Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 21. júlí 2020 16:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leggur mikinn metnað í að spila fyrir íslenska landsliðið og hefur spilað fyrir það 119 leiki. VÍSIR/VILHELM Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Bandaríkjunum til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. Gunnhildur Yrsa er samningsbundinn Utah Royals út næsta ár en tímabilið í Bandaríkjunum í ár hefur verið afar óvenjulegt vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað hefðbundins tímabils í úrvalsdeildinni hefur verið spilað hraðmót frá 27. júní. Utah féll þar úr keppni um síðustu helgi, eftir tap í vítakeppni gegn Houston Dash. Gengur ekki að ferðast frá Bandaríkjunum í landsleiki „Ef að ég fer eitthvað þá verður það á lánssamningi því ég er enn á samningi hér. En ég þarf eiginlega að koma til Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í september, október, nóvember og desember. Það gengur eiginlega ekki að ég sé þá í Bandaríkjunum, þurfi að koma til Íslands í sóttkví, ferðast í leikina og fara svo í 14 daga sóttkví þegar ég kem aftur til Bandaríkjanna. Ég er enn að sjá bestu möguleikana í þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa í samtali við Vísi. Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli 17. september, og Svíþjóð fimm dögum síðar, þegar undankeppni EM heldur áfram. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gunnhildur Yrsa rætt við Íslandsmeistara Vals en hún vill sjálf ekkert gefa uppi um hvort hún sé á leið á Hlíðarenda: „Ég hef ekkert ákveðið. Ég hef alveg rætt við félagið [Utah Royals] áður [um möguleikann á að fara að láni] en það vill ekki ræða þessi mál akkúrat núna. Ég ætla bara að taka nokkurra daga frí og sjá svo hvað ég geri,“ segir Gunnhildur Yrsa. View this post on Instagram You can feel the energy. A post shared by Utah Royals FC (@utahroyalsfc) on Jun 10, 2020 at 4:06pm PDT Ósanngjarnt að láta leikmann velja félagslið fram yfir landslið Forráðamenn Utah Royals vilja helst hafa Gunnhildi til taks fari svo að annað mót verði sett af stað, og hún er ánægð hjá félaginu, en óvissa ríkir um frekara mótahald. „En þeir skilja líka hvernig þetta er með landsliðið, og held að þeir séu alveg opnir fyrir því að þótt að það verði eitthvað mót þá sé erfitt fyrir mig að velja það fram yfir landsliðið. Það er ósanngjarnt að ætlast til þess af leikmanni að velja klúbbinn yfir landsliðið, fyrir kannski nokkra leiki,“ segir Gunnhildur Yrsa. Fái hún leyfi til að fara að láni segir hún óvíst hvar hún endi: „Ég hef talað við nokkur félög á Íslandi og í Evrópu. Félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar ekki fyrr en í ágúst svo að það er þannig séð ekkert stress. Ég er hvort sem er á leið í frí til Íslands, fer þá í sóttkví og get tekið stöðuna næstu daga.“ Gunnhildur Yrsa, sem á að baki 119 A-landsleiki, hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2013 eftir að hafa unnið Íslands- og bikarmeistaratitil með Stjörnunni. Hún lék lengst af í Noregi en fór til Utah árið 2018 og hefur einnig verið að láni hjá Adelaide United í Ástralíu. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Bandaríkjunum til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. Gunnhildur Yrsa er samningsbundinn Utah Royals út næsta ár en tímabilið í Bandaríkjunum í ár hefur verið afar óvenjulegt vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað hefðbundins tímabils í úrvalsdeildinni hefur verið spilað hraðmót frá 27. júní. Utah féll þar úr keppni um síðustu helgi, eftir tap í vítakeppni gegn Houston Dash. Gengur ekki að ferðast frá Bandaríkjunum í landsleiki „Ef að ég fer eitthvað þá verður það á lánssamningi því ég er enn á samningi hér. En ég þarf eiginlega að koma til Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í september, október, nóvember og desember. Það gengur eiginlega ekki að ég sé þá í Bandaríkjunum, þurfi að koma til Íslands í sóttkví, ferðast í leikina og fara svo í 14 daga sóttkví þegar ég kem aftur til Bandaríkjanna. Ég er enn að sjá bestu möguleikana í þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa í samtali við Vísi. Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli 17. september, og Svíþjóð fimm dögum síðar, þegar undankeppni EM heldur áfram. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gunnhildur Yrsa rætt við Íslandsmeistara Vals en hún vill sjálf ekkert gefa uppi um hvort hún sé á leið á Hlíðarenda: „Ég hef ekkert ákveðið. Ég hef alveg rætt við félagið [Utah Royals] áður [um möguleikann á að fara að láni] en það vill ekki ræða þessi mál akkúrat núna. Ég ætla bara að taka nokkurra daga frí og sjá svo hvað ég geri,“ segir Gunnhildur Yrsa. View this post on Instagram You can feel the energy. A post shared by Utah Royals FC (@utahroyalsfc) on Jun 10, 2020 at 4:06pm PDT Ósanngjarnt að láta leikmann velja félagslið fram yfir landslið Forráðamenn Utah Royals vilja helst hafa Gunnhildi til taks fari svo að annað mót verði sett af stað, og hún er ánægð hjá félaginu, en óvissa ríkir um frekara mótahald. „En þeir skilja líka hvernig þetta er með landsliðið, og held að þeir séu alveg opnir fyrir því að þótt að það verði eitthvað mót þá sé erfitt fyrir mig að velja það fram yfir landsliðið. Það er ósanngjarnt að ætlast til þess af leikmanni að velja klúbbinn yfir landsliðið, fyrir kannski nokkra leiki,“ segir Gunnhildur Yrsa. Fái hún leyfi til að fara að láni segir hún óvíst hvar hún endi: „Ég hef talað við nokkur félög á Íslandi og í Evrópu. Félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar ekki fyrr en í ágúst svo að það er þannig séð ekkert stress. Ég er hvort sem er á leið í frí til Íslands, fer þá í sóttkví og get tekið stöðuna næstu daga.“ Gunnhildur Yrsa, sem á að baki 119 A-landsleiki, hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2013 eftir að hafa unnið Íslands- og bikarmeistaratitil með Stjörnunni. Hún lék lengst af í Noregi en fór til Utah árið 2018 og hefur einnig verið að láni hjá Adelaide United í Ástralíu.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira