Kláraði og vann sjöþraut fótbrotin: Helvíti en ég fór þetta á þrjóskunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 10:30 María Rún Gunnlaugsdóttir sagði söguna af því þegar hún vann sjöþrautina á danska meistaramótinu í fyrra og hvað hún þurfti þá að ganga í gegnum. Skjámynd/Fésbókin Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir er stjarna nýjasta þáttarins „Á æfingu“ hjá Frjálsíþróttasamband Íslands en þar fór hún yfir það hvernig hún æfir en einnig sinn feril og þar á meðal stærstu stundirnar á frjálsíþróttaferlinum. María Rún Gunnlaugsdóttir sagði meðal annars söguna af því þegar hún vann sjöþrautina á danska meistaramótinu í fyrra. María Rún var spurð út í eftirminnilegasta afrekið á ferlinum. „Það er ábyggilega bara besta þrautin mín sem ég náði í fyrra í Evrópubikarnum á Madeira þar sem ég lenti í þriðja sæti. Það gekk ekki alveg allt upp þar en það var samt bæting,“ sagði María Rún Gunnlaugsdóttir. Skjámynd/Fésbókin „Það er reyndar líka seinasta mótið mitt í fyrra þegar ég fór á danska meistaramótið í frjálsum og vann það,“ sagði María Rún en það var langt frá því að vera öll sagan af þessu móti. „Daginn áður en ég fór út þá var ég byrjuð að finna fyrir einhverju í fætinum en ég hálf hunsaði það. Síðan fór ég í gegnum fyrri daginn og það gekk allt í lagi. Ég fann alltaf smá fyrir en eftir fyrri daginn þá var ég að drepast í fætinum,“ sagði María Rún en hún hætti ekki keppni heldur harkaði af sér. Skilur ekki hvernig hún komst í gegnum þrautina „Ég ætlaði bara að koma mér í gegnum þetta af því að ég sá að ég átti möguleika á því að vinna. Ég skil samt ekki alveg, svona eftir á, hvernig ég komst í gegnum þetta því ég var að drepast. Seinni dagurinn er langstökk, spjótkast og 800 metra hlaup og þetta var stökkfóturinn,“ sagði María Rún. „Ég var alltaf með það á bak við eyrað hvort þetta væri brot eða eitthvað en ég vissi það ekkert. Það var ekki góður árangur hjá mér á þessum seinni degi en ég komst í gegnum þetta,“ sagði María Rún. María Rún keppti sem gestur á danska meistaramótinu í fjölþrautum og varð efst keppenda með 5285 stig. Sú sem varð á eftir henni og danskur meistari hlaut 5151 stig. Skjámynd/Fésbókin „800 metra hlaupið var eiginlega bara helvíti. Það tók svo langan tíma og þetta var svo vont í hverju einasta skrefi. Ég gat ekki hitað upp eða neitt. Þetta var mjög vont fyrstu 400 metrana en svo var þetta byrjað að dofna síðustu 300 metrana,“ sagði María Rún og eftir mótið kom alvarleiki meiðslanna í ljós. Gat ekki stigið í fótinn á eftir „Ég gat ekki stigið í fótinn og fór í myndatöku. Þá kom bara í ljós að ég var brotin en ég náði einhvern veginn að komast í gegnum þetta á þrjóskunni. Ég veit ekki hversu gott eða slæmt það er. Þetta var aðallega vegna þess að ég sá að ég gat unnið þetta og þess vegna reyndi ég að koma mér í gegnum þetta. Ég mun ekki gleyma því móti,“ sagði María Rún. María sigraði í hástökki og 200 metra hlaupi. Í hástökkinu stökk hún yfir 1,70 metra og í 200 metra hlaupinu kom hún í mark á 25,97 sekúndum. Hún varð svo í öðru sæti í þremur greinum. 100 metra grindahlaupið hljóp hún á 14,38 sekúndum, í spjótkasti kastaði hún 40,89 metra og í 800 metra hlaupi var tími hennar 2:25,03 mínútur. Í langstökki varð hún fjórða með 5,45 metra stökk og sjötta í kúluvarpi með 10,76 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir fór síðan yfir framhaldið hjá sér í sumar en hún ætlar að keppa á mótunum sem eru hér heima og vonast síðan til að komast út til að keppa í einni þraut á Norðurlöndunum í haust. Það má sjá allan þáttinn um Maríu Rún hér fyrir neðan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir er stjarna nýjasta þáttarins „Á æfingu“ hjá Frjálsíþróttasamband Íslands en þar fór hún yfir það hvernig hún æfir en einnig sinn feril og þar á meðal stærstu stundirnar á frjálsíþróttaferlinum. María Rún Gunnlaugsdóttir sagði meðal annars söguna af því þegar hún vann sjöþrautina á danska meistaramótinu í fyrra. María Rún var spurð út í eftirminnilegasta afrekið á ferlinum. „Það er ábyggilega bara besta þrautin mín sem ég náði í fyrra í Evrópubikarnum á Madeira þar sem ég lenti í þriðja sæti. Það gekk ekki alveg allt upp þar en það var samt bæting,“ sagði María Rún Gunnlaugsdóttir. Skjámynd/Fésbókin „Það er reyndar líka seinasta mótið mitt í fyrra þegar ég fór á danska meistaramótið í frjálsum og vann það,“ sagði María Rún en það var langt frá því að vera öll sagan af þessu móti. „Daginn áður en ég fór út þá var ég byrjuð að finna fyrir einhverju í fætinum en ég hálf hunsaði það. Síðan fór ég í gegnum fyrri daginn og það gekk allt í lagi. Ég fann alltaf smá fyrir en eftir fyrri daginn þá var ég að drepast í fætinum,“ sagði María Rún en hún hætti ekki keppni heldur harkaði af sér. Skilur ekki hvernig hún komst í gegnum þrautina „Ég ætlaði bara að koma mér í gegnum þetta af því að ég sá að ég átti möguleika á því að vinna. Ég skil samt ekki alveg, svona eftir á, hvernig ég komst í gegnum þetta því ég var að drepast. Seinni dagurinn er langstökk, spjótkast og 800 metra hlaup og þetta var stökkfóturinn,“ sagði María Rún. „Ég var alltaf með það á bak við eyrað hvort þetta væri brot eða eitthvað en ég vissi það ekkert. Það var ekki góður árangur hjá mér á þessum seinni degi en ég komst í gegnum þetta,“ sagði María Rún. María Rún keppti sem gestur á danska meistaramótinu í fjölþrautum og varð efst keppenda með 5285 stig. Sú sem varð á eftir henni og danskur meistari hlaut 5151 stig. Skjámynd/Fésbókin „800 metra hlaupið var eiginlega bara helvíti. Það tók svo langan tíma og þetta var svo vont í hverju einasta skrefi. Ég gat ekki hitað upp eða neitt. Þetta var mjög vont fyrstu 400 metrana en svo var þetta byrjað að dofna síðustu 300 metrana,“ sagði María Rún og eftir mótið kom alvarleiki meiðslanna í ljós. Gat ekki stigið í fótinn á eftir „Ég gat ekki stigið í fótinn og fór í myndatöku. Þá kom bara í ljós að ég var brotin en ég náði einhvern veginn að komast í gegnum þetta á þrjóskunni. Ég veit ekki hversu gott eða slæmt það er. Þetta var aðallega vegna þess að ég sá að ég gat unnið þetta og þess vegna reyndi ég að koma mér í gegnum þetta. Ég mun ekki gleyma því móti,“ sagði María Rún. María sigraði í hástökki og 200 metra hlaupi. Í hástökkinu stökk hún yfir 1,70 metra og í 200 metra hlaupinu kom hún í mark á 25,97 sekúndum. Hún varð svo í öðru sæti í þremur greinum. 100 metra grindahlaupið hljóp hún á 14,38 sekúndum, í spjótkasti kastaði hún 40,89 metra og í 800 metra hlaupi var tími hennar 2:25,03 mínútur. Í langstökki varð hún fjórða með 5,45 metra stökk og sjötta í kúluvarpi með 10,76 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir fór síðan yfir framhaldið hjá sér í sumar en hún ætlar að keppa á mótunum sem eru hér heima og vonast síðan til að komast út til að keppa í einni þraut á Norðurlöndunum í haust. Það má sjá allan þáttinn um Maríu Rún hér fyrir neðan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira