Það hefur þurft þrjú hólf að meðaltali í Pepsi Max deild karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 13:30 Grótta er í fyrsta sinn í efstu deild og hér má sjá stuðningsmenn liðsins á leik á Seltjarnarnesinu. Vísir/HAG Yfir þúsund áhorfendur hafa komið að meðaltali á leik í fyrstu sex umferðum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands hefur tekið saman tölur yfir aðsókn á fyrstu sex umferðir Pepsi Max deildar karla. Alls hafa mætt 33.929 áhorfendur á leikina eða 1.028 að meðaltali á hvern leik. Átta af tólf liðum deildarinnar eru með yfir eitt þúsund áhorfendur að meðaltali á sínum heimaleikjum. Þessu hafa liðin hafa náð þrátt fyrir að það hafi verið í gangi takmarkanir á fjölda áhorfenda. Frá og með 15. júní hafa mátt vera 500 áhorfendur á viðburðum og ef áhorfendasvæði er skipt í sóttvarnarhólf er heimilt að allt að 500 áhorfendur geti verið í hverju hólfi. Flestir áhorfendur að meðaltali sækja leiki Breiðabliks á Kópavogsvellinum, eða 1.644, og ef meðalaðsókn á útileiki liða er skoðuð má sjá að flestir mæta einnig á útileiki Breiðabliks, eða 1.535. KR-ingar fylgja Blikum fast á eftir í báðum flokkum. Best sótti leikurinn hingað til er einmitt viðureign þessara tveggja liða á Meistaravöllum, þar sem áhorfendur voru 2.352 talsins. Í næstu sætum eru síðan lið FH (1264 áhorfendur að meðaltali), Vals (1259) og Stjarnan (1184). Lið Víkings (1080), Fylkis (1056) og HK (1050) hafa einnig fengið yfir þúsund áhorfendur á sína leiki. Tveir leikir hingað til hafa farið yfir tvö þúsund í áhorfendafjölda - fyrrgreindur leikur KR og Breiðabliks, og svo heimaleikur Breiðabliks gegn nýliðum Gróttu, en 2.114 áhorfendur sóttu þann leik. Fjögur félög af tólf hafa fengið minna en þúsund áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína en það eru Grótta (723 áhorfendur að meðaltali), KA (784), Fjölnir (806) og ÍA (868). Sjöunda umferðin hefst með leik Stjörnunnar og HK í kvöld sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á morgun fara síðan tveir leikir fram klukkan 16.00 (Fjölnir-FH og KA-Grótta) en síðustu þrír leikir umferðarinnar fara fram á sunnudaginn og verða þá leikur Fylkis og KR (klukkan 17.30) og leikur Breiðabliks og Vals (klukkan 20.00) sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Víkings og Skagamanna fer fram klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Fleiri fréttir Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Yfir þúsund áhorfendur hafa komið að meðaltali á leik í fyrstu sex umferðum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands hefur tekið saman tölur yfir aðsókn á fyrstu sex umferðir Pepsi Max deildar karla. Alls hafa mætt 33.929 áhorfendur á leikina eða 1.028 að meðaltali á hvern leik. Átta af tólf liðum deildarinnar eru með yfir eitt þúsund áhorfendur að meðaltali á sínum heimaleikjum. Þessu hafa liðin hafa náð þrátt fyrir að það hafi verið í gangi takmarkanir á fjölda áhorfenda. Frá og með 15. júní hafa mátt vera 500 áhorfendur á viðburðum og ef áhorfendasvæði er skipt í sóttvarnarhólf er heimilt að allt að 500 áhorfendur geti verið í hverju hólfi. Flestir áhorfendur að meðaltali sækja leiki Breiðabliks á Kópavogsvellinum, eða 1.644, og ef meðalaðsókn á útileiki liða er skoðuð má sjá að flestir mæta einnig á útileiki Breiðabliks, eða 1.535. KR-ingar fylgja Blikum fast á eftir í báðum flokkum. Best sótti leikurinn hingað til er einmitt viðureign þessara tveggja liða á Meistaravöllum, þar sem áhorfendur voru 2.352 talsins. Í næstu sætum eru síðan lið FH (1264 áhorfendur að meðaltali), Vals (1259) og Stjarnan (1184). Lið Víkings (1080), Fylkis (1056) og HK (1050) hafa einnig fengið yfir þúsund áhorfendur á sína leiki. Tveir leikir hingað til hafa farið yfir tvö þúsund í áhorfendafjölda - fyrrgreindur leikur KR og Breiðabliks, og svo heimaleikur Breiðabliks gegn nýliðum Gróttu, en 2.114 áhorfendur sóttu þann leik. Fjögur félög af tólf hafa fengið minna en þúsund áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína en það eru Grótta (723 áhorfendur að meðaltali), KA (784), Fjölnir (806) og ÍA (868). Sjöunda umferðin hefst með leik Stjörnunnar og HK í kvöld sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á morgun fara síðan tveir leikir fram klukkan 16.00 (Fjölnir-FH og KA-Grótta) en síðustu þrír leikir umferðarinnar fara fram á sunnudaginn og verða þá leikur Fylkis og KR (klukkan 17.30) og leikur Breiðabliks og Vals (klukkan 20.00) sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Víkings og Skagamanna fer fram klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Fleiri fréttir Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira