Samningum rift við barnshafandi leikmenn: „Íþróttakonur eru ótrúlega lítið verndaðar“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 21:00 Sif Atladóttir var orðin mamma þegar hún gegndi lykilhlutverki í vörn Íslands á EM 2017. Hér smellir hún kossi á dóttur sína eftir leik á mótinu. VÍSIR/GETTY Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður Kristianstad, er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. Hún er ólétt að sínu öðru barni og vill meðal annars stuðla að bættri stöðu knattspyrnukvenna sem eignast börn. Sif benti á það í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag að knattspyrnukonur byggju við mikið óöryggi varðandi það hvort þær gætu haldið áfram hjá sínu félagi eftir fæðingarorlof, og að ljótar sögur væru til af riftun samninga vegna óléttu. „Við sem íþróttakonur erum ótrúlega lítið verndaðar með reglum. Ég er búin að heyra ótrúlega leiðinlegar sögur þar sem að konur segja frá því að þær séu orðnar óléttar og þá er samningum bara rift; „skilaðu þessu og þessu, takk og bless!“ Fyrir mér er þetta ótrúlega sorglegt því að það á ekki að vera neinn endir á neinu að búa til fjölskyldu. Stuðningurinn frá íþróttaheiminum er hins vegar takmarkaður því það veit enginn hver á að taka hvað ábyrgð eða hvaða reglugerðir eiga að grípa inn í. Þetta er viðkvæmt málefni en ef að við horfum bara á það þegar konur voru að fara fyrst út á atvinnumarkaðinn þá komu allar þessar spurningar upp, en við erum svolítið á byrjunarreitnum enn í íþróttaheiminum,“ sagði Sif. Eiga allir að geta snúið til baka eftir að hafa eignast fjölskyldu Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður, eignaðist tvíbura í janúar. Hún er leikmaður Djurgården í Svíþjóð og sagði við fótboltavefsíðuna Fotboll Sthlm að hún hefði óttast að fá ekki tækifæri aftur hjá sínu félagi eftir barneignir. „Ég talaði við Guggu í gær og við ræddum þessi mál aðeins. Það skiptir máli hvað þú ert búinn að gera og leggja inn á bankann til þess að sjá hvort að maður sé nógu aðlaðandi til að fá mann til baka. Það skiptir því máli fyrir þann sem er að ráða mann hvað maður er búinn að gera til að sjá hvort það sé þess virði að fá mann til baka. Það er því ákveðin „sortering“ í burtu, sem mér finnst náttúrulega fáránleg. Það eiga allir að geta átt möguleika á að eignast fjölskyldu og koma til baka. Íþróttirnar ganga svolítið út á fjölskyldur, að fá fjölskylduna á völlinn, en þegar maður kíkir á efsta stigið þá erum við ekki margar kvennamegin sem eignumst fjölskyldu og komum til baka,“ sagði Sif en nánar er rætt við hana í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Sif Atla um baráttuna fyrir réttindum fótboltakvenna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sænski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Svíþjóð Sportið í dag Tengdar fréttir Segir að fótboltakonur ræði aldrei barneignir í klefanum Íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa báðar vakið athygli á stöðu þungaðra knattspyrnukvenna í viðtölum við sænska fjölmiðla. 26. maí 2020 11:00 Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Sif Atladóttir lætur verkin tala í baráttunni fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna því hún er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. 26. maí 2020 09:00 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Sjá meira
Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður Kristianstad, er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. Hún er ólétt að sínu öðru barni og vill meðal annars stuðla að bættri stöðu knattspyrnukvenna sem eignast börn. Sif benti á það í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag að knattspyrnukonur byggju við mikið óöryggi varðandi það hvort þær gætu haldið áfram hjá sínu félagi eftir fæðingarorlof, og að ljótar sögur væru til af riftun samninga vegna óléttu. „Við sem íþróttakonur erum ótrúlega lítið verndaðar með reglum. Ég er búin að heyra ótrúlega leiðinlegar sögur þar sem að konur segja frá því að þær séu orðnar óléttar og þá er samningum bara rift; „skilaðu þessu og þessu, takk og bless!“ Fyrir mér er þetta ótrúlega sorglegt því að það á ekki að vera neinn endir á neinu að búa til fjölskyldu. Stuðningurinn frá íþróttaheiminum er hins vegar takmarkaður því það veit enginn hver á að taka hvað ábyrgð eða hvaða reglugerðir eiga að grípa inn í. Þetta er viðkvæmt málefni en ef að við horfum bara á það þegar konur voru að fara fyrst út á atvinnumarkaðinn þá komu allar þessar spurningar upp, en við erum svolítið á byrjunarreitnum enn í íþróttaheiminum,“ sagði Sif. Eiga allir að geta snúið til baka eftir að hafa eignast fjölskyldu Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður, eignaðist tvíbura í janúar. Hún er leikmaður Djurgården í Svíþjóð og sagði við fótboltavefsíðuna Fotboll Sthlm að hún hefði óttast að fá ekki tækifæri aftur hjá sínu félagi eftir barneignir. „Ég talaði við Guggu í gær og við ræddum þessi mál aðeins. Það skiptir máli hvað þú ert búinn að gera og leggja inn á bankann til þess að sjá hvort að maður sé nógu aðlaðandi til að fá mann til baka. Það skiptir því máli fyrir þann sem er að ráða mann hvað maður er búinn að gera til að sjá hvort það sé þess virði að fá mann til baka. Það er því ákveðin „sortering“ í burtu, sem mér finnst náttúrulega fáránleg. Það eiga allir að geta átt möguleika á að eignast fjölskyldu og koma til baka. Íþróttirnar ganga svolítið út á fjölskyldur, að fá fjölskylduna á völlinn, en þegar maður kíkir á efsta stigið þá erum við ekki margar kvennamegin sem eignumst fjölskyldu og komum til baka,“ sagði Sif en nánar er rætt við hana í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Sif Atla um baráttuna fyrir réttindum fótboltakvenna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sænski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Svíþjóð Sportið í dag Tengdar fréttir Segir að fótboltakonur ræði aldrei barneignir í klefanum Íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa báðar vakið athygli á stöðu þungaðra knattspyrnukvenna í viðtölum við sænska fjölmiðla. 26. maí 2020 11:00 Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Sif Atladóttir lætur verkin tala í baráttunni fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna því hún er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. 26. maí 2020 09:00 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Sport Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Úlfarnir í úrslit vestursins Körfubolti Fleiri fréttir Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Sjá meira
Segir að fótboltakonur ræði aldrei barneignir í klefanum Íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa báðar vakið athygli á stöðu þungaðra knattspyrnukvenna í viðtölum við sænska fjölmiðla. 26. maí 2020 11:00
Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Sif Atladóttir lætur verkin tala í baráttunni fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna því hún er komin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna. 26. maí 2020 09:00
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn