Líklega 1-4-4-1 á fyrstu helgi ensku úrvalsdeildarinnar í júní Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2020 10:45 Marcus Rashford fagnar marki fyrir Manchester United á móti Tottenham Hotspur en þessi lið gætu mögulega mæst í fyrsta leiknum þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. Getty/Chloe Knott Enska úrvalsdeildin vinnur markvisst að því að undirbúa endurkomu sína og nú hefur því verið lekið í ensku blöðin hvernig menn sjá fyrir sér skipulagningu leiktímanna nú þegar allir leikir verða að vera sýndir í sjónvarpi. Það verða engir áhorfendur á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar vegna baráttunnar við kórónuveiruna en stuðningsmenn eiga að geta séð sín lið spila í sjónvarpinu. Samkvæmt frétt Daily Mail verður spilað frá föstudegi til mánudags um hverja helgi en rétthafar ensku úrvalsdeildarinnar hafa fengið skilaboð um að undirbúa endurkomu enska boltans annað hvort 12. eða 19. júní næstkomandi. Friday Night Football set to kick off TV bonanza on opening weekend of Premier League's return | @DominicKing_DM @MattHughesDM https://t.co/b08zoeHWNL— MailOnline Sport (@MailSport) May 14, 2020 Pepsi Max deild karla hefst þessa fyrri helgi og KSÍ myndi örugglega þiggja það að enska úrvalsdeildin stæli ekki af þeim þrumunni. Það á allt eftir að koma betur í ljós á fundi ensku úrvalsdeildarliðanna á mánudaginn kemur. Uppsetning fyrstu helgarinnar á að vera eftirtalinn samkvæmt fréttinni. Einn leikur fer fram á föstudeginum og svo fjórir leikir á mismundandi tíma á bæði laugardegi og sunnudegi. Síðasti leikur umferðarinnar fer svo fram á mánudagskvöldinu. Með þessari 1-4-4-1 uppsetningu væri möguleiki að horfa á alla tíu leikina þessa helgi. Á þessu sést að enska úrvalsdeildin mun fara svipaða leið og KSÍ hvað varðar það að skipta leikjunum niður á daga og láta með því engan leik fara fram á sama tíma. Það er líka almennt búist við því að föstudagsleikurinn verði stórleikur á milli Manchester United og Tottenham sem á að fara fram á heimavelli Tottenham. Sá leikur átti að fara fram sunnudaginn 15. mars en það var fyrsta helgin eftir að kórónuveiran stöðvaði leik í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Enska úrvalsdeildin vinnur markvisst að því að undirbúa endurkomu sína og nú hefur því verið lekið í ensku blöðin hvernig menn sjá fyrir sér skipulagningu leiktímanna nú þegar allir leikir verða að vera sýndir í sjónvarpi. Það verða engir áhorfendur á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar vegna baráttunnar við kórónuveiruna en stuðningsmenn eiga að geta séð sín lið spila í sjónvarpinu. Samkvæmt frétt Daily Mail verður spilað frá föstudegi til mánudags um hverja helgi en rétthafar ensku úrvalsdeildarinnar hafa fengið skilaboð um að undirbúa endurkomu enska boltans annað hvort 12. eða 19. júní næstkomandi. Friday Night Football set to kick off TV bonanza on opening weekend of Premier League's return | @DominicKing_DM @MattHughesDM https://t.co/b08zoeHWNL— MailOnline Sport (@MailSport) May 14, 2020 Pepsi Max deild karla hefst þessa fyrri helgi og KSÍ myndi örugglega þiggja það að enska úrvalsdeildin stæli ekki af þeim þrumunni. Það á allt eftir að koma betur í ljós á fundi ensku úrvalsdeildarliðanna á mánudaginn kemur. Uppsetning fyrstu helgarinnar á að vera eftirtalinn samkvæmt fréttinni. Einn leikur fer fram á föstudeginum og svo fjórir leikir á mismundandi tíma á bæði laugardegi og sunnudegi. Síðasti leikur umferðarinnar fer svo fram á mánudagskvöldinu. Með þessari 1-4-4-1 uppsetningu væri möguleiki að horfa á alla tíu leikina þessa helgi. Á þessu sést að enska úrvalsdeildin mun fara svipaða leið og KSÍ hvað varðar það að skipta leikjunum niður á daga og láta með því engan leik fara fram á sama tíma. Það er líka almennt búist við því að föstudagsleikurinn verði stórleikur á milli Manchester United og Tottenham sem á að fara fram á heimavelli Tottenham. Sá leikur átti að fara fram sunnudaginn 15. mars en það var fyrsta helgin eftir að kórónuveiran stöðvaði leik í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira