Bannar útgáfu nýrra atvinnuleyfa til erlendra aðila Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2020 10:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur bannað útgáfu nýrra atvinnuleyfa og meinað hundruðum þúsund erlendra borgara að sækja um atvinnu í Bandaríkjunum. Banninu er ætlað að standa yfir til loka ársins og er áætlað að það muni hafa áhrif á um 525 þúsund manns. Þar á meðal eru um 170 þúsund manns sem munu ekki geta sótt um landvistarleyfi eftir að Trump framlengdi einnig bann við útgáfu þeirra. Hvíta húsið segir ákvörðuninni ætlað að draga úr atvinnuleysi meðal Bandaríkjamanna. Forsvarsmenn atvinnulífsins vestanhafs hafa hins vegar mótmælt henni harðlega, samvkæmt frétt BBC, og segja hana koma í veg fyrir að hægt verði að ráða nauðsynlega starfsmenn í störf sem Bandaríkjamenn virðast ófáanlegir til að vinna eða ráða ekki við. Meðal annars hefur bannið áhrif á störf í heilbrigðisgeiranum, hugbúnaðargeiranum, ferðamannaiðnaði, í matvælaframleiðslu og störf barnfóstra. Samkvæmt New York Times, hefur Stephen Miller, hinn umdeildi ráðgjafi Trump og arkitekt innflytjendastefnu hans, um árabil reynt að ná þessu banni í gegn. Undanfarna mánuði hefur hann ítrekað nauðsyn þess. Þó múrinn sem Trump vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að draga úr fjölda fólks sem ferðast ólöglega til Bandaríkjanna hafi notið mikillar athygli hafa aðgerðir ríkisstjórnar Trump til að draga úr fjölda löglegra innflytjenda í Bandaríkjunum verið verulega umfangsmiklar. Eins og áður segir eru forsvarsmenn atvinnulífsins ekki sáttir við þessa ákvörðun. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig er Thomas J. Donohue, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Bandaríkjanna. „Að setja upp skilti sem segir verkfræðinga, stjórnendur, hugbúnaðarsérfræðinga, lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn óvelkomna mun ekki hjálpa landinu, það mun halda aftur af okkur. Takmarkandi breytingar á innflytjendakerfi Bandaríkjanna mun færa fjárfestingar og rekstur til annarra ríkja, draga úr hagvexti og fækka störfum,“ sagði Donohue. Aðrir gagnrýnendur Trump segja hann vera að nota heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og efnahagsaðstæður hans vegna í pólitískum tilgangi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur bannað útgáfu nýrra atvinnuleyfa og meinað hundruðum þúsund erlendra borgara að sækja um atvinnu í Bandaríkjunum. Banninu er ætlað að standa yfir til loka ársins og er áætlað að það muni hafa áhrif á um 525 þúsund manns. Þar á meðal eru um 170 þúsund manns sem munu ekki geta sótt um landvistarleyfi eftir að Trump framlengdi einnig bann við útgáfu þeirra. Hvíta húsið segir ákvörðuninni ætlað að draga úr atvinnuleysi meðal Bandaríkjamanna. Forsvarsmenn atvinnulífsins vestanhafs hafa hins vegar mótmælt henni harðlega, samvkæmt frétt BBC, og segja hana koma í veg fyrir að hægt verði að ráða nauðsynlega starfsmenn í störf sem Bandaríkjamenn virðast ófáanlegir til að vinna eða ráða ekki við. Meðal annars hefur bannið áhrif á störf í heilbrigðisgeiranum, hugbúnaðargeiranum, ferðamannaiðnaði, í matvælaframleiðslu og störf barnfóstra. Samkvæmt New York Times, hefur Stephen Miller, hinn umdeildi ráðgjafi Trump og arkitekt innflytjendastefnu hans, um árabil reynt að ná þessu banni í gegn. Undanfarna mánuði hefur hann ítrekað nauðsyn þess. Þó múrinn sem Trump vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að draga úr fjölda fólks sem ferðast ólöglega til Bandaríkjanna hafi notið mikillar athygli hafa aðgerðir ríkisstjórnar Trump til að draga úr fjölda löglegra innflytjenda í Bandaríkjunum verið verulega umfangsmiklar. Eins og áður segir eru forsvarsmenn atvinnulífsins ekki sáttir við þessa ákvörðun. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig er Thomas J. Donohue, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Bandaríkjanna. „Að setja upp skilti sem segir verkfræðinga, stjórnendur, hugbúnaðarsérfræðinga, lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra starfsmenn óvelkomna mun ekki hjálpa landinu, það mun halda aftur af okkur. Takmarkandi breytingar á innflytjendakerfi Bandaríkjanna mun færa fjárfestingar og rekstur til annarra ríkja, draga úr hagvexti og fækka störfum,“ sagði Donohue. Aðrir gagnrýnendur Trump segja hann vera að nota heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar og efnahagsaðstæður hans vegna í pólitískum tilgangi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira