Sendiráðin kanna áhuga á tvíhliða ferðasamningum Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2020 06:28 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kemur til fundar í Stjórnarráðinu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Utanríkisráðherra segist hafa falið sendiráðum Íslands að kanna hvort áhugi sé meðal þeirra þjóða sem hafa staðið sig best í baráttunni við kórónuveiruna að gera tvíhliða samning við Ísland um opnun landamæra. Til þess þyrftu bæði ríkin þó áfram að tryggja varúðarráðstafanir og segist Guðlaugur Þór Þórðarson í samtali við Morgunblaðið hafa lagt áherslu á það í samtölum við starfsbræður sína á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Hann segir að nú leiti ráðherrar, embættismenn og sérfræðingar á heilbrigðissviði að leiðum til að opna fyrir milliríkjaferðalög á ný. Til að mynda sé til skoðunar hvort setja skuli skilyrði fyrirferðalögum og segir Guðlaugur að mikil áhersla sé lögð á að ekki verði bakslag í baráttunni. Tímasetningar ótímabærar Íslendingar og aðrar þjóðir muni ekki ná fullum bata í efnahagslífinu fyrr en landamærin verði opnuð á ný. Guðlaugur segir Morgunblaðinu að hann sé þó ekki tilbúin að nefna neina dagsetningu í því samhengi. Það sé því ótímabært að slá því föstu að Íslendingar geti ferðast um Norðurlöndin í ágúst, en ferðaþjónustan hefur horft til þess að ferðalög hefjist á ný síðsumars. Guðlaugur segir að til þess að opna á einhverjar ferðir verði að tryggja sóttvarnir, bæði á Íslandi og annars staðar. „Hvað varðar utanríkisþjónustuna hef ég lagt áherslu á þetta í samtölum mínum við kollega mína á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum,“ segir Guðlaugur. „Sömuleiðis hef ég falið sendiráðunum að kanna með óformlegum hætti hvort í löndum sem hafa náð bestum árangri í baráttunni gegn veirunni sé vilji til tvíhliða samskipta.“ Ferðamennska á Íslandi Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Utanríkisráðherra segist hafa falið sendiráðum Íslands að kanna hvort áhugi sé meðal þeirra þjóða sem hafa staðið sig best í baráttunni við kórónuveiruna að gera tvíhliða samning við Ísland um opnun landamæra. Til þess þyrftu bæði ríkin þó áfram að tryggja varúðarráðstafanir og segist Guðlaugur Þór Þórðarson í samtali við Morgunblaðið hafa lagt áherslu á það í samtölum við starfsbræður sína á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Hann segir að nú leiti ráðherrar, embættismenn og sérfræðingar á heilbrigðissviði að leiðum til að opna fyrir milliríkjaferðalög á ný. Til að mynda sé til skoðunar hvort setja skuli skilyrði fyrirferðalögum og segir Guðlaugur að mikil áhersla sé lögð á að ekki verði bakslag í baráttunni. Tímasetningar ótímabærar Íslendingar og aðrar þjóðir muni ekki ná fullum bata í efnahagslífinu fyrr en landamærin verði opnuð á ný. Guðlaugur segir Morgunblaðinu að hann sé þó ekki tilbúin að nefna neina dagsetningu í því samhengi. Það sé því ótímabært að slá því föstu að Íslendingar geti ferðast um Norðurlöndin í ágúst, en ferðaþjónustan hefur horft til þess að ferðalög hefjist á ný síðsumars. Guðlaugur segir að til þess að opna á einhverjar ferðir verði að tryggja sóttvarnir, bæði á Íslandi og annars staðar. „Hvað varðar utanríkisþjónustuna hef ég lagt áherslu á þetta í samtölum mínum við kollega mína á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum,“ segir Guðlaugur. „Sömuleiðis hef ég falið sendiráðunum að kanna með óformlegum hætti hvort í löndum sem hafa náð bestum árangri í baráttunni gegn veirunni sé vilji til tvíhliða samskipta.“
Ferðamennska á Íslandi Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira