Rússland við það að taka fram úr Spáni í fjölda smitaðra Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2020 13:39 Frá sérstöku Covid-19 sjúkrahúsi sem reist var í Moskvu. EPA/SERGEI CHIRIKOV Smituðum hefur fjölgað um 11.656 á milli daga í Rússlandi og í heildina hafa 221.344 greinst með Covid-19. Með því færist Rússland í þriðja sæti ríkja þar sem flest smit hafa greinst. Á Spáni hafa minnst 224.350 smitast, svo vitað sé, og í Bandaríkjunum hafa minnst 1.329.799 smittast. Útlit er þó fyrir að Rússar taki fram úr Spánverjum, miðað við það að fjölgun smita í Rússlandi er hærri en þar. Hún er í raun hvergi hærri nema í Bandaríkjunum, samkvæmt Moscow Times. Smituðum hefur fjölgað um meira en tíu þúsund á dag í rúma viku núna. Að miklu leyti má rekja það til mikillar aukningar í skimun í Rússlandi. Samkvæmt opinberum tölum hefur 39.801 jafnað sig af veirunni í Rússlandi og 2.009 hafa dáið. Það er tiltölulega lág tala, miðað við ríki þar sem sambærilegur fjöldi smita hafa greinst eins og á Spáni, þar sem 26.621 hefur dáið, og á Bretlandi, þar sem 31.930 hafa dáið, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir langflesta þeirra sem dóu á milli daga vera frá Moskvu. Sömu sögu sé að segja af fjölda smitaðra. Til að mynda greindust 6.169 af nýju smitunum 1.656 í borginni. Rússar héldu upp á sigur í seinni heimsstyrjöldinni um helgina en minnst 376 nemendur herskóla sem áttu að taka þátt í hátíðarhöldunum hafa greinst með Covid-19. Svo virðist sem að þeir hafi smitast á æfingum fyrir skrúðgöngu sem átti að fara fram en var felld niður vegna faraldursins. Moscow Times vitnar í rannsóknarmiðilinn Proekt (á rússnesku) en blaðamenn þess miðils uppgötvuðu útbreiðslu veirunnar á meðal nemendanna. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Smituðum hefur fjölgað um 11.656 á milli daga í Rússlandi og í heildina hafa 221.344 greinst með Covid-19. Með því færist Rússland í þriðja sæti ríkja þar sem flest smit hafa greinst. Á Spáni hafa minnst 224.350 smitast, svo vitað sé, og í Bandaríkjunum hafa minnst 1.329.799 smittast. Útlit er þó fyrir að Rússar taki fram úr Spánverjum, miðað við það að fjölgun smita í Rússlandi er hærri en þar. Hún er í raun hvergi hærri nema í Bandaríkjunum, samkvæmt Moscow Times. Smituðum hefur fjölgað um meira en tíu þúsund á dag í rúma viku núna. Að miklu leyti má rekja það til mikillar aukningar í skimun í Rússlandi. Samkvæmt opinberum tölum hefur 39.801 jafnað sig af veirunni í Rússlandi og 2.009 hafa dáið. Það er tiltölulega lág tala, miðað við ríki þar sem sambærilegur fjöldi smita hafa greinst eins og á Spáni, þar sem 26.621 hefur dáið, og á Bretlandi, þar sem 31.930 hafa dáið, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir langflesta þeirra sem dóu á milli daga vera frá Moskvu. Sömu sögu sé að segja af fjölda smitaðra. Til að mynda greindust 6.169 af nýju smitunum 1.656 í borginni. Rússar héldu upp á sigur í seinni heimsstyrjöldinni um helgina en minnst 376 nemendur herskóla sem áttu að taka þátt í hátíðarhöldunum hafa greinst með Covid-19. Svo virðist sem að þeir hafi smitast á æfingum fyrir skrúðgöngu sem átti að fara fram en var felld niður vegna faraldursins. Moscow Times vitnar í rannsóknarmiðilinn Proekt (á rússnesku) en blaðamenn þess miðils uppgötvuðu útbreiðslu veirunnar á meðal nemendanna.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira