Þurfum að hafa kjark og þor til að taka á móti ungum leikmönnum Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2020 07:00 Óli Stefán Flóventsson á æfingasvæði KA. VÍSIR/TRYGGVI PÁLL „Við komum vel út úr þessu og menn eru virkilega hungraðir í að byrja,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA í fótbolta, nú þegar það styttist í að hefðbundnar liðsæfingar geti hafist eftir kórónuveiruhléið. Keppni í Pepsi Max-deildinni hefst 13. júní og degi síðar sækir KA lið ÍA heim á Akranes. Óli Stefán segir undirbúning hafa gengið vel þrátt fyrir þær furðulegu aðstæður sem menn hafa þurft að glíma við í samkomubanni. Leikmenn eru mættir aftur til æfinga en verða að æfa í litlum hópum fram til 25. maí. „Þetta hefur verið krefjandi, því er ekki að neita. Við höfum þurft að skipuleggja vel og unnið mikið við tölvuna. Vinnan hefur náttúrulega legið svolítið hjá strákunum. Ég öfunda þá ekki að vera leikmenn í dag, á þessum tímum, en þeir hafa staðið sig gríðarlega vel og komið vel út úr ástandinu. Allar tölur sýna okkur það og við erum ánægðir með það,“ segir Óli Stefán við Tryggva Pál Tryggvason í Sportpakkanum, og bætir við: „Þetta hefur verið áskorun og svolítið ný vinna en maður lærir af öllu og það er hellingur sem að maður tekur úr þessu ástandi með sér inn í framtíðina. Hugsanlega hefur maður bætt sig eitthvað sem þjálfari.“ Mikkel Qvist og Hallgrímur Jónasson á æfingu KA um helgina.VÍSIR/TRYGGVI PÁLL „Blóðguðum nokkuð marga, unga í fyrra“ Elfar Árni Aðalsteinsson, aðalframherji KA, sleit krossband í hné í vetur eftir að hafa skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. „Það var mikið áfall fyrir okkur. Elfar Árni er rosalega mikilvægur póstur inni á velli og eins fyrir utan. En það er eins og með annað í þessu, þetta er áskorun. Við erum með töluvert breytt lið frá því í fyrra og höfum kannski misst fleiri leikmenn en við ætluðum okkur. Þar með er önnur dýnamík í liðinu. En það er það sem við þjálfarar þurfum að bregðast við. Þó að það sé ekki óskastaða ef maður ætlar að búa til einhvern stöðugleika, að missa marga og fá svo nýja inn, þá er það samt krefjandi og ég er rosalega spenntur fyrir þeirri vinnu að búa til nýja dýnamík. Vissulega er vont að missa Elfar Árna en í því felst tækifæri fyrir aðra í staðinn,“ segir Óli Stefán, sem ætlar sér að leyfa ungum leikmönnum að sýna sig og sanna í sumar: „Hér er mikill efniviður og margir leikmenn að koma upp, og við verðum að vera tilbúnir og hafa kjark og þor til að taka á móti þeim. Í fyrra blóðguðum við nokkuð marga, unga stráka sem eru þar með tilbúnari núna. Við viljum halda þeirri vinnu áfram, í bland við það að hérna eru kröfur. Við viljum árangur og stefnum ótrauðir á það að gera betur en í fyrra. Við vitum að það er krefjandi en þannig viljum við vinna,“ segir Óli Stefán en nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Óli Stefán um komandi tímabil hjá KA Pepsi Max-deild karla KA Sportpakkinn Tengdar fréttir Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné. 13. febrúar 2020 19:45 Tveir Pepsi Max þjálfarar komnir með UEFA Pro þjálfaragráðu Tveir íslenskir knattspyrnuþjálfarar útskrifuðust með UEFA Pro þjálfaragráðu á dögunum en UEFA Pro gráðan er æðsta þjálfaragráða UEFA. 13. janúar 2020 15:15 Rúmlega tveggja metra hár varnarmaður til KA KA hefur fengið danskan varnarmann á láni frá Horsens út ágúst. 4. febrúar 2020 16:03 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
„Við komum vel út úr þessu og menn eru virkilega hungraðir í að byrja,“ segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA í fótbolta, nú þegar það styttist í að hefðbundnar liðsæfingar geti hafist eftir kórónuveiruhléið. Keppni í Pepsi Max-deildinni hefst 13. júní og degi síðar sækir KA lið ÍA heim á Akranes. Óli Stefán segir undirbúning hafa gengið vel þrátt fyrir þær furðulegu aðstæður sem menn hafa þurft að glíma við í samkomubanni. Leikmenn eru mættir aftur til æfinga en verða að æfa í litlum hópum fram til 25. maí. „Þetta hefur verið krefjandi, því er ekki að neita. Við höfum þurft að skipuleggja vel og unnið mikið við tölvuna. Vinnan hefur náttúrulega legið svolítið hjá strákunum. Ég öfunda þá ekki að vera leikmenn í dag, á þessum tímum, en þeir hafa staðið sig gríðarlega vel og komið vel út úr ástandinu. Allar tölur sýna okkur það og við erum ánægðir með það,“ segir Óli Stefán við Tryggva Pál Tryggvason í Sportpakkanum, og bætir við: „Þetta hefur verið áskorun og svolítið ný vinna en maður lærir af öllu og það er hellingur sem að maður tekur úr þessu ástandi með sér inn í framtíðina. Hugsanlega hefur maður bætt sig eitthvað sem þjálfari.“ Mikkel Qvist og Hallgrímur Jónasson á æfingu KA um helgina.VÍSIR/TRYGGVI PÁLL „Blóðguðum nokkuð marga, unga í fyrra“ Elfar Árni Aðalsteinsson, aðalframherji KA, sleit krossband í hné í vetur eftir að hafa skorað 13 mörk í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. „Það var mikið áfall fyrir okkur. Elfar Árni er rosalega mikilvægur póstur inni á velli og eins fyrir utan. En það er eins og með annað í þessu, þetta er áskorun. Við erum með töluvert breytt lið frá því í fyrra og höfum kannski misst fleiri leikmenn en við ætluðum okkur. Þar með er önnur dýnamík í liðinu. En það er það sem við þjálfarar þurfum að bregðast við. Þó að það sé ekki óskastaða ef maður ætlar að búa til einhvern stöðugleika, að missa marga og fá svo nýja inn, þá er það samt krefjandi og ég er rosalega spenntur fyrir þeirri vinnu að búa til nýja dýnamík. Vissulega er vont að missa Elfar Árna en í því felst tækifæri fyrir aðra í staðinn,“ segir Óli Stefán, sem ætlar sér að leyfa ungum leikmönnum að sýna sig og sanna í sumar: „Hér er mikill efniviður og margir leikmenn að koma upp, og við verðum að vera tilbúnir og hafa kjark og þor til að taka á móti þeim. Í fyrra blóðguðum við nokkuð marga, unga stráka sem eru þar með tilbúnari núna. Við viljum halda þeirri vinnu áfram, í bland við það að hérna eru kröfur. Við viljum árangur og stefnum ótrauðir á það að gera betur en í fyrra. Við vitum að það er krefjandi en þannig viljum við vinna,“ segir Óli Stefán en nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Óli Stefán um komandi tímabil hjá KA
Pepsi Max-deild karla KA Sportpakkinn Tengdar fréttir Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné. 13. febrúar 2020 19:45 Tveir Pepsi Max þjálfarar komnir með UEFA Pro þjálfaragráðu Tveir íslenskir knattspyrnuþjálfarar útskrifuðust með UEFA Pro þjálfaragráðu á dögunum en UEFA Pro gráðan er æðsta þjálfaragráða UEFA. 13. janúar 2020 15:15 Rúmlega tveggja metra hár varnarmaður til KA KA hefur fengið danskan varnarmann á láni frá Horsens út ágúst. 4. febrúar 2020 16:03 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Leik lokið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Skelfileg tíðindi fyrir Elfar og KA Elfar Árni Aðalsteinsson og lið hans KA hafa orðið fyrir miklu áfalli en útlit er fyrir að sóknarmaðurinn öflugi, sem skoraði 13 mörk í Pepsi Max deildinni í fótbolta fyrra, sé með slitið krossband í hné. 13. febrúar 2020 19:45
Tveir Pepsi Max þjálfarar komnir með UEFA Pro þjálfaragráðu Tveir íslenskir knattspyrnuþjálfarar útskrifuðust með UEFA Pro þjálfaragráðu á dögunum en UEFA Pro gráðan er æðsta þjálfaragráða UEFA. 13. janúar 2020 15:15
Rúmlega tveggja metra hár varnarmaður til KA KA hefur fengið danskan varnarmann á láni frá Horsens út ágúst. 4. febrúar 2020 16:03
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn