Maðurinn sem gerði astraltertugubbið stígur fram Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2020 13:23 Ein helsta ráðgáta íslenskrar kvikmyndagerðar hefur nú verið leyst. Símon Jón er maðurinn sem gerði gubbið. „JJJááááá Hemmi minn – það var svo mikið ég sem gerði astraltertugubbið – jjjjjáááááá!“ segir Símon Jón Jóhannsson íslenskukennari sposkur. Símon Jón hefur nú sigið fram sem sá maður sem ber ábyrgð á einhverju frægasta proppsi sem um getur í íslenskri kvikmyndagerð. Nefnilega sjálfu astraltertugubbinu í vinsælustu kvikmynd Íslandssögunnar: Með allt á hreinu. Það gerir hann í frásögn á Facebooksíðu sinni sem hann birti í dag og varpar þar með ljósi á eina af helstu ráðgátum íslenskrar kvikmyndagerðar. „Sumarið 1982 vann ég sem pitsubakari á Horninu við Hafnarstræti í Reykjavík. Starfið hafði ég fengið í gegnum vinnumiðlun stúdenta og sló til. Þetta var skemmtilegt starf og skemmtilegt sumar. Ítalinn Luciano kenndi mér kúnstina að baka og þarna stóð ég sem sagt sumarlangt við pitsuofninn á Horninu og útbjó pitsur,“ segir Símon Jón. Á ýmsu gengur í veitingahúsi, að sögn kennarans sem þar öðlaðist reynslu sem hann bý enn að. Hvergi getið á kreditlistum „Hornið er eitt af fyrstu veitingahúsum landsins til að bjóða upp á pitsur og þetta sumar komu margir sem aldrei höfðu smakkað pitsur áður.“ En, svo er það dag einn að inn á staðinn kemur fólk sem var að vinna að atriði í kvikmynd á gömlu lögreglustöðinni bakatil við hliðina á Horninu. „Fólkið spurði hvort við gætum útbúið fyrir það ælu í plastpoka sem nota átti í myndinni. Þýski aðalkokkurinn atti pitsudrengnum í þann starfa. Ég skar niður eitthvað af grænmeti, kjötbitum og fleiri matarafgöngum, hellti sósusulli og mjólk yfir og bætti svo dágóðum slatta af tabasco saman við til að ná fram ælulegum lit. Úr varð bleikleitur matargrautur sem óneitanlega minnti á ælu. Þetta setti ég svo í glæran plastpoka og afhenti kvikmyndagerðarfólkinu. Síðan vissi ég ekki meir fyrr en um næstu áramót að ég fór og sá Með allt á hreinu. Þar birtist þá ælan góða sem astraltertugubb. Mín var þó hvergi getið á kreditlistanum.“ Missti af hlutverki í Landi og sonum Símon Jón segir að því miður sé þetta upphafið og jafnframt endirinn á frama hans í heimi tónlistar og kvikmynda. „Mér var einu sinni boðið að leika í kvikmyndinni Land og synir – það er ball í myndinni og ég átti að vera einn af ballgestum. En á þessum tíma var ég með sítt hár og skegg sem passaði ekki fyrir lífið á kreppuárunum. Þurfti því að láta klippa mig og raka en var ekki til í að fórna kúlinu og afþakkaði því tilboðið. Sé alltaf eftir því og ef ég hefði gripið tækifærið væri ég sennilega vestur í Hollywood en ekki í aumu og vanþakklátu kennaradjobbi í Flensborg,“ segir Símon Jón sem hefur starfað þar í 35 ár. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira
„JJJááááá Hemmi minn – það var svo mikið ég sem gerði astraltertugubbið – jjjjjáááááá!“ segir Símon Jón Jóhannsson íslenskukennari sposkur. Símon Jón hefur nú sigið fram sem sá maður sem ber ábyrgð á einhverju frægasta proppsi sem um getur í íslenskri kvikmyndagerð. Nefnilega sjálfu astraltertugubbinu í vinsælustu kvikmynd Íslandssögunnar: Með allt á hreinu. Það gerir hann í frásögn á Facebooksíðu sinni sem hann birti í dag og varpar þar með ljósi á eina af helstu ráðgátum íslenskrar kvikmyndagerðar. „Sumarið 1982 vann ég sem pitsubakari á Horninu við Hafnarstræti í Reykjavík. Starfið hafði ég fengið í gegnum vinnumiðlun stúdenta og sló til. Þetta var skemmtilegt starf og skemmtilegt sumar. Ítalinn Luciano kenndi mér kúnstina að baka og þarna stóð ég sem sagt sumarlangt við pitsuofninn á Horninu og útbjó pitsur,“ segir Símon Jón. Á ýmsu gengur í veitingahúsi, að sögn kennarans sem þar öðlaðist reynslu sem hann bý enn að. Hvergi getið á kreditlistum „Hornið er eitt af fyrstu veitingahúsum landsins til að bjóða upp á pitsur og þetta sumar komu margir sem aldrei höfðu smakkað pitsur áður.“ En, svo er það dag einn að inn á staðinn kemur fólk sem var að vinna að atriði í kvikmynd á gömlu lögreglustöðinni bakatil við hliðina á Horninu. „Fólkið spurði hvort við gætum útbúið fyrir það ælu í plastpoka sem nota átti í myndinni. Þýski aðalkokkurinn atti pitsudrengnum í þann starfa. Ég skar niður eitthvað af grænmeti, kjötbitum og fleiri matarafgöngum, hellti sósusulli og mjólk yfir og bætti svo dágóðum slatta af tabasco saman við til að ná fram ælulegum lit. Úr varð bleikleitur matargrautur sem óneitanlega minnti á ælu. Þetta setti ég svo í glæran plastpoka og afhenti kvikmyndagerðarfólkinu. Síðan vissi ég ekki meir fyrr en um næstu áramót að ég fór og sá Með allt á hreinu. Þar birtist þá ælan góða sem astraltertugubb. Mín var þó hvergi getið á kreditlistanum.“ Missti af hlutverki í Landi og sonum Símon Jón segir að því miður sé þetta upphafið og jafnframt endirinn á frama hans í heimi tónlistar og kvikmynda. „Mér var einu sinni boðið að leika í kvikmyndinni Land og synir – það er ball í myndinni og ég átti að vera einn af ballgestum. En á þessum tíma var ég með sítt hár og skegg sem passaði ekki fyrir lífið á kreppuárunum. Þurfti því að láta klippa mig og raka en var ekki til í að fórna kúlinu og afþakkaði því tilboðið. Sé alltaf eftir því og ef ég hefði gripið tækifærið væri ég sennilega vestur í Hollywood en ekki í aumu og vanþakklátu kennaradjobbi í Flensborg,“ segir Símon Jón sem hefur starfað þar í 35 ár.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira