18 dagar í Pepsi Max: Unnu sama bikar með landsliði og Íslandsmeistaraliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 12:00 Eyjamenn fagna Íslandsmeistaratitlinum haustið 1998 á forsíðu Eyjafrétta en þetta er forsíða Frétta 1. október 1998. Ívar Ingimarsson fagnar hér með félögum sínum en hann var að handleika þennan bikar í annað skiptið eftir að hafa unnið hann líka með unglingalandsliðinu. Skjáskot af Tímarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 18 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Þegar KSÍ ákvað að breyta nafni efstu deildar í úrvalsdeild sumarið 1997 var einnig tekinn sú ákvörðun að taka í notkun nýjan bikar fyrir Íslandsmeistarana. Bikarinn sem var valinn var bikarinn sem landslið íslands, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, fékk fyrir sigur á sterku alþjóðlegu móti á Ítalíu vorið 1996. Fimm leikmenn úr umræddu átján ára landsliði áttu síðan eftir að verða seinna Íslandsmeistarar þar sem þeir fengu að handleika þennan sérstaka bikar aftur en nú undir allt öðrum kringumstæðum. Markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson er hér efstur á blaði enda aðalmarkvörður beggja liða, það er U18 vorið 1996 og Íslandsmeistarliði ÍA sumarið 2001. Ólafur var valinn besti maður mótsins á Ítalíu þegar íslenska átján ára landsliðið hafði betur í baráttu við þjóðir eins og Tyrkland, Sviss, Slóvakíu, Noreg og Ungverjaland og fékk að launum glæsilegan bikar. Ólafur tryggði íslenska liðinu sigurinn með því að verja tvær vítaspyrnur í vítakeppni í úrslitaleiknum á móti Slóvakíu. Ólafur vann aftur þennan bikar sumarið 2001 og þá sem markvörður Skagamanna sem urðu Íslandsmeistarar. Ólafur átti flott sumar og varði meðal annars allar þrjár vítaspyrnurnar sem hann reyndi við. Skagamenn unnu Íslandsmeistaratitilinn einmitt á markatölu. Sá fyrsti til að vinna bikarinn aftur var aftur á móti Ívar Ingimarsson þegar hann varð Íslandsmeistari með Eyjamönnum sumarið 1998. Ívar hafði komið til ÍBV frá Val og varð meistari á sínu fyrsta tímabili í Eyjum. Hann fékk aftur að handleika bikarinn eftir sigur ÍBV á KR í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni í Vesturbænum. Árið eftir urðu þeir Árni Ingi Pjetursson og Edilon Hreinsson Íslandsmeistarar með KR en þó í mjög litlum hlutverkum. Árni Ingi var líka í hópnum í fyrstu tveimur leikjunum á Íslandsmeistarasumrinu árið eftir en fékk ekki að fara inn á. Fimmti leikmaðurinn úr þessu átján ára landsliði sem náði því að vinna bikarinn sem Íslandsmeistari var síðan Haukur Ingi Guðnason sem varð Íslandsmeistari með KR sumarið 2000. Hann hafði þá komið frá Liverpool um vorið og náð að spila þrettán deildarleiki með liðinu. Ívar Ingimarsson átti mjög farsælan atvinnumannaferil en það áttu einnig Heiðar Helguson, Jóhann Birnir Guðmundsson og Arnar Þór Viðarsson voru líka í þessu átján ára landsliði á Ítalíu. Valur Fannar Gíslason spilaði líka í atvinnumennsku og Þorbjörn Atli Sveinsson átti líka fínan feril í efstu deild. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 18 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Þegar KSÍ ákvað að breyta nafni efstu deildar í úrvalsdeild sumarið 1997 var einnig tekinn sú ákvörðun að taka í notkun nýjan bikar fyrir Íslandsmeistarana. Bikarinn sem var valinn var bikarinn sem landslið íslands, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, fékk fyrir sigur á sterku alþjóðlegu móti á Ítalíu vorið 1996. Fimm leikmenn úr umræddu átján ára landsliði áttu síðan eftir að verða seinna Íslandsmeistarar þar sem þeir fengu að handleika þennan sérstaka bikar aftur en nú undir allt öðrum kringumstæðum. Markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson er hér efstur á blaði enda aðalmarkvörður beggja liða, það er U18 vorið 1996 og Íslandsmeistarliði ÍA sumarið 2001. Ólafur var valinn besti maður mótsins á Ítalíu þegar íslenska átján ára landsliðið hafði betur í baráttu við þjóðir eins og Tyrkland, Sviss, Slóvakíu, Noreg og Ungverjaland og fékk að launum glæsilegan bikar. Ólafur tryggði íslenska liðinu sigurinn með því að verja tvær vítaspyrnur í vítakeppni í úrslitaleiknum á móti Slóvakíu. Ólafur vann aftur þennan bikar sumarið 2001 og þá sem markvörður Skagamanna sem urðu Íslandsmeistarar. Ólafur átti flott sumar og varði meðal annars allar þrjár vítaspyrnurnar sem hann reyndi við. Skagamenn unnu Íslandsmeistaratitilinn einmitt á markatölu. Sá fyrsti til að vinna bikarinn aftur var aftur á móti Ívar Ingimarsson þegar hann varð Íslandsmeistari með Eyjamönnum sumarið 1998. Ívar hafði komið til ÍBV frá Val og varð meistari á sínu fyrsta tímabili í Eyjum. Hann fékk aftur að handleika bikarinn eftir sigur ÍBV á KR í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni í Vesturbænum. Árið eftir urðu þeir Árni Ingi Pjetursson og Edilon Hreinsson Íslandsmeistarar með KR en þó í mjög litlum hlutverkum. Árni Ingi var líka í hópnum í fyrstu tveimur leikjunum á Íslandsmeistarasumrinu árið eftir en fékk ekki að fara inn á. Fimmti leikmaðurinn úr þessu átján ára landsliði sem náði því að vinna bikarinn sem Íslandsmeistari var síðan Haukur Ingi Guðnason sem varð Íslandsmeistari með KR sumarið 2000. Hann hafði þá komið frá Liverpool um vorið og náð að spila þrettán deildarleiki með liðinu. Ívar Ingimarsson átti mjög farsælan atvinnumannaferil en það áttu einnig Heiðar Helguson, Jóhann Birnir Guðmundsson og Arnar Þór Viðarsson voru líka í þessu átján ára landsliði á Ítalíu. Valur Fannar Gíslason spilaði líka í atvinnumennsku og Þorbjörn Atli Sveinsson átti líka fínan feril í efstu deild.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn