Rahm í fótspor Ballesteros - Minntist ömmu sinnar eftir að hafa náð á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2020 12:30 Jon Rahm og eiginkona hans Kelley Cahill fögnuðu sigrinum í gær með kossi. VÍSIR/GETTY Jon Rahm vann Memorial-mótið á PGA-mótaröðinni í gær og kom sér með því upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans í golfi. Rahm, sem er 25 ára gamall, er þar með fyrsti Spánverjinn til að ná efsta sæti heimslistans síðan að Seve Ballesteros heitinn sat á toppnum árið 1989. „Ég veit ekki hvernig ég get lýst því hvernig mér líður. Þetta hefur verið markmiðið síðan ég var 13-14 ára strákur,“ sagði Rahm. He grinded to get here.@JonRahmPGA's swing through the years. pic.twitter.com/lGjUkiZr8c— PGA TOUR (@PGATOUR) July 20, 2020 „Seve er einstakur spilari í hugum okkar allra og að vera næstur á eftir honum er mikill heiður. Það er alltaf ótrúlegt að ná að gera eitthvað sem Seve gerði,“ sagði Rahm, sem átti erfitt með tilfinningar sínar en amma hans og frænka létust nýverið. „Það er erfitt að melta þetta akkúrat núna. Það er svo margt sem ég er að hugsa um sem að tengist golfi ekki á nokkurn hátt. Þær létust ekki vegna Covid en ég held að þær hafi dáið vegna þeirra andlegu afleiðinga sem einangrunin hafði. Þær voru báðar á hjúkrunarheimilum. Önnur þeirra var móðuramma mín, sú sem að ég varði mestum tíma með þegar ég var að vaxa úr grasi, fyrir utan foreldra mína. Hún kenndi mér svo margt og ég á svo góðar minningar um hana. Í gær var farið með ösku hennar á grafreit fjölskyldunnar í Madrid, svo tilfinningarnar eru miklar. Við vorum einnig öll mjög náin frænku minni sem lést,“ sagði Rahm. The shot of the tournament Jon Rahm leads by 4 at Jack s Place pic.twitter.com/kVIMH7W5wY— Golf Channel (@GolfChannel) July 19, 2020 McIlroy hafði verið ellefu vikur samfleytt í efsta sætinu og hefur á sínum ferli alls verið efstur í 106 vikur en aðeins Tiger Woods (683 vikur) og Greg Norman (331) hafa verið þar lengur. Rahm vann Memorial-mótið á samtals -9 höggum, þremur höggum á undan Ryan Palmer sem varð í 2. sæti. McIlroy hafnaði í 32. sæti á +4 höggum og Tiger Woods lauk leik á +6 höggum á fyrsta móti sínu síðan í febrúar. Klippa: Rahm í efsta sæti heimlistans eftir sigur á Memorial Golf Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Sjá meira
Jon Rahm vann Memorial-mótið á PGA-mótaröðinni í gær og kom sér með því upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans í golfi. Rahm, sem er 25 ára gamall, er þar með fyrsti Spánverjinn til að ná efsta sæti heimslistans síðan að Seve Ballesteros heitinn sat á toppnum árið 1989. „Ég veit ekki hvernig ég get lýst því hvernig mér líður. Þetta hefur verið markmiðið síðan ég var 13-14 ára strákur,“ sagði Rahm. He grinded to get here.@JonRahmPGA's swing through the years. pic.twitter.com/lGjUkiZr8c— PGA TOUR (@PGATOUR) July 20, 2020 „Seve er einstakur spilari í hugum okkar allra og að vera næstur á eftir honum er mikill heiður. Það er alltaf ótrúlegt að ná að gera eitthvað sem Seve gerði,“ sagði Rahm, sem átti erfitt með tilfinningar sínar en amma hans og frænka létust nýverið. „Það er erfitt að melta þetta akkúrat núna. Það er svo margt sem ég er að hugsa um sem að tengist golfi ekki á nokkurn hátt. Þær létust ekki vegna Covid en ég held að þær hafi dáið vegna þeirra andlegu afleiðinga sem einangrunin hafði. Þær voru báðar á hjúkrunarheimilum. Önnur þeirra var móðuramma mín, sú sem að ég varði mestum tíma með þegar ég var að vaxa úr grasi, fyrir utan foreldra mína. Hún kenndi mér svo margt og ég á svo góðar minningar um hana. Í gær var farið með ösku hennar á grafreit fjölskyldunnar í Madrid, svo tilfinningarnar eru miklar. Við vorum einnig öll mjög náin frænku minni sem lést,“ sagði Rahm. The shot of the tournament Jon Rahm leads by 4 at Jack s Place pic.twitter.com/kVIMH7W5wY— Golf Channel (@GolfChannel) July 19, 2020 McIlroy hafði verið ellefu vikur samfleytt í efsta sætinu og hefur á sínum ferli alls verið efstur í 106 vikur en aðeins Tiger Woods (683 vikur) og Greg Norman (331) hafa verið þar lengur. Rahm vann Memorial-mótið á samtals -9 höggum, þremur höggum á undan Ryan Palmer sem varð í 2. sæti. McIlroy hafnaði í 32. sæti á +4 höggum og Tiger Woods lauk leik á +6 höggum á fyrsta móti sínu síðan í febrúar. Klippa: Rahm í efsta sæti heimlistans eftir sigur á Memorial
Golf Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Sjá meira