Niðurstöðurnar hafi því miður ekki komið á óvart Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. maí 2020 19:49 Niðurstöður könnunar á vinnustaðamenningu á Alþingi koma verr út en sambærilegar kannanir á öðrum vinnustöðum. Fulltrúar í jafnréttisnefnd þingsins segja að því miður hafi niðurstöðurnar ekki komið á óvart. Í niðurstöðum könnunarinnar sem kynntar voru í gær kemur meðal annars í ljós, að í eða í tengslum við starf sitt á Alþingi, segjast hátt í 38% þingmanna hafa orðið fyrir einelti, um 18% segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og hátt í 32% fyrir kynbundinni áreitni. Hlutfallið er nokkru lægra hvað varðar starfsfólk skrifstofu Alþingis og starfsfólki þingflokka, fyrir utan að hátt í 30% starfsfólks þingflokka sem tók þátt í könnuninni segist hafa upplifað kynferðislega áreitni. Sjá einnig: Sextán prósent svarenda í könnun á Alþingi höfðu upplifað kynferðislega áreitni í starfi „Það sló mig hversu margir þetta eru,“ segir Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis. „Bara svo það sé sagt þá finnst mér ekkert frekar en aðrir í þessu samfélagi eigi að þurfa að þola þessa háttsemi. Þannig að það er mjög alvarlegt að það skuli vera meirihluti þeirra sem svara játandi skulu vera þingmenn. En þarna eru líka starfsmenn, bæði starfsfólk skrifstofunnar og starfsmenn þingflokka og það er alveg á hreinu að við þurfum að skoða þann þátt málsins mjög vel líka,“ segir Ragna. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Vilhelm Hún situr í jafnréttisnefnd Alþingis auk mannauðsstjóra og tveggja þingmanna en nefndin hyggst fylgja eftir niðurstöðum könnunarinnar, leita til sérfræðinga og reyna að finna leiðir til úrbóta. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er önnur þeirra þingmanna sem sæti eiga í nefndinni. „Þetta eru sláandi niðurstöður. Ég get ekki sagt að það hafi komið mér verulega á óvart, ég átti alveg eins von á því. Við höfum séð sambærilegar niðurstöður frá Alþjóðaþingmannasambandinu og Evrópuráðinu, þannig þetta eru kannski ekki nýjar fréttir fyrir okkur sem starfa á vettvangi stjórnmálanna,“ segir Bryndís. „Ég hef engu að síður verulegar áhyggjur af þessu og ég hef líka sérstakar áhyggjur af því að starfsmönnum Alþingis líði ekki nógu vel,“ bætir Bryndís við. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Sigurjón Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig situr í nefndinni, tekur í svipaðan streng. „Það er kannski erfitt að segja að niðurstaðan hafi komið á óvart, þetta er nú ekkert langt frá því sem að við höfum verið að sjá í könnunum í samfélaginu almennt. Þetta er nú kannski ívið óhagsræðara okkur heldur en hefur komið fram til dæmis í könnunum Háskóla Íslands,“ segir Guðjón. Alþingi Vinnustaðamenning Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Niðurstöður könnunar á vinnustaðamenningu á Alþingi koma verr út en sambærilegar kannanir á öðrum vinnustöðum. Fulltrúar í jafnréttisnefnd þingsins segja að því miður hafi niðurstöðurnar ekki komið á óvart. Í niðurstöðum könnunarinnar sem kynntar voru í gær kemur meðal annars í ljós, að í eða í tengslum við starf sitt á Alþingi, segjast hátt í 38% þingmanna hafa orðið fyrir einelti, um 18% segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og hátt í 32% fyrir kynbundinni áreitni. Hlutfallið er nokkru lægra hvað varðar starfsfólk skrifstofu Alþingis og starfsfólki þingflokka, fyrir utan að hátt í 30% starfsfólks þingflokka sem tók þátt í könnuninni segist hafa upplifað kynferðislega áreitni. Sjá einnig: Sextán prósent svarenda í könnun á Alþingi höfðu upplifað kynferðislega áreitni í starfi „Það sló mig hversu margir þetta eru,“ segir Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis. „Bara svo það sé sagt þá finnst mér ekkert frekar en aðrir í þessu samfélagi eigi að þurfa að þola þessa háttsemi. Þannig að það er mjög alvarlegt að það skuli vera meirihluti þeirra sem svara játandi skulu vera þingmenn. En þarna eru líka starfsmenn, bæði starfsfólk skrifstofunnar og starfsmenn þingflokka og það er alveg á hreinu að við þurfum að skoða þann þátt málsins mjög vel líka,“ segir Ragna. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Vilhelm Hún situr í jafnréttisnefnd Alþingis auk mannauðsstjóra og tveggja þingmanna en nefndin hyggst fylgja eftir niðurstöðum könnunarinnar, leita til sérfræðinga og reyna að finna leiðir til úrbóta. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er önnur þeirra þingmanna sem sæti eiga í nefndinni. „Þetta eru sláandi niðurstöður. Ég get ekki sagt að það hafi komið mér verulega á óvart, ég átti alveg eins von á því. Við höfum séð sambærilegar niðurstöður frá Alþjóðaþingmannasambandinu og Evrópuráðinu, þannig þetta eru kannski ekki nýjar fréttir fyrir okkur sem starfa á vettvangi stjórnmálanna,“ segir Bryndís. „Ég hef engu að síður verulegar áhyggjur af þessu og ég hef líka sérstakar áhyggjur af því að starfsmönnum Alþingis líði ekki nógu vel,“ bætir Bryndís við. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Sigurjón Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig situr í nefndinni, tekur í svipaðan streng. „Það er kannski erfitt að segja að niðurstaðan hafi komið á óvart, þetta er nú ekkert langt frá því sem að við höfum verið að sjá í könnunum í samfélaginu almennt. Þetta er nú kannski ívið óhagsræðara okkur heldur en hefur komið fram til dæmis í könnunum Háskóla Íslands,“ segir Guðjón.
Alþingi Vinnustaðamenning Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira