Glatist gögn verður upplýsingaréttur almennings ekki virkur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2020 20:00 Njörður Sigurðsson er sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSON Þjóðskjalasafn Íslands hefur einungis fengið gögn úr þremur prósentum rafrænna gagnakerfa og er víða pottur brotinn í skjalavörslu ríkisins. Ef ekki verður gripið inn í er hætta á að gögn glatist og upplýsingaréttur almennings verði ekki virkur. Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum úr eftirlitskönnun safnsins á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hefur skjalavarsla og skjalastjórnin ríkisins í heild farið stöðugt batnandi á síðustu árum en rafræn skjalavarsla situr á hakanum. „Við höfum aðeins fengið til varðveislu um 3% af öllum rafrænum gagnakerfum ríkisins hingað til Þjóðskjalasafns,“ sagði Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands. Þrjú prósent, það er svakalega lág tala. Eru þetta ekki ákveðin vonbrigði? „Jú vissulega. Við hófum að taka við rafrænum gögnum fyrir tíu árum. Árið 2010 þannig það hefur ekki mikið áunnist á þessum tíu árum. Við höfum tekið við 40 rafrænum gagnakerfum á þessum tíu árum sem eru um það bil þrjú prósent,“ sagði Njörður. Þjóðskjalasafn Íslands. Verði ekki gripið inn í er hætta á að gögn og upplýsingar glatist. „Almenningur hefur rétt á að fylgjast með athöfnum hins opinbera og ef að gögn eru ekki til staðar, ef þau varðveitast ekki og eru ekki til staðar þegar á þarf að halda þá er upplýsingarétturinn ekki virkur,“ sagði Njörður. „Hér á Þjóðskjalasafninu finnur maður ilminn af gömlum pappír. Hér sjáum við einn hillumeter af skjölum en á þjóðskjalsafninu öllu eru um 44 þúsund hillumetrar af skjölum en það samsvarar vegalengdinni héðan og til Hveragerðis,“ Það eru einkum heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti sem standa illa þegar kemur að því að uppfylla lög og reglur um skjalavörslu og skjalastjórn. Njörður segir nauðsynlegt að bregðast við fljótt og ráðast í átak í vörslu rafrænna skjala en ríkið þurfi að móta stefnu í þeim málum. Menning Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Þjóðskjalasafn Íslands hefur einungis fengið gögn úr þremur prósentum rafrænna gagnakerfa og er víða pottur brotinn í skjalavörslu ríkisins. Ef ekki verður gripið inn í er hætta á að gögn glatist og upplýsingaréttur almennings verði ekki virkur. Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum úr eftirlitskönnun safnsins á skjalavörslu og skjalastjórn ríkisins. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hefur skjalavarsla og skjalastjórnin ríkisins í heild farið stöðugt batnandi á síðustu árum en rafræn skjalavarsla situr á hakanum. „Við höfum aðeins fengið til varðveislu um 3% af öllum rafrænum gagnakerfum ríkisins hingað til Þjóðskjalasafns,“ sagði Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands. Þrjú prósent, það er svakalega lág tala. Eru þetta ekki ákveðin vonbrigði? „Jú vissulega. Við hófum að taka við rafrænum gögnum fyrir tíu árum. Árið 2010 þannig það hefur ekki mikið áunnist á þessum tíu árum. Við höfum tekið við 40 rafrænum gagnakerfum á þessum tíu árum sem eru um það bil þrjú prósent,“ sagði Njörður. Þjóðskjalasafn Íslands. Verði ekki gripið inn í er hætta á að gögn og upplýsingar glatist. „Almenningur hefur rétt á að fylgjast með athöfnum hins opinbera og ef að gögn eru ekki til staðar, ef þau varðveitast ekki og eru ekki til staðar þegar á þarf að halda þá er upplýsingarétturinn ekki virkur,“ sagði Njörður. „Hér á Þjóðskjalasafninu finnur maður ilminn af gömlum pappír. Hér sjáum við einn hillumeter af skjölum en á þjóðskjalsafninu öllu eru um 44 þúsund hillumetrar af skjölum en það samsvarar vegalengdinni héðan og til Hveragerðis,“ Það eru einkum heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti sem standa illa þegar kemur að því að uppfylla lög og reglur um skjalavörslu og skjalastjórn. Njörður segir nauðsynlegt að bregðast við fljótt og ráðast í átak í vörslu rafrænna skjala en ríkið þurfi að móta stefnu í þeim málum.
Menning Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira