Segja póstatkvæði brjóta á rétti kjósenda og höfða mál gegn Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2020 08:46 Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir mikilvægt að tryggja öryggi kjósenda í nóvember. EPA/RICH PEDRONCELLI Þrenn samtök Repúblikana, og þar á meðal Landsnefnd Repúblikanaflokksins, hafa höfðað mál gegn Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Tilefni málaferlanna er að hann hefur gefið út þá tilskipun að kjörseðlar verði sendir til allra skráða kjósenda í ríkinu í kosningunum í nóvember. Þá ákvörðun tók Newsom þann 8. maí og varð Kalifornía fyrsta ríkið þar sem þessi ákvörðun var tekin vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Repúblikanar segja að kosningar sem fari fram með þessum hætti muni bjóða upp á kosningasvik. Donald Trump. forseti, hefur til að mynda ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl fylgi póstatkvæðum. Meðal annars hefur hann sagt að hann hafi í raun fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton í kosningunum árið 2016, sé tillit tekið til kosningasvika. Sjá einnig: Ráðgjafi Trump sagði flokkinn reiða sig á að hindra kjósendur Hann hefur þó aldrei rökstutt þær yfirlýsingar sínar og rannsóknarnefnd sem hann setti á laggirnar og átti að staðfesta kosningasvindl var tiltölulega fljótt leyst upp án niðurstöðu. Einn meðlimur nefndarinnar sagði eftir á að henni hafi eingöngu verið ætlað að styðja innihaldslaus orð forsetans. Ronna McDaniel, framkvæmdastýra Landsnefndar Repúblikanaflokksins, opinberaði lögsóknina á Twitter í nótt. Þar sakaði hún Demókrata um að nýta faraldurinn til að tryggja sér völd og sagði hún að póstatkvæðin myndu grafa undan trausti íbúa Kaliforníu á kosningarnar. I am pleased to announce that the RNC, @NRCC & @CAGOP just sued Gavin Newsom over his illegal election power grab.His radical plan is a recipe for disaster that would create more opportunities for fraud & destroy the confidence Californians deserve to have in their elections.— Ronna McDaniel (@GOPChairwoman) May 24, 2020 Í frétt LA Times segir að í lögsókninni sjálfri sé Newsom sakaður um að reyna að hrifsa til sín völd á óskammfeilinn máta og brjóta á réttindum þeirra sem hafa raunverulegan rétt á því að kjósa. Lögsóknin endurspeglar ummæli Trump sem hótaði nýverið að halda aftur af fjárveitingum til ríkja sem heimili póstatkvæði. Newsom og embættismenn segja póstatkvæði nauðsynleg til að tryggja öryggi kjósenda, því faraldurinn verði að öllum líkindum enn til staðar í nóvember. Ríkisstjórinn hefur enn fremur sagt að hann sé ekki að brjóta lög. Alex Padilla, innanríkisráðherra Kaliforníu greip einnig til Twitter í nótt vegna lögsóknarinnar og sagði það að gera kjósendum auðveldara að kjósa á tímum faraldurs væri ekki pólitískt mál. Það væri mikilvægt að tryggja rétt fólks til að kjósa og það á öruggan hátt. Hann sagði að notast hafi verið við póstatkvæði í mörgum ríkjum um árabil og það hafi gengið vel. Padilla bætti við að lögsóknin væri eingöngu liður í áróðri Trump gegn póstatkvæðum og Kalifornía myndi ekki leyfa hagsmunaöflum að nýta faraldurinn til að koma niður á réttindum fólks til að kjósa. Expanding vote-by-mail during a pandemic is not a partisan issue — it’s a moral imperative to protect voting rights and public safety. Vote-by-mail has been used safely and effectively in red, blue, and purple states for years. (1/2)— Alex Padilla (@AlexPadilla4CA) May 25, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Þrenn samtök Repúblikana, og þar á meðal Landsnefnd Repúblikanaflokksins, hafa höfðað mál gegn Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Tilefni málaferlanna er að hann hefur gefið út þá tilskipun að kjörseðlar verði sendir til allra skráða kjósenda í ríkinu í kosningunum í nóvember. Þá ákvörðun tók Newsom þann 8. maí og varð Kalifornía fyrsta ríkið þar sem þessi ákvörðun var tekin vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Repúblikanar segja að kosningar sem fari fram með þessum hætti muni bjóða upp á kosningasvik. Donald Trump. forseti, hefur til að mynda ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl fylgi póstatkvæðum. Meðal annars hefur hann sagt að hann hafi í raun fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton í kosningunum árið 2016, sé tillit tekið til kosningasvika. Sjá einnig: Ráðgjafi Trump sagði flokkinn reiða sig á að hindra kjósendur Hann hefur þó aldrei rökstutt þær yfirlýsingar sínar og rannsóknarnefnd sem hann setti á laggirnar og átti að staðfesta kosningasvindl var tiltölulega fljótt leyst upp án niðurstöðu. Einn meðlimur nefndarinnar sagði eftir á að henni hafi eingöngu verið ætlað að styðja innihaldslaus orð forsetans. Ronna McDaniel, framkvæmdastýra Landsnefndar Repúblikanaflokksins, opinberaði lögsóknina á Twitter í nótt. Þar sakaði hún Demókrata um að nýta faraldurinn til að tryggja sér völd og sagði hún að póstatkvæðin myndu grafa undan trausti íbúa Kaliforníu á kosningarnar. I am pleased to announce that the RNC, @NRCC & @CAGOP just sued Gavin Newsom over his illegal election power grab.His radical plan is a recipe for disaster that would create more opportunities for fraud & destroy the confidence Californians deserve to have in their elections.— Ronna McDaniel (@GOPChairwoman) May 24, 2020 Í frétt LA Times segir að í lögsókninni sjálfri sé Newsom sakaður um að reyna að hrifsa til sín völd á óskammfeilinn máta og brjóta á réttindum þeirra sem hafa raunverulegan rétt á því að kjósa. Lögsóknin endurspeglar ummæli Trump sem hótaði nýverið að halda aftur af fjárveitingum til ríkja sem heimili póstatkvæði. Newsom og embættismenn segja póstatkvæði nauðsynleg til að tryggja öryggi kjósenda, því faraldurinn verði að öllum líkindum enn til staðar í nóvember. Ríkisstjórinn hefur enn fremur sagt að hann sé ekki að brjóta lög. Alex Padilla, innanríkisráðherra Kaliforníu greip einnig til Twitter í nótt vegna lögsóknarinnar og sagði það að gera kjósendum auðveldara að kjósa á tímum faraldurs væri ekki pólitískt mál. Það væri mikilvægt að tryggja rétt fólks til að kjósa og það á öruggan hátt. Hann sagði að notast hafi verið við póstatkvæði í mörgum ríkjum um árabil og það hafi gengið vel. Padilla bætti við að lögsóknin væri eingöngu liður í áróðri Trump gegn póstatkvæðum og Kalifornía myndi ekki leyfa hagsmunaöflum að nýta faraldurinn til að koma niður á réttindum fólks til að kjósa. Expanding vote-by-mail during a pandemic is not a partisan issue — it’s a moral imperative to protect voting rights and public safety. Vote-by-mail has been used safely and effectively in red, blue, and purple states for years. (1/2)— Alex Padilla (@AlexPadilla4CA) May 25, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira