Allir í húsnæðisvanda fá þak yfir höfuðið í nokkra mánuði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. apríl 2020 12:00 Öllum þeim sem eru í húsnæðisvanda vegna kórónuveirunnar verður útvega húsnæði næstu mánuði, óháð lögheimili, samkvæmt samkomulagi sem félagsmálaráðherra og Reykjavíkurborg hafa gert. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra hefur undirritað samkomulag við Reykjavíkurborg um að öllum þeim sem séu í húsnæðisvanda verði útvegað þak yfir höfuðið næstu mánuði, óháð búsetu. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um samskonar úrræði. Fyrir páska undirrituðu Reykjavíkurborg og félagsmálaráðherra samkomulag vegna úrræða til að styðja við fólk í húsnæðisvanda vegna kórónuveirunnar. Félagsmálaráðuneytið mun fjármagna tímabundnar lausnir fyrir þá sem ekki hafa í nein hús að venda faraldursins en áætlaður heildarkostnaður vegna verkefnisins, sem er til fjögurra mánaða, er um 85 milljónir króna. „Þetta felst í því að Reykjavíkurborg ætlar að taka það hlutverk að sér að setja upp sérstaka neyðarmóttöku sem byggir á því að allir þeir sem eru í húsnæðisvanda geta leitað beint þangað og þeim verður skaffað húsnæði til næstu mánaða,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og bætir því við að húsnæðisvandi jaðarhópa hafi vaxið síðustu daga og vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ekki hægt að segja hversu stór hópur þurfi á slíku úrræði að halda „Það er kannski erfitt að slá á það einhverja tölu en það eru að koma fréttir af því að einstaklingar sem að hafa verið í húsnæði hjá öðrum eða slíkt, hafi ekki þá möguleika. Við viljum einfaldlega byrgja þennan brunn, þannig að næstu daga og vikur að þá geti allir leitað beint til Reykjavíkurborgar, í samstarfi þá ríkis og sveitarfélags, með þessum hætti,“ segir Ásmundur. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin hafi þjónustað langstærsta hluta heimilislausra með fjölþættan vanda hér á landi og starfræki þrjú neyðarskýli. Samstarfið nú þýði að borgin muni hafa svigrúm til að taka við öllum þeim sem þurfa þjónustuna á landsvísu óháð lögheimili. Móttakan muni tengja viðkomandi einstaklinga við félagsráðgjafa í því sveitarfélagi þar sem einstaklingurinn á lögheimili en viðkomandi getur dvalið í skammtímahúsnæðinu þar til mál hans eru komin í réttan farveg hjá því sveitarfélagi sem um ræðir. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um að grípa til svipaðra aðgerða í framhaldinu sé þörf og tilefni til. Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur undirritað samkomulag við Reykjavíkurborg um að öllum þeim sem séu í húsnæðisvanda verði útvegað þak yfir höfuðið næstu mánuði, óháð búsetu. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um samskonar úrræði. Fyrir páska undirrituðu Reykjavíkurborg og félagsmálaráðherra samkomulag vegna úrræða til að styðja við fólk í húsnæðisvanda vegna kórónuveirunnar. Félagsmálaráðuneytið mun fjármagna tímabundnar lausnir fyrir þá sem ekki hafa í nein hús að venda faraldursins en áætlaður heildarkostnaður vegna verkefnisins, sem er til fjögurra mánaða, er um 85 milljónir króna. „Þetta felst í því að Reykjavíkurborg ætlar að taka það hlutverk að sér að setja upp sérstaka neyðarmóttöku sem byggir á því að allir þeir sem eru í húsnæðisvanda geta leitað beint þangað og þeim verður skaffað húsnæði til næstu mánaða,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og bætir því við að húsnæðisvandi jaðarhópa hafi vaxið síðustu daga og vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ekki hægt að segja hversu stór hópur þurfi á slíku úrræði að halda „Það er kannski erfitt að slá á það einhverja tölu en það eru að koma fréttir af því að einstaklingar sem að hafa verið í húsnæði hjá öðrum eða slíkt, hafi ekki þá möguleika. Við viljum einfaldlega byrgja þennan brunn, þannig að næstu daga og vikur að þá geti allir leitað beint til Reykjavíkurborgar, í samstarfi þá ríkis og sveitarfélags, með þessum hætti,“ segir Ásmundur. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin hafi þjónustað langstærsta hluta heimilislausra með fjölþættan vanda hér á landi og starfræki þrjú neyðarskýli. Samstarfið nú þýði að borgin muni hafa svigrúm til að taka við öllum þeim sem þurfa þjónustuna á landsvísu óháð lögheimili. Móttakan muni tengja viðkomandi einstaklinga við félagsráðgjafa í því sveitarfélagi þar sem einstaklingurinn á lögheimili en viðkomandi getur dvalið í skammtímahúsnæðinu þar til mál hans eru komin í réttan farveg hjá því sveitarfélagi sem um ræðir. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um að grípa til svipaðra aðgerða í framhaldinu sé þörf og tilefni til.
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira