Er lyfjalaxinn sem Whole Foods vill ekki seldur í íslenskum verslunum? Freyr Frostason skrifar 14. maí 2020 12:00 Aðeins þrjú ár eru frá því að fulltrúar opinberra eftirlitsstofnana töldu að laxa- og fiskilús yrði ekki vandamál í sjókvíaeldi hér við land. Það reyndist heldur betur rangt mat. Nú er svo komið að margsinnis hefur verið eitrað fyrir lús í sjókvíum. Síðast á sjö eldissvæðum við sunnanverða Vestfirði fyrir fáeinum mánuðum. Þetta er grafalvarlegt mál því lyfin og eiturefnin, sem notuð eru, skaða umhverfið og lífríkið. Eins staðan er í dag vita neytendur ekki hvort sá eldislax sem seldur er í verslunum hér hafi hlotið þessa meðhöndlun. Úr þessu þarf að bæta. Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund höfum því sent Neytendasamtökunum fyrirspurn um hvort samtökin hafi kannað hvort eldislax sem hefur verið með lúsaeitri eða lyfjum sé seldur í íslenskum verslunum. Vantar merkingar á umbúðum Í aðdraganda breytinga á lögum um fiskeldi í fyrra kom fram tillaga í nefndaráliti minnihluta atvinnuveganefndar að „rekstraraðilum verði gert skylt að merkja sérstaklega umbúðir þeirra afurða sem lúsaeitur hafi verið notað á.“ Því miður varð þessi tillaga ekki að hluti af lögunum sem voru samþykkt Alþingi í júní 2019. Merkingar sem þessi er engu síður mikilvæg af tveimur grundvallarástæðum: Neytendur eiga að hafa þann rétt að vita hvaða meðhöndlun matvara hefur fengið áður en þeir neyta hennar. Í því samhengi má benda á að Whole Foods, einn helsti kaupandi eldislax frá Arnarlaxi ( stærsta sjókvíaeldisfyritæki landsins), tekur ekki við laxi sem hefur verið meðhöndlaður með lúsaeitri/lúsalyfjum. Þetta kom meðal annars fram í frétt RÚV frá 2017 um að lax sem hefur þurft meðhöndlun út af lúsinni stenst ekki kröfur Whole Foods. Lúsaeitur/lúsalyf hafa slæm áhrif á lífríkið. Neytendur eiga að hafa rétt á að hafa val um að sniðganga vöru þar sem þessum efnum er beitt við framleiðsluna, jafnvel þó svo kunni að vera að neysla viðkomandi vöru sé ekki talin heilsuspillandi. Vísindin eru afdráttarlaus Á sínum tíma sýndu Íslendingar meiri framsýni en ýmsar aðrar þjóðir með því að loka ákveðnum hlutum strandlengjunnar fyrir sjókvíaeldi með það fyrir augum að vernda villta lax- og silungsstofna landsins. Var þá eingöngu horft til lax- og silungsveiðiáa sem gáfu af sér veiðihlunnindi og tilgangurinn fyrst og fremst að draga úr áhrifum erfðablöndunar eldisfisks við laxastofna. Lax- og fiskilús voru þá ekki teknar með í reikninginn þar sem þessi sníkjudýr voru þá svotil óþekkt vandamál í sjókvíaeldið við landið. Frá því ákvörðun um lokun hluta strandlengjunnar var tekin hefur hins vegar komið í ljós að sjávarlús er orðin viðvarandi og alvarlegt vandamál í sjókvíaeldi við Ísland. MAST hefur á hverju ári frá 2017 gefið leyfi fyrir notkun kemískra efna eða lyfja til að meðhöndla lúsasmitaðan eldislax í sjókvíum á Vestfjörðum. Þetta vandamál í sjókvíaeldinu vegur að villtum fiski. Þannig staðfestir nýleg íslensk meistaraverkefnisrannsókn að villtir laxfiskar á sjókvíeldissvæðum á Vestfjörðum eru meira smitaðir af sjávarlús, einna helst laxalús, heldur en svæðum án eldis. Í rannsókninni kom jafnframt fram vísbending um neikvæð áhrif á þessa stofna Í umsögn Hafrannsóknastofnunar frá 2018 um umsókn Arnarlax um aukið sjókvíaeldi í Arnarfirði er bent á að það komi „skýrt fram í gögnum framkvæmdaraðila að laxalús sé orðin vandamál í fiskeldi hér á landi. Hafrannsóknastofnun bendir á að aflúsunarefni hafi áhrif á hamskipti laxalúsa og að rannsóknir hafi sýnt fram á skaðleg áhrif efnanna á önnur krabbadýr. Þar sem áætlað sé að kvíar séu í nálægð við rækju í Arnarfirði leggi Hafrannsóknastofnun til að „bannað verði að nota aflúsunarefni í nágrenni rækjusvæða.“ Sjá: Framleiðsluaukning á laxi um 4.500 tonn á vegum Arnarlax í Arnarfirði – Ákvörðun um matsskyldu. Skipulagsstofnun, birt 5. júlí 2018.Hér má svo lesa um norska rannsókn um skaðsemi lúsaeitursins á rækjustofna. Ómetanlegar auðlindir í hættu Fjölmargar ár með sérstökum villtum stofnum eru á svæðum þar sem sjókvíaeldið hefur margfaldast í íslenskum fjörðum. Þessir stofnar hafa þegar skaðast af þeirri starfsemi þó þeir að eigi sjálfstæðan tilverurétt í náttúru landsins ættu samkvæmt lögum um náttúruvernd og samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem leggur áherslu á að vernda lífríki á öllum skipulagsstigum þess, þar með talið þeirra erfðaauðlinda sem lífríkið býr yfir. Þeir sem vilja stunda fiskeldi hér við land eiga ekki að komast upp með að spilla náttúru landsins. Og neytendur eiga að geta séð á umbúðum matvara hvort notuð séu eiturefni við framleiðsluna. Fyrir hönd stjórnar Íslenska náttúruverndarsjóðsins -IWF. Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar IWF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Aðeins þrjú ár eru frá því að fulltrúar opinberra eftirlitsstofnana töldu að laxa- og fiskilús yrði ekki vandamál í sjókvíaeldi hér við land. Það reyndist heldur betur rangt mat. Nú er svo komið að margsinnis hefur verið eitrað fyrir lús í sjókvíum. Síðast á sjö eldissvæðum við sunnanverða Vestfirði fyrir fáeinum mánuðum. Þetta er grafalvarlegt mál því lyfin og eiturefnin, sem notuð eru, skaða umhverfið og lífríkið. Eins staðan er í dag vita neytendur ekki hvort sá eldislax sem seldur er í verslunum hér hafi hlotið þessa meðhöndlun. Úr þessu þarf að bæta. Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund höfum því sent Neytendasamtökunum fyrirspurn um hvort samtökin hafi kannað hvort eldislax sem hefur verið með lúsaeitri eða lyfjum sé seldur í íslenskum verslunum. Vantar merkingar á umbúðum Í aðdraganda breytinga á lögum um fiskeldi í fyrra kom fram tillaga í nefndaráliti minnihluta atvinnuveganefndar að „rekstraraðilum verði gert skylt að merkja sérstaklega umbúðir þeirra afurða sem lúsaeitur hafi verið notað á.“ Því miður varð þessi tillaga ekki að hluti af lögunum sem voru samþykkt Alþingi í júní 2019. Merkingar sem þessi er engu síður mikilvæg af tveimur grundvallarástæðum: Neytendur eiga að hafa þann rétt að vita hvaða meðhöndlun matvara hefur fengið áður en þeir neyta hennar. Í því samhengi má benda á að Whole Foods, einn helsti kaupandi eldislax frá Arnarlaxi ( stærsta sjókvíaeldisfyritæki landsins), tekur ekki við laxi sem hefur verið meðhöndlaður með lúsaeitri/lúsalyfjum. Þetta kom meðal annars fram í frétt RÚV frá 2017 um að lax sem hefur þurft meðhöndlun út af lúsinni stenst ekki kröfur Whole Foods. Lúsaeitur/lúsalyf hafa slæm áhrif á lífríkið. Neytendur eiga að hafa rétt á að hafa val um að sniðganga vöru þar sem þessum efnum er beitt við framleiðsluna, jafnvel þó svo kunni að vera að neysla viðkomandi vöru sé ekki talin heilsuspillandi. Vísindin eru afdráttarlaus Á sínum tíma sýndu Íslendingar meiri framsýni en ýmsar aðrar þjóðir með því að loka ákveðnum hlutum strandlengjunnar fyrir sjókvíaeldi með það fyrir augum að vernda villta lax- og silungsstofna landsins. Var þá eingöngu horft til lax- og silungsveiðiáa sem gáfu af sér veiðihlunnindi og tilgangurinn fyrst og fremst að draga úr áhrifum erfðablöndunar eldisfisks við laxastofna. Lax- og fiskilús voru þá ekki teknar með í reikninginn þar sem þessi sníkjudýr voru þá svotil óþekkt vandamál í sjókvíaeldið við landið. Frá því ákvörðun um lokun hluta strandlengjunnar var tekin hefur hins vegar komið í ljós að sjávarlús er orðin viðvarandi og alvarlegt vandamál í sjókvíaeldi við Ísland. MAST hefur á hverju ári frá 2017 gefið leyfi fyrir notkun kemískra efna eða lyfja til að meðhöndla lúsasmitaðan eldislax í sjókvíum á Vestfjörðum. Þetta vandamál í sjókvíaeldinu vegur að villtum fiski. Þannig staðfestir nýleg íslensk meistaraverkefnisrannsókn að villtir laxfiskar á sjókvíeldissvæðum á Vestfjörðum eru meira smitaðir af sjávarlús, einna helst laxalús, heldur en svæðum án eldis. Í rannsókninni kom jafnframt fram vísbending um neikvæð áhrif á þessa stofna Í umsögn Hafrannsóknastofnunar frá 2018 um umsókn Arnarlax um aukið sjókvíaeldi í Arnarfirði er bent á að það komi „skýrt fram í gögnum framkvæmdaraðila að laxalús sé orðin vandamál í fiskeldi hér á landi. Hafrannsóknastofnun bendir á að aflúsunarefni hafi áhrif á hamskipti laxalúsa og að rannsóknir hafi sýnt fram á skaðleg áhrif efnanna á önnur krabbadýr. Þar sem áætlað sé að kvíar séu í nálægð við rækju í Arnarfirði leggi Hafrannsóknastofnun til að „bannað verði að nota aflúsunarefni í nágrenni rækjusvæða.“ Sjá: Framleiðsluaukning á laxi um 4.500 tonn á vegum Arnarlax í Arnarfirði – Ákvörðun um matsskyldu. Skipulagsstofnun, birt 5. júlí 2018.Hér má svo lesa um norska rannsókn um skaðsemi lúsaeitursins á rækjustofna. Ómetanlegar auðlindir í hættu Fjölmargar ár með sérstökum villtum stofnum eru á svæðum þar sem sjókvíaeldið hefur margfaldast í íslenskum fjörðum. Þessir stofnar hafa þegar skaðast af þeirri starfsemi þó þeir að eigi sjálfstæðan tilverurétt í náttúru landsins ættu samkvæmt lögum um náttúruvernd og samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem leggur áherslu á að vernda lífríki á öllum skipulagsstigum þess, þar með talið þeirra erfðaauðlinda sem lífríkið býr yfir. Þeir sem vilja stunda fiskeldi hér við land eiga ekki að komast upp með að spilla náttúru landsins. Og neytendur eiga að geta séð á umbúðum matvara hvort notuð séu eiturefni við framleiðsluna. Fyrir hönd stjórnar Íslenska náttúruverndarsjóðsins -IWF. Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar IWF.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun