdís Finnbogadóttir í sextán ár og Ólafur Ragnar Grímsson í tuttugu ár. Þannig hefur aðeins einn af fimm fyrrverandi forsetum setið sjálfviljugur í embættinu í tólf ár. „Á kjörtímabilið að vera fjögur, fimm eða sex ár. Þetta var rætt töluvert í hópi formanna flokkanna og ég vonast til þess þegar við förum yfir umsagnir að við fáum einhverja sýn á hvað fólki finnst um þetta. En það er ekki óalgengt til að mynda ef við lítum til nágrannalanda okkar að það sé ekki sami árafjöldi á kjörtímabili þjóðhöfðingja og kjörtímabili þings. Svo dæmi sé tekið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Stjórnarskrá Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent