Launahæsta íþróttakona sögunnar 22 ára gömul Arnar Geir Halldórsson skrifar 23. maí 2020 18:00 Naomi Osaka vísir/getty Hin japanska Naomi Osaka er launahæsta íþróttakona heims um þessar mundir samkvæmt lista Forbes og raunar sú launahæsta í sögunni svo vitað sé eða frá því að Forbes fór að taka saman lista yfir launahæstu íþróttakonur heims árið 1990. Osaka hefur verið að taka tennisheiminn yfir á undanförnum árum en hún er aðeins 22 ára gömul og skaust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar hún fékk sinn fyrsta atvinnumannasamning, mánuði áður en hún varð 16 ára gömul. Samkvæmt listanum aflaði Osaka sér 37,4 milljónum Bandaríkjadala í laun eða rúmum 5 milljörðum íslenskra króna í verðlaunafé og fyrir auglýsingasamninga undanfarna 12 mánuði. Bætti hún þar með met annarar tennistjörnu, Mariu Sharapovu, frá árinu 2015. Osaka gerði risasamning við íþróttavöruframleiðandann Nike á síðasta ári eftir að hafa áður verið á mála hjá Adidas. 22-year-old Japanese tennis player, Naomi Osaka, racked up $37 million in earnings in the past year more than any other female athlete in history https://t.co/dPyVyZLqvO by @kbadenhausen pic.twitter.com/m6zuyzqhSX— Forbes (@Forbes) May 22, 2020 Tenniskonur hafa eignað sér toppsætið á lista Forbes á liðnum áratugi en Sharapova var launahæst frá 2011-2015 og goðsögnin Serena Williams frá 2016-2019. Mikill munur er á launum kynjanna en Osaka er í 29.sæti yfir launahæsta íþróttafólk heims. Á 100 manna lista eru aðeins tvær konur en hin er einmitt áðurnefnd Serena Williams. Listi Forbes yfir 100 launahæsta íþróttafólk heims verður birtur í næstu viku. Tennis Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Hin japanska Naomi Osaka er launahæsta íþróttakona heims um þessar mundir samkvæmt lista Forbes og raunar sú launahæsta í sögunni svo vitað sé eða frá því að Forbes fór að taka saman lista yfir launahæstu íþróttakonur heims árið 1990. Osaka hefur verið að taka tennisheiminn yfir á undanförnum árum en hún er aðeins 22 ára gömul og skaust fyrst fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar hún fékk sinn fyrsta atvinnumannasamning, mánuði áður en hún varð 16 ára gömul. Samkvæmt listanum aflaði Osaka sér 37,4 milljónum Bandaríkjadala í laun eða rúmum 5 milljörðum íslenskra króna í verðlaunafé og fyrir auglýsingasamninga undanfarna 12 mánuði. Bætti hún þar með met annarar tennistjörnu, Mariu Sharapovu, frá árinu 2015. Osaka gerði risasamning við íþróttavöruframleiðandann Nike á síðasta ári eftir að hafa áður verið á mála hjá Adidas. 22-year-old Japanese tennis player, Naomi Osaka, racked up $37 million in earnings in the past year more than any other female athlete in history https://t.co/dPyVyZLqvO by @kbadenhausen pic.twitter.com/m6zuyzqhSX— Forbes (@Forbes) May 22, 2020 Tenniskonur hafa eignað sér toppsætið á lista Forbes á liðnum áratugi en Sharapova var launahæst frá 2011-2015 og goðsögnin Serena Williams frá 2016-2019. Mikill munur er á launum kynjanna en Osaka er í 29.sæti yfir launahæsta íþróttafólk heims. Á 100 manna lista eru aðeins tvær konur en hin er einmitt áðurnefnd Serena Williams. Listi Forbes yfir 100 launahæsta íþróttafólk heims verður birtur í næstu viku.
Tennis Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira