Áfrýja ekki leikbanni Dier Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 17:30 Mourinho sér ekki tilgang með því að áfrýja leikbanni Dier. Catherine Ivill/Getty Images Í dag var Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur, dæmdur í fjögurra leikja bann vegna hegðunar sinnar í leik Tottenham og Norwich City í enska FA-bikarnum í mars á þessu ári. Tottenham hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu enska knattspyrnusambandsins. Dier óð upp á áhorfendapallana eftir leik Tottenham og Norwich til að verja bróðir sinn. Var bróðir hans við það að lenda í handalögmálum við stuðningsmenn Tottenham sem höfðu kallað ókvæðis orð að Dier. Norwich vann leikinn í vítaspyrnukeppni og Dier því eðlilega heitt í hamsi þegar hann sá bróðir sinn standa í ströngu í stúkunni. Leikmenn hafa hins vegar ekki leyfi til þess að valsa upp í stúku eins og þeim sýnist. Því var Dier dæmdur í fjögurra leikja bann og sektaður um 40 þúsund pund. José Mourinho, þjálfari Tottenham, var spurður út í dóminn á blaðamannafundi í dag. Hann segir að félagið muni ekki áfrýja dómnum. "If I answer I am going to be in trouble..." Jose Mourinho was not keen to express his feelings on Eric Dier's four game ban— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2020 „Ef við áfrýjum er hætta á að bannið verði lengt. Ef við áfrýjum ekki þá getur Dier hafið næsta tímabil án þess að vera í leikbanni. Við vitum öllum hvernig þetta virkar, þið getið skoðað hversu oft áfrýjanir vinnast. Við munum því ekki áfrýja,“ sagði sá portúgalski. Dier verður þar af leiðandi ekki í leikmannahópi Tottenham næstu fjóra leiki. Liðið er sem stendur í 8. sæti með 48 stig þegar 33 umferðum er lokið. Englendingurinn gæti komið aftur inn í hópinn fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar þar sem Tottenham heimsækir Crystal Palace. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dier fékk fjögurra leikja bann fyrir að fara upp í stúku Tottenham verður án Erics Dier í næstu fjórum leikjum liðsins. Hann hefur verið úrskurðaður í bann fyrir að rjúka upp í stúku eftir bikarleik Tottenham og Norwich City. 8. júlí 2020 11:10 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Í dag var Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur, dæmdur í fjögurra leikja bann vegna hegðunar sinnar í leik Tottenham og Norwich City í enska FA-bikarnum í mars á þessu ári. Tottenham hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu enska knattspyrnusambandsins. Dier óð upp á áhorfendapallana eftir leik Tottenham og Norwich til að verja bróðir sinn. Var bróðir hans við það að lenda í handalögmálum við stuðningsmenn Tottenham sem höfðu kallað ókvæðis orð að Dier. Norwich vann leikinn í vítaspyrnukeppni og Dier því eðlilega heitt í hamsi þegar hann sá bróðir sinn standa í ströngu í stúkunni. Leikmenn hafa hins vegar ekki leyfi til þess að valsa upp í stúku eins og þeim sýnist. Því var Dier dæmdur í fjögurra leikja bann og sektaður um 40 þúsund pund. José Mourinho, þjálfari Tottenham, var spurður út í dóminn á blaðamannafundi í dag. Hann segir að félagið muni ekki áfrýja dómnum. "If I answer I am going to be in trouble..." Jose Mourinho was not keen to express his feelings on Eric Dier's four game ban— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2020 „Ef við áfrýjum er hætta á að bannið verði lengt. Ef við áfrýjum ekki þá getur Dier hafið næsta tímabil án þess að vera í leikbanni. Við vitum öllum hvernig þetta virkar, þið getið skoðað hversu oft áfrýjanir vinnast. Við munum því ekki áfrýja,“ sagði sá portúgalski. Dier verður þar af leiðandi ekki í leikmannahópi Tottenham næstu fjóra leiki. Liðið er sem stendur í 8. sæti með 48 stig þegar 33 umferðum er lokið. Englendingurinn gæti komið aftur inn í hópinn fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar þar sem Tottenham heimsækir Crystal Palace.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dier fékk fjögurra leikja bann fyrir að fara upp í stúku Tottenham verður án Erics Dier í næstu fjórum leikjum liðsins. Hann hefur verið úrskurðaður í bann fyrir að rjúka upp í stúku eftir bikarleik Tottenham og Norwich City. 8. júlí 2020 11:10 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Dier fékk fjögurra leikja bann fyrir að fara upp í stúku Tottenham verður án Erics Dier í næstu fjórum leikjum liðsins. Hann hefur verið úrskurðaður í bann fyrir að rjúka upp í stúku eftir bikarleik Tottenham og Norwich City. 8. júlí 2020 11:10