Eitt lið sagt hafa lagt það til að klára ensku úrvalsdeildina í Kína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2020 09:00 Jürgen Klopp og aðrir stjórar ensku úrvalsdeildarinnar gera eflaust lítið annað en að brosa af þessum fréttum. Getty/Etsuo Hara Enska úrvalsdeildin ætlar að gera allt til þess að klára 2019-20 tímabilið og sumar hugmyndir eru vissulega mun öfgakenndari en aðrar. Það hafa komið fram hugmyndir um að spila alla leikina á fáum völlum á miðju Englandi og halda liðunum í eins konar sóttkví á meðan síðustu níu umferðirnar eru kláraðar. Sú hugmynd er vissulega út fyrir kassann en kemst þó hvergi nálægt þeirri sem eitt liða ensku úrvalsdeildarinnar er sagt hafa lagt fram á fundi félaganna. Just imagine if this actually happened ??????https://t.co/gsJzbyfH4X— GiveMeSport (@GiveMeSport) April 2, 2020 Samkvæmt heimildum the Athletic vildu átján af tuttugu félögum klára ensku úrvalsdeildina þegar liðin funduð saman á dögunum. Belgar ákváðu að flauta sína deild af í gær og ensku úrvalsdeildarliðin hittast á fjarfundi í dag þar sem farið verður yfir stöðuna. Búist er við því að leikjum verði frestað lengra inn á sumarið en ekki taldar miklar líkur á að deildin verði flautuð af. Enska úrvalsdeildin tapar 762 milljónum punda í glötuðum sjónvarpstekjum fari ekki síðustu 92 leikirnir fram. Þetta eru miklir peningar fyrir félögin og þau munu því gera allt til þess að klára þetta. Eitt félag sá fyrir sér eina lausnina vera að fara með öll liðin tuttugu til Kína og klára alla leikina þar. Það er eitt að spila ensku úrvalsdeildina í öðru landi hvað þá að fara með alla leikmenn, þjálfara, starfsmenn og fjölmiðlafólk hinum megin á hnöttinn. Kínverjar virðast aftur á móti vera búnir að ná tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar á meðan hún fer stigvaxandi í Englandi. Þess vegna væri kannski auðveldara að koma leikjunum á þar en þá á eftir að ræða það að flytja allan mannskapinn alla þessa leið. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Fleiri fréttir Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sjá meira
Enska úrvalsdeildin ætlar að gera allt til þess að klára 2019-20 tímabilið og sumar hugmyndir eru vissulega mun öfgakenndari en aðrar. Það hafa komið fram hugmyndir um að spila alla leikina á fáum völlum á miðju Englandi og halda liðunum í eins konar sóttkví á meðan síðustu níu umferðirnar eru kláraðar. Sú hugmynd er vissulega út fyrir kassann en kemst þó hvergi nálægt þeirri sem eitt liða ensku úrvalsdeildarinnar er sagt hafa lagt fram á fundi félaganna. Just imagine if this actually happened ??????https://t.co/gsJzbyfH4X— GiveMeSport (@GiveMeSport) April 2, 2020 Samkvæmt heimildum the Athletic vildu átján af tuttugu félögum klára ensku úrvalsdeildina þegar liðin funduð saman á dögunum. Belgar ákváðu að flauta sína deild af í gær og ensku úrvalsdeildarliðin hittast á fjarfundi í dag þar sem farið verður yfir stöðuna. Búist er við því að leikjum verði frestað lengra inn á sumarið en ekki taldar miklar líkur á að deildin verði flautuð af. Enska úrvalsdeildin tapar 762 milljónum punda í glötuðum sjónvarpstekjum fari ekki síðustu 92 leikirnir fram. Þetta eru miklir peningar fyrir félögin og þau munu því gera allt til þess að klára þetta. Eitt félag sá fyrir sér eina lausnina vera að fara með öll liðin tuttugu til Kína og klára alla leikina þar. Það er eitt að spila ensku úrvalsdeildina í öðru landi hvað þá að fara með alla leikmenn, þjálfara, starfsmenn og fjölmiðlafólk hinum megin á hnöttinn. Kínverjar virðast aftur á móti vera búnir að ná tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar á meðan hún fer stigvaxandi í Englandi. Þess vegna væri kannski auðveldara að koma leikjunum á þar en þá á eftir að ræða það að flytja allan mannskapinn alla þessa leið.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Fleiri fréttir Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sjá meira