Fjöldi lítilla fyrirtækja komi ekki á óvart Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 23. maí 2020 23:00 Ingibjörg Björnsdóttir, verkefnastjóri Litla Íslands. Vísir Rúmlega 80 prósent fyrirtækja sem nýttu sér hlutabótaleiðina skráðu færri en 5 starfsmenn í úrræðið. Verkefnastjóri Litla Íslands segir tölurnar ekki koma sér á óvart. Lítil fyrirtæki séu hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Af þeim rúmlega 6400 fyrirtækjum sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda settu 2950 þeirra aðeins einn starfsmann á hlutabætur og 2323 fyrirtæki skráðu á bilinu tvo til fimm. Eftir standa rúmlega 1160 fyrirtæki, 18 prósent heildarfjöldans, sem létu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur, og það eru þessi fyrirtæki sem Vinnumálastofnun nafngreindi á lista sínum í gær. Á listanum kennir ýmissa grasa; þar má finna stórfyrirtæki, sveitarfélög, veitingastaði, verkfræðistofur, hótel og Hallgrímssókn. Á listanum kemur hins vegar ekki fram hversu marga starfsmenn fyrirtækin settu á hlutabætur eða hvað þau lækkuðu starfshlutfall þeirra mikið. Einnig kann að vanta fyrirtæki á listann sem hafa skráð starfsmenn á hlutabætur á allra síðustu dögum Aprílskýrsla Vinnumálastofnunnar ber þó með sér að 13 stórfyrirtæki hafi hvert um sig minnkað starfshlutfall fleiri en 150 starfsmanna sinna, þar af voru 8 fyrirtæki í ferðaþjónustu, fjögur í verslun og 1 í iðnaði. Samanlagt voru það um um 14% af öllum þeim einstaklingum sem nýttu sér úrræðið þann mánuðinn. Listi Vinnumálastofnunar ber því með sér að stór hluti þeirra sem sett voru hlutabætur hafi verið starfsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem verkefnastjóri Litla Íslands segir að hafi verið viðbúið. „Nei, það kemur ekki á óvart. Mörg lítil fyrirtæki lentu í gríðarlegum rekstrarvanda vegna heimsfaraldursins. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hryggjarstykki í íslensku atvinnulífi, enda greiddu þau 69 prósent af heildarlaunum í landinu á árinu 2018,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og verkefnastjóri Litla Íslands. Þau þurfi því að styðja. „Á bak við hvert fyrirtæki er fólk sem er búið að leggja hart að sér við að skapa sér og samfélaginu verðmæti, sem er mikilvægt að vernda.“ Hlutabótaleiðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Rúmlega 80 prósent fyrirtækja sem nýttu sér hlutabótaleiðina skráðu færri en 5 starfsmenn í úrræðið. Verkefnastjóri Litla Íslands segir tölurnar ekki koma sér á óvart. Lítil fyrirtæki séu hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Af þeim rúmlega 6400 fyrirtækjum sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda settu 2950 þeirra aðeins einn starfsmann á hlutabætur og 2323 fyrirtæki skráðu á bilinu tvo til fimm. Eftir standa rúmlega 1160 fyrirtæki, 18 prósent heildarfjöldans, sem létu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur, og það eru þessi fyrirtæki sem Vinnumálastofnun nafngreindi á lista sínum í gær. Á listanum kennir ýmissa grasa; þar má finna stórfyrirtæki, sveitarfélög, veitingastaði, verkfræðistofur, hótel og Hallgrímssókn. Á listanum kemur hins vegar ekki fram hversu marga starfsmenn fyrirtækin settu á hlutabætur eða hvað þau lækkuðu starfshlutfall þeirra mikið. Einnig kann að vanta fyrirtæki á listann sem hafa skráð starfsmenn á hlutabætur á allra síðustu dögum Aprílskýrsla Vinnumálastofnunnar ber þó með sér að 13 stórfyrirtæki hafi hvert um sig minnkað starfshlutfall fleiri en 150 starfsmanna sinna, þar af voru 8 fyrirtæki í ferðaþjónustu, fjögur í verslun og 1 í iðnaði. Samanlagt voru það um um 14% af öllum þeim einstaklingum sem nýttu sér úrræðið þann mánuðinn. Listi Vinnumálastofnunar ber því með sér að stór hluti þeirra sem sett voru hlutabætur hafi verið starfsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem verkefnastjóri Litla Íslands segir að hafi verið viðbúið. „Nei, það kemur ekki á óvart. Mörg lítil fyrirtæki lentu í gríðarlegum rekstrarvanda vegna heimsfaraldursins. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hryggjarstykki í íslensku atvinnulífi, enda greiddu þau 69 prósent af heildarlaunum í landinu á árinu 2018,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og verkefnastjóri Litla Íslands. Þau þurfi því að styðja. „Á bak við hvert fyrirtæki er fólk sem er búið að leggja hart að sér við að skapa sér og samfélaginu verðmæti, sem er mikilvægt að vernda.“
Hlutabótaleiðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12
Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50