Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í breikkun hringvegarins um Ölfus Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2020 20:20 Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag. Íslenskir aðalverktakar buðust til að vinna verkið fyrir 5.069 milljónir króna, sem var 176 milljónum króna undir áætluðum verktakakostnaði upp á 5.245 milljónir króna. Tilboð ÍAV var þannig 96,6 prósent af áætlun. Sami verktaki vann fyrsta áfangann á síðasta ári, tveggja og hálfs kílómetra kafla austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, en hann var opnaður umferð í haust. Sjá hér: Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Tvö önnur boð bárust en þau reyndust bæði yfir kostnaðaráætlun. Suðurverk og Loftorka buðu saman 5.712 milljónir króna, eða 108,9 prósent af áætluðum kostnaði. Ístak átti hæsta boð, upp á 5.869 milljónir króna, eða 111,9 prósent af áætluðum kostnaði. Boð Ístaks var þannig 800 milljónum króna hærra en lægsta boð og boð Suðurverks og Loftorku var 643 milljónum hærra. Leggja á 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum auk tengivega um sveitina. Framkvæmdir eiga að fara á fullt í vor og ljúka eftir þrjú ár en verklok eru í september 2023. Í frétt Stöðvar 2 í janúar var verkið útskýrt nánar með grafískum myndum frá Vegagerðinni: Samgöngur Umferðaröryggi Árborg Ölfus Hveragerði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með nauman meirihluta í Noregi Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Sjá meira
Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag. Íslenskir aðalverktakar buðust til að vinna verkið fyrir 5.069 milljónir króna, sem var 176 milljónum króna undir áætluðum verktakakostnaði upp á 5.245 milljónir króna. Tilboð ÍAV var þannig 96,6 prósent af áætlun. Sami verktaki vann fyrsta áfangann á síðasta ári, tveggja og hálfs kílómetra kafla austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, en hann var opnaður umferð í haust. Sjá hér: Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Tvö önnur boð bárust en þau reyndust bæði yfir kostnaðaráætlun. Suðurverk og Loftorka buðu saman 5.712 milljónir króna, eða 108,9 prósent af áætluðum kostnaði. Ístak átti hæsta boð, upp á 5.869 milljónir króna, eða 111,9 prósent af áætluðum kostnaði. Boð Ístaks var þannig 800 milljónum króna hærra en lægsta boð og boð Suðurverks og Loftorku var 643 milljónum hærra. Leggja á 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum auk tengivega um sveitina. Framkvæmdir eiga að fara á fullt í vor og ljúka eftir þrjú ár en verklok eru í september 2023. Í frétt Stöðvar 2 í janúar var verkið útskýrt nánar með grafískum myndum frá Vegagerðinni:
Samgöngur Umferðaröryggi Árborg Ölfus Hveragerði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með nauman meirihluta í Noregi Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Sjá meira