Yfir hundrað þúsund látin í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. maí 2020 23:55 Hvergi í heiminum hafa fleiri smitast af kórónuveirunni svo vitað sé eða látið lífið vegna hennar en í Bandaríkjunum. Getty/Spencer Platt Rúmlega 102 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins-háskóla í Maryland-ríki. Bandaríkin eru það land þar sem flest tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hafa greinst, en rúmlega 1,7 milljónir tilfella hafa verið staðfest þar í landi. Alls hafa tæplega 5,8 milljónir tilfella greinst í heiminum og hefur sjúkdómurinn dregið rúmlega 356 þúsund manns til dauða á heimsvísu. Fyrsta tilfelli veirunnar í Bandaríkjunum greindist 21. janúar síðastliðinn. Þar var um að ræða mann sem hafði nýverið ferðast til Kína, en veiran er talin hafa átt upptök sín í kínversku borginni Wuhan. Í febrúar sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að búið væri að ná stjórn á veirunni innan Bandaríkjanna og að í apríl myndi hún mögulega „hverfa, eins og fyrir kraftaverk.“ Þá hefur hann spáð því að dauðsföll í Bandaríkjunum af völdum veirunnar yrðu á bilinu 50 til 60 þúsund. Síðar sagði hann að þau yrðu „talsvert undir 100 þúsund.“ Eins sagði forsetinn fyrr í þessum mánuði að það væri heiður fyrir Bandaríkin að eiga flest greind smit allra ríkja í heiminum. Það þótti honum benda til þess að Bandaríkjamenn stæðu sig vel í prófunum fyrir kórónuveirunni. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á efnahagslífið í Bandaríkjunum og hafa tugir milljóna manna misst vinnuna; í byrjun þessa mánaðar höfðu yfir 30 milljónir Bandaríkjamanna sótt um atvinnuleysisbætur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Rúmlega 102 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins-háskóla í Maryland-ríki. Bandaríkin eru það land þar sem flest tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hafa greinst, en rúmlega 1,7 milljónir tilfella hafa verið staðfest þar í landi. Alls hafa tæplega 5,8 milljónir tilfella greinst í heiminum og hefur sjúkdómurinn dregið rúmlega 356 þúsund manns til dauða á heimsvísu. Fyrsta tilfelli veirunnar í Bandaríkjunum greindist 21. janúar síðastliðinn. Þar var um að ræða mann sem hafði nýverið ferðast til Kína, en veiran er talin hafa átt upptök sín í kínversku borginni Wuhan. Í febrúar sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að búið væri að ná stjórn á veirunni innan Bandaríkjanna og að í apríl myndi hún mögulega „hverfa, eins og fyrir kraftaverk.“ Þá hefur hann spáð því að dauðsföll í Bandaríkjunum af völdum veirunnar yrðu á bilinu 50 til 60 þúsund. Síðar sagði hann að þau yrðu „talsvert undir 100 þúsund.“ Eins sagði forsetinn fyrr í þessum mánuði að það væri heiður fyrir Bandaríkin að eiga flest greind smit allra ríkja í heiminum. Það þótti honum benda til þess að Bandaríkjamenn stæðu sig vel í prófunum fyrir kórónuveirunni. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á efnahagslífið í Bandaríkjunum og hafa tugir milljóna manna misst vinnuna; í byrjun þessa mánaðar höfðu yfir 30 milljónir Bandaríkjamanna sótt um atvinnuleysisbætur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira